Muninn

Árgangur

Muninn - 07.10.1971, Blaðsíða 4

Muninn - 07.10.1971, Blaðsíða 4
Leiðari ráðherra og berst talið þar m. a. að því hvort ekki sé nauð- synlegt að hin nýja stjórn hafi með sér í raðuneyturium og utan þeirra ráðgefandi starfshópa. Ég vil með þessum leiðara minna á nauðsyn þess að kennslu- formið stirðni aldrei. Kennarar og nemendur verða stöðugt að leita að nýjum fullkomnari aðferðum sem henti kennsl- unni betur. Persónulega tel ég að þetta vinn'u-form (lærdóms-form), sem ég hef hér gert að umræðuefni, sé afarmikilvægt og það sem koma muni. „Við drögum þá ályktun, að lífsbaráttan og atvinnulífið sé farið að krefjast reynslu í hópstarfi. Því er það beinlínis skylda skólans að kynna mönnum hópstarfið og koma því á hið allra fyrsta.“ x) Ritstjóri. 1) „Um starfshópa“ grein sem birtist í Skógræktarblaðinu (3. t!bl. 43. árg., bls. 9) eftir starfshóp sem í voru: Steini Gunnars., Ingi Vil'hjálms., Tóti Matt. og ég. Frjálst’ framtak 8kóg:ræktarblaði ð Framhald af bls. 3 um ferðina. En samt er þetta á þessum vetri eru vel þess virði ágæt lesning. Eins og Högna að þær væru teknar til umræðu, grein, þannig ættu allir ferða- og helzt með einhverjum ár- pistlar að vera. Magnús er 'hins- angri. vegar heiðarlegastur. FramJiald af blaSsíSu 1. Framhald af bls. 1. gengur inn í kennslustofuna. Á það 'ber líka að minnast, að með þessu móti getur þú komið þér í mjúkinn 'hjá kennaranum, sem er afar mikilvægt, eins og 'bent hefur verið á. Eins er þó að gæta, og það er, að ekki eru all- ir kennarar hrifnir af þessum sið. Þetta eru einkum svokallað- ir „frj álslyndir“ kennarar. Því hlýtur ávallt að vera dálítið mats atriði, hvort rækja ber umrædd- an sið. En sem betur fer, eru þessir „frjálslyndu“ kennarar sárafáir í þessum skóla. EINN ER sá þáttur í skólalífinu, sem kosningar nefnist. Eru 'þar misjafnir menn í framboðum. Sumir tala frekt, og þykjast vilja breyta öllu (eins og það hafi eitt- hvað upp á sig !). Aðrir fara sér hægt og að engu óðslega, heldur ígrunda málin. Þér er fyrir heztu að styðja ætíð hina varfærnari menn. Með þeirra forsjá er öllu borgið. Það hefur alltaf sýnt sig, að öruggasta leiðin er stígur sá, sem beljur tímans tróðu. Eins skalt þú á málfundum, ef þú sérð þig tilneyddan að taka til máls, ætíð hiðja menn að sýna still- ingu og gæta virðingar skólans. Það verður aldrei of oft sagt. Undir umræðum skalt þú jafnan klappa fyrir hinum varfærnari mönnum. Blaðið Framhald af bls. 3. Skógræktarblaðið) og 4—8 hlöð í þessu formi. Eins og síðustu uppl. bera með sér er þétta allt á 'huldu ennþá enda hefur rit- nefnd ekki komið saman ennþá auk heldur sem þetta fer eftir þörf manna til að skrifa í blað- ið. Næsta 'blað, sem verður vænt- anlega í líkingu við þetta, kem- ur út eftir 2—3 vikur. Ritstj. Það sem ihér hefur verið sagt, er alls ekki að nauðsynjalausu. Sannleikurinn er sá, að með þessu færðu það orð á þig, að þú sért einn varfærnasti nem- andi skólans. Slíkur orðrómur nær án efa eyrum þeirra aðila, sem mestu ráða um gæfu þína og gengi. Þar með hefur þú treyst aðstöðu þína svo, að örð- ugt myndi reynast að hrófla við þér. Það er ætíð talið nemanda til kosta, þegar hann þekkir tak- mörk sín. Við segjum þetta hér, af því að sumir nemendur viljá vasast í þjóðmálum og jafnvel alþjóðamálum. Sjá þó allir 'hin- ir varfærnari menn, hve það er hlægilegt. Spyrja má: Hvað kem ur þeim þetta við? Auðvitað eiga nemendur ekki að skipta sér af því sem þeim kemur ekki við. Þeir eiga að stunda sitt nám. Og þar fyrir utan vita þeir