Muninn

Årgang

Muninn - 01.02.1975, Side 2

Muninn - 01.02.1975, Side 2
VIÐTÖL VIÐ FRAMBJÓÐENDUR Þriðjudaginn 25. febrúar verð ur kosið í embætti innan skóla- félagsins. Kosið verður um 10 manns, sem bjóða sig fram í 5 embætti en 8 manns eru sjálf- kjörnir. Það eru Haraldur Ingi, Benedikt Benediktsson Benedikt Benediktsson býður fram sem ritara skólafélagsins HUGINS. — Af hverju býðurðu \ng fram í þetta embœtti? — Eg hef nú starfað í Hags- munaráði og fleiru er lítur að félagslífi skólans. Eg ætla að reyna að lífga skólafélagið við, koma því af stað. Það hefur verið dautt um langan tíma og efiaust hægt að gera margt mj ög vel. — Eru það einhver sérstök mál, sem þú vilt beita þér fyrir ej þú nœrð kjöri? — Það er eins og ég segi, það þarf að hressa upp á skólalífið, gera það fjölbreyttara. Það má nefna til dæmis að málfundir hafa verið að miklu dauðir síð- ustu misseri. — Telur þú að nemendur liaji nwg völd í skólanum? — Að vissu marki. En þó tel ég, að nemendur eigi að hafa meiri völd um val námsefnis og námsbóka. — Telur þú jullyrðingu Stein- ars Frímannssonar rétta, að nú- verandi stjórn Hugins hafi verið eins og „sofandi sauðir?“ — Um stjórn Hugins get ég ekki sagt en að mér finnst held. ur lítið hafa komið frá þeim. — Telurðu þig hafa mögu- leika að ná kjöri? — Við skulum láta kjósendur dæma um það. — Engin loforð eða livatn- ingarorð að lokum? — Maður lofar engu, en reyn- ir að gera sitt besta. Sveinn Guðmundsson Sveinn Guðmundsson. Býður sig fram sem ritara skólafélags- ins HUGINS. — Af hverju býðurðu þig fram í þetta embœtti? — Fyrst og fremst vegna þess að ég hef áhuga á að starfa með mönnum í stjórn Hugins, og þá sérstaklega að starfa að félags- málum. Eg tel að félagsmálin liafi verið í ládeyðu síðasta kjör- límabil. Stafar það að nokkru leyti af því að undirdeildirnar voru lagðar niður á síðasta ári. En ég er ekki persónulega á móti því að undirdeildirnar hafi ver- ið lagðar niður, heldur vil ég að sem verður næsti formaður Hug ins, öll ritstjórn Munins þ. e. a. s. Guðmundur Rúnar, ritstjóri, Tryggvi Hansen, Steinunn Kol- beins og Ása Lovísa Aradóttir, fulltrúi 3ja bekkjar í Hagsmuna- eitthvað komi þar í staðinn. — Eru það einhver sérstök mál, sem þú vilt beita þér fyrir ej þú nœrð kjöri? — Það er eins og ég sagði áðan; að félagsmálum, þ. e. a. s. aukinni virkni í félagsmálum. Svo er það auðvitað hagsmuna- barátla nemenda. — Telurðu nemendur hafa nœg völd í skólanum? — Alls ekki. Ég vil taka það skýrt fram að ég er á móti því að þau völd, sem nemendur liafa núna verði minnkuð. Vil ég benda á í þessu sambandi að menntamálaráðuneytið fór þess á leit við yfirstjórn skólafélags- ins að lagaákvæði í lögum fé- lagsins yrði breytt, þannig að ekki yrði kosið í skólastjórn heldur yrði fólk valið í það af Hagsmunaráði. Þetta tel ég mjög slæmt þar sem þarna er verið að svipta nemendur því lýðræði, að fá að kjósa menn í trúnaðarstöður. — Telur þú þá fullyrðingu Steinars Frímannsson rétta að núverandi sjtórn Hugins hafi verið eins og „sofandi sauðir?