Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1946, Blaðsíða 1

Muninn - 01.12.1946, Blaðsíða 1
Útgefandi: Málfundafclagið „H U G I N N“ M. A. MUNINN Ritstjóm: Aðalsteinn Sigurðsson Kristján Róbertsson Ingvar Gíslason 19. árangur Akureyri, desember 1946 1. tölublað KRISTJÁN RÓBERTSSON: RÆÐA flutt á hófi í Menntaskólanum á Akureyri 13. nóvember 1946. Háttvirta samkoma! í sögu lieilla þjóða og stofnana ger- ast stundum atburðir, sem marka tímamót. I sögu þessa skóla hafa einn- ig orðið tímamót og þáttaskipti. Hann hefir þróazt frá því ifyrst að vera gagn- fræðaskóli á Möðruvöllum í Hörgár- dal, svo gagnfræðaskóli á Akureyri, síðan menntaskóli, og nú loks er haf- izt lianda um smíði nýrra húsa fyrir skólann, því að nú hefir hann vaxið svo mjög, að liann rúmast ekki í sín- um gömlu híbýlum. Morgundagurinn verður því merk- isdagur í sögu skólans, gleði- og gæfu- dagur, bæði fyrir okkur, sem nú sitj- um skólann, og ekki síður fyrir þær skólakynslóðir, sem renna skeiðið á eftir okkur. En það er gott að gera sér grein fyri því, að saga þessa skóla og þróun hans er saga um mikla baráttu, hetju- lund og ósérplægni margra ágætra manna, sem unnað hafa skólanum af alhug og breytt eftir því. Skólinn mun blessa minningu þessara manna og halda nafni þeirra á lofti, á meðan hann verður til sem skóli. Það fær okkur líka sérstakrar gleði, að ein mesta bardagahetja þessa skóla heldur hér um stjórnvölinn, okkar ágæti skólameistari, Sigurður Guð- mundsson. Örlög þessarar stofnunar, frá því að hann hóf starf sitt við hana, hafa verið samofin örlögum hans, sorg og gleði skólans er sorg og gleði Þessi mynd, sem hér birtist, sýnir Sigurð skólameistara Guðmunds- son, er hann Iagði hornstein hins nýja heimavistarhúss 14. nóv. sl. Við hlið hans sést Stefán Reykjalín, yfirsmiður, gamall nemandi þessa skóla og mikill forgöngumaður um smíði Útéarðs á sínum tíma. Við óskum honum, okk- ur sjálfum og skólaæsku framtíðar- innar til ham- ingju með hornsteininn, sem lagður verður á morgun, hornsteininn að framtíðarhöllinni okkar nýju. * „Rístu og sýndu sæmd og rögg! Sól er í miðjum hlíðum. Dagsins glymja hamarshögg. Heimurinn er í smíðum.“ Um gjörvalla jörð er nú ekki hugsað um annað meira en sköpun hins nýja heims, sem betri á að verða og feg- urri en sá gamli. Ýmislegt er reynt að gera í þessu skyni, hvort sem árangur- inn verður jafngóður og vonir hinna göfgustu manna standa til. En eitt er víst og það er, að framtíð heimsins og einstakra þjóða hvílir á herðum fólks- ins sjálifs, menningu þess, þroska og g'öfgi. Ef hægt væri að skapa nýtt og betra mannkyn, yrði heimurinn um leið betri. Öll viðleitni í þá átt er því spor til betra vegar. Þær þjóðir, sem einhvers eru megn- ugar nú, eru því ákaft að stuðla að bættum lífsskilyrðum og kjörum æsk- unnar og aukinni menntun hennar og menningn, því að æskan í dag er sú kynslóð, sem á að bera hita og þunga morgvmdagsins. hans. Starf |skólameistara hefir orðið giftudrjúgt þessari stofn- un. Við nem- endur viljum því af alhug óska honum til- hamingju með árangur- inn af starfi ‘hans.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.