ekkert um það, sem þeir eru að gaspra um. Ber öllum 'hinum varfærn- ari mönnum að sýna mikla var- færni í þessum efnum. UNGI VINUR, það er margt, sem nauðsynlegt er að festa sér í minni. Eitt er það, þegar 'hæst- virtum skólameistara þóknast að kalla á sal. Þá skalt þú skunda för þangað. Mikilvægt er að koma það snemma, að þú getir verið þátttakandi í hinu 'hátíð- lega lófaklappi, er skólameistari gengur í pontu. Mundu eftir að klappa einnig lengi og rækilega, þegar hann hefur lokið máli sínu. Ef ræða okkar virðulega meistara er ein'hvers konar and- svar við rógi og skætingi komm- anna í skólanum, þá er sérstak- lega áríðandi að fagna meistara ofsalega, og yfirleitt þegar meist ari gagnrýnir og fjallar um nið- urrifsmennina í ræðum sínum, sem er mjög algengt, sem betur fer. í þessu sambandi viljum við segja þér, ungi vinur, eftirfar- andi: Það hefur verið háttur góðra nemenda að endurtaka og útbreiða við skólasystkini sín nokkur mikilvægustu atriðin úr ræðu meistara. Það hefur sýnt sig, að það er mjög mikilvægt fyrir góða nemendur að hafa sömu skoðun á málunum og skólayfirvöld. Eins og þú getur eflaust nærri er oft erfitt fyrir skólayfirvöld að láta til skarar skríða gegn óæskilegum óeirðaseggjum, sér- staklega ef þeir hafa ekki brotið beinlínis af sér nein lög. Þess- vegna hefur það komið fyrir, að skilningsgóðir ágætis nemendur hafa gengið fram fyrir skjöldu í baráttunni gegn þessum æsinga mönnum. Eins og oft vill verða eru kommarnir séigir við að villa á sér heimildir og lauma sér þannig inn í áhrifastöður í skólafélaginu. Viljum við leggja þunga á'herzlu á það, að þú, ungi vinur, fylkir þér fast um þessa ágætis nemendur ('hina var- færnu) í 'baráttunni við niður- rifsmennina. Trúa máttu því að kommarnir svífast einskis, þegar þeir eru að sinni iðju. Þess vegna hefur þeim iðulega tekizt að pota sér inn í lykilstöður í félagslífi nemenda, eins og áður sagði. Viljum við því 'biðja þig lengstra orða að fara að öllu með gát og vera einstaklega var- færinn gagnvart þessum undir- róðursmönnum. (T. d. má oft þekkja þá á klæðaburði og hára- fari.) Eitt af gleggri dæmum um óvarfærni nemenda er skólablað ið. Þannig er nú ástatt þar, að hvert rúm er skipað púra komm únista. Ástæðan fyrir því að ég get fullyrt þetta er sú að þeir hafa allir lýst því opin'berlega yfir, að skrif um pólitík séu .æskileg í skólablaðinu. Þeir 'hafa meira að segja hvatt menn ákaft til þess að skrifa í skóla'blaðið um pólitík ! Þarf hér frekari vitnanna við? Er þessi óvar- færni nemenda því grætilegri að þessir menn geta hæglega eyði- lagt 'blaðið með sínum æsinga- skrifum um pólitík, svo ekki sé talað um virðingarleysi þeirra fyrir skólanum og öllu því sem honum er heilagt.'Einnig er virð ingarleysi þessara manna fyrir ýmsum hefðum blaðsins óþol- andi. Þannig hafa þeir nú upp á síðkastið látið ljósrita 'blaðið á nauðaómerkilegan pappír í stað 'hins vandaða glanspappírs, sem það var prentað á hér áður fyrr. Einu rök þessara manna eru þau,að pappírinn skipti ekki máli, fyrst nýja formið gefi meiri möguleika! Sér hv'er mað- ur ’hvílík vitleysa þetta er. Pappír inn er náttúrlega 'höfuðatriðið. Þegar svona 'hörmulega tekst til um kosningar í stjórn blaðs- ins er ekki nema um eitt að ræða. í 'hvert skipti sem blaðið kemur út, skaltu taka þitt eintak og rífa það í tætlur, án þess svo mikið sem líta á það. Með því sýnir þú aukheldur gott for- dæmi. Félag lýSrœSissinna. SPÁNARFERÐ. Ótrúlega fimm- tugt. Þá kemur það: ÍSLENZK MENNING. Hressilega skrifað, og fullt með gálgalegum athuga semdum: „Þetta stafar auðvitað af menningarkomplex þjóðar- innar, sem á sér sögulegar rætur og öllum er kunnur.