Good-Templar - 01.08.1903, Page 4

Good-Templar - 01.08.1903, Page 4
76 vill hræba þig burt af verbi þínum, og lyginni að innan, settl vill stinga þér svefnþorn. Minstu þess, að þú hefir byi'jað á að benda á skímuna, en ef þú nú að hálígerðu verki sofnar á verði þínum, verða aðrir til að sjá sólina renna upp. Annað skilyrðið, og það hið langstærsta, er það að þú gangir í ijósinu, því Ijósi, er skein í myrkrinu, en myrkrin eigi vildu meðtaka. En Ijósið er Jesús Kristnr, hinn guðdóm- legi frelsari mannanna, sem heflr hrundið af st.að ölium líknar- hreyfingum með því að kenna oss að meta vétt hið sanna manngildi. Hans nafn veitir sigur; fyrir því nafni verða öfl myrkursins að flýja. Það sem gert er án hans, verður alt af að lokum eintómt kák. Reistu merki Jesú Krists hærra upp en þú hefir hingað til gert; blástu hvellara í lúður miskunnar hans og kærleika og iærðu af honum að líta íétt á hinn fallna drykkjumann og þá hjálp, sem einhlýt er til sigurs. Ef þú vilt vinna hlutverk þitt. svo að fullu gagni komi, þá láttu ekki að eins sitja við það, að hjálpa mönnum úr klóm ofdrykkjunnar og drykkjubölsins; það er stórt og fagurt; en legðu stund á hitt sem stærra er, að hjálpa þeim upp úr djúpi syndarinnar yflr höfuð; þvi það tímanlega gagn af viðreisninni úr drykkju- syndinni er hverfandi í samanburði við það tjón, ef hann samt sem áður glatar sálu sinni. Hinn miskunnsami Samverji, Jesús Kristur, hefir sjálfur sagt: „Hver, sem ekki trúir á mig, hann getur ekki séð iífið, hann er enn þá í dauðanum." Og að hvaða gagni kæmi það manninum, þótt hann yrði margfaldur bindindismaður ef hann biði tjón á sálu sinni; því það stend- ur hvergi í guðsorði: Hver sem er góður bindindismaður, glat- ast eigi, heldur hefir eilíft líf. En hitt stendur skírt, að hver sem trúir á guðsson glatast eigi, heldur hefir eilíft líf. Það stendur hvergi: Yerð þú góður bindindismaður, þá skaltu hólp- inn verða; heldur hitt: „Trú þú á drottinn Jesúm Krist, þá verður þú hólpinn." Af þessari ástæðu ber öllum sönnum Good-Templurum að vinna að því, að trúin á hinn persónulega frelsara mannkynsins verði lifandi og kröftug í sálum og hfi allra félagsmanna. — Og svo er önnur ástæða til hins sama, og það er sú, að enginn, sem kominn er í lifandi samband við Jesúm Krist og hefir fengið friðþægingu í hans frelsandi blóði, getur eyðilagst af nokkurri sér meðvitandi synd. Enginn sannar- lega kristinn, trúaður maður, getur nokkru sinni di'ukkið sig

x

Good-Templar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.