Good-Templar - 01.08.1903, Qupperneq 6

Good-Templar - 01.08.1903, Qupperneq 6
?8 „tessí ræfill el‘ maður, sem verður að bjarga!" Það gerir atl- an muninn. Béttlæti. Pað er að eins eitt réttlæti, sem gildi hefir í guðs augum, réttlæti Jesú Krists, hins krossfesta, sem tilreiknast þeim, sem trúa á hann, og af því sprettur alt annað rettlæti: réttlæti manna á meðal, réttlæti, sem metur alt rétt, metur syndina rétt, í hvaða mynd sem hún birtist, metur mennina rétt, metur þá ekki eftir stöðu, heldur eftir mannkostum og vilja til gagnlegra framkvæmda; réttlæti, sem virðir hið góða og göfuga, þótt, í fátæklegum búningi sé, en fyriiiítur hið rotna og spilta og ljóta, hvaða gijákvoða sem á því kann að vera, sem fyrirlítur drykkjuskap og saurhfi, eins hjá uppstroknum stúdent, eins'og hjá tötralegum sjómanni, en aumkast yfir aumingjana, af hvaða flokki sem þeir eru. — Til þess að öll þessi skilyrði fyrir sigri geti verið fyrir hepdi, þarf að vera bremanii alvara i þessu öllu. — Bindindis- málið er sannarlega engin kómedía, ekkert léttúðarmál, held- ur jhin alvarlegasta alvara, því það böi, sem hrundið hefir þess- ari- hreyfingu af stað, er sannarlega enginn gamanleikur, þótt sumurn hverjum sýnist það. Að minsta kosti er það þá grátt gaman, sem verður að blóðugri alvöru. — Bn það var grátt gaman, það sem stóð með tryltu fagnaðarópi í blaði einu hér um daginn, greinin um nœringargildi áfengisins. Eg vil eigi deila um, hvort það hafi eitthvert næringargildi, en hitt segi eg hiklaust, að reynslan hefir sýnt að það er þá gamanlaus næring, næring, sem gert hefir menn þúsundum saman skin- horaða, _þúsundir biáfátæka, komið hundruðum á hreppinn og í tugthúsið, sogið kraft og kjark úr óteijandi efnilegum mönn- um, gert börn þeii'ra, er neyttu ríkulega af 'þessari næringu, að aumum öikvisum, og þó kostað þjóðina miljónir króna. Það er sannarlega lofsverð næring!! Ekki var furða, þótt blað- ið lyfti upp sínum snjaha fagnaðarsöng yfir þessum nýja(!) sannleik. Þótt uppgötvast hefði, að öil Reykjanesfjöll væru ó- þrjótandi guhnáma, hefði fögnuður blaðsins eigi getað orðið stæi'ri! En það eitt var hægt að læra af þeirri grein, að það er alvara i niótspyrnunni á móti bindindinu og hitt, að þótt morguninn sé að koma, er enn þá mikil nótt, og öfl næturinn- ar í fullu fjöri. Tess vegna skal í dag, í byrjun þessa Stór- stúkuþings sú samvizkuspurniug lögð fyrir oss öll, spurning, er

x

Good-Templar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.