“ Það, sem slævir þessa grein eru grimmi- legir fordómar: „En raunveru- lega má segja að 90% af mál- aralist sé 'helvítis kukl og ekkert annað, og afgangurinn 'bölvað rusl.“ Einn góður og K'ERLINGA- BÆKUR OG KALKAÐIR LES- ENDUR. Úrdrátturinn úr græn- kápubókinni er góð uppistaða í sj ónvarpsleikrit, en hvern skratt- an ertu að skipta þér af kynlífi bókaútgefenda? Mér er hreint ekki ljóst hvernig svona bókaút- gáfa gæti verið „tilræði við ís- lenzka menningu“ (megi'hún- hvílaífriði), eða „'bein atlaga gegn þj óðarsálinni.“ Taktu heldur fyrir Batman og Green Berrets 'blöðin, sem 'hinir og þessir 'bóksalar panta úr útland- inu handa krökkunum. REGLUGERÐIN. Vonandi, að einhver geri eitthvað með þetta. TRÚARTJ ÓÐUR. Er eymdin uppmáluð. Fjórar næstu síður eru geysi- lega góðar. Ef maður hefði greinar sem þessa um þessa kalla sem skaga upp úr í kvikmynda- gerðarlistinni og gæti séð mynd- irnar þeirra í nokkurnveginn réttri röð, 'hvílík lifun væri það þá. UMRÆÐA. Á undan henni, sjáðu þá pínulitla vísukornið kórónaða, á sömu opnu, efst hægra megin. Þetta er snilld, og öll hin stóru orðin í stafrófsröð. Umræðan sjálf. Lifandi orð í tíma töluð og prentuð, um mál- efni, sem fyrir löngu ætti að vera komið á 'hreint. Mjög vel unnið samtal. NAUTAAT. Ég ætla ekkert að segja um þetta efni, þá færi ég bara að æsa mig. (Kannski ágætt eftir alla lognmolluna.) Myndin fyrir neðan er sérdeilis- Iega lifandi og góð. MARCUS STONE. Það er 'bara svona....? LATNESKA AMERÍKA. Þetta ætti hver maður að lesa, og lesa aftur. Furðulegt hvað ein síða getur sagt mikið. UM SKÓLABLAÐIÐ (OG DU- LÍTIÐ FLEIRA). Það er stolt í þessu, kraftur og safi. Áfram svona. „FÆREYINGAR ERU FRÆND UR OKKAR!“ Manneskjulegra og eðlilegra en öll þessi dipló- matisku, vinsamlegu samskipti. ATH.S. VIÐ SKRIF ... skýrir sig sjálft. Þá er ég komin að BLAÐRÝN- INNI. Það væri bara þó nokkuð langsótt að vera nokkuð að gagn rýna gangrýni, sem m. a. felur í sér gagnrýni á síðustu gagn- rýni. UM BETLIÞJÓNUSTU. Rétt. Hörð og góð grein, penninn í fluggír allan tímann og ekki einn einasti dauður punktur. Hroða- lega eru þetta Ijótar kókflöskur þarna. „NÚ ER ÉG MÁTULEGUR.11 Jæja? •Næst greinar, allar UM N'EM- ENDASKI'PTIN eru sennilega nauðungarvinna: Skilaðu grein KEILUBRAUTIN. Hárbeitt. Það er víst rétt, sem einhver sagði í símtól, að það 'hefði þurft að fylgja svolítið um Borchert sjálfan. Það kemur að því. Vonandi. Þessi opna er þrumugóð. Berðu óð sköpunar saman við Gylfaginningu. Furðu legt? Sú næsta, 2x2 HUGTÖK er engu verri, afdráttarlaus og föst fyr- ir. Ekki bara slagorð eins og svo margt í þessum dúr. Og síðast, (ah!) DIMITTENT- AR KVADDIR (með trega og tárum). Það er eins og ég hafi heyrt þetta allt saman áður. í þessu er ekki ein einasta ný hugs un, ekkert ferskt, ekkert rót- tækt, bara orð og andfúl orð. Stafar sennilega af því hversu margir eru búnir að japlast á þeim og sjúga úr þeim safann sér til 'heilsubótar, án þess að láta nokkuð í staðinn. Eiki, það er ekki nóg að segja „lifi 'byltingin“. Ef því er ekki fylgt eftir með ein'hverju sterk- ara, verður þetta aldrei meira en slagorð. Þú getur gert meira, — af hverju gerirðu það þá ekki? Ég gleymdi að segja frá því að það er óþolandi leiðinlegt, að sjá orðum út um allt blað skipt milli lína eftir 'hentugleik rit- vélarinnar. 29. sept. Björg Óladóttir.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.