“ — Ég tel ekki, að þeir hafi verið eins og sofandi sauðir, en hins vegar tel ég, að þeir hafi mátl gera miklu meira og þá sérslaklega í félagsmálastarfsem- inni. Þeir hefðu gjarnan mátt halda málfundi. Aftur á móti hef ég heyrt að tveir menn hefðu boðist lil að halda málfundi eða stjórnmálakynningar hér í skól- anum. Þessir tveir voru Benedikt Benediklsson og Einar Birgir Sleindórsson. En það hefur ekk- ert heyrst frá þeim, að svo miklu Ieyti sem ég veit. — Telurðu þig hafa mögu- leilca á að ná kjöri? — Ég lel mig auðvitað hafa möguleika að ná kjöri. G. R. H. Anna Guðný Aradótlir Anna Guðný Aradóttir býður sig fram sem forseta Hagsmuna- ráðs. — Af hvcrju býður þú þig fram? — Fyrst og fremst vegna þess að ég hef mjög mikinn áhuga á íélagsmálum. — En af hverju býður þú þig fram í Hagsmunaráð? — Af því ég tel starfsemi Hagsmunaráðs vera grundvallar starfsemi í skólanum. Það er mjög mikilvægt að starfa fyrir ráði, sem verður Sigríður Á- gústsdóttir, og endurskoðendur, sem verða Bragi Guðmundsson og Helgi Skúta. Um önnur embætti verður, eins og áður segir, kosið. Rit- hinn almenna nemanda í skól- anum og reyna að aðstoða þá við að ná fram rétti sínum gagnvart yfirvöldum skólans. Mér finnst forseti Hagsmuna- ráðs vera mikilvægara og valda. meira embætti en formaður skólafélagsins. — Hefurðu hugsað þér að beita þér fyrir einhverjum sér stökum málum? — £g hef áhuga á því að hjálpa nemendum að ná fram sínum rétti og að koma í veg fyrir að gengið sé á þeirra rélt. — Og þú telur sem sé að þú getir best stuðlað að því sem jorseti Hagsmunaráð's? — Mér finnst það tvímæla- laust vera rétti staðurinn til þess. — Telur þú nemendur hafa nœg völd í skólanum núna? — Mér finnst ekki gott að svara þessari spurningu beinl. Það má segja að þeir hafi næg völd svo framarlega, sem þeir ná rétti sínum án þess að þurfa að vera með uppistand eða ves- en. — Eg hef heyrt að þú hafir verið beðin um að bjóða þig fram sem formaður Hugins áður en þú varst beðin að bjóða þig fram sem jorseti Hagsmunaráðs. Er það rétt? — Já, það er rétt. Ég vildi þða hins vegar ekki af því að Haraldur Ingi var þá búinn að bjóða sig fram og ég tel hann injög góðan í þetta embætti. Ég styð hann algerlega. — Mig langar til að spyrja þig einnar spurningar í sam- bandi við núverandi skólafélags- stjórn. Steinar Frímannsson kast aði þeirri fullyrðingu fram, að núverandi stjórn hafi verið eins og „sofandi sauðir“ hvað fram- kvœmdir og stjórn snerti. Ertu sammála því? — Félagslíf hér í skólanum var nállúrlega komið ansi neðar lega. Það þyrfti eitthvað róttækt að gera. Þó finnst mér nú satt að segja að þetta sé að stefna í rétta átl, en hvort stjórn skóla- félagsins á einhvern þátt í því er ég ekki viss um. Ég held að hún liafi samt staðið sig sæmi- lega. — Hefurðu einhverja skýr ingu á þeim félagslega doða, sem ríkir í skólanum í dag? Kemur hann utan frá eða innan frá? — Þetta er ekkert frekar hérna í skólanum. Þetta er al- mennt fyrirbæri. Fólk nú til dags er svo mikið fyrir ða láta aðra skemmta sér. Það fer inn stjórn Munins ákvað, þegar Ijóst var að nokkur kosningabarátta yrði, að taka viðtöl við alla fram bj óðendur sem kosið verður um. Ætlunin er, nú þegar ég skrifa þessi orð, að þetta blað komi á einhverja samkomu eða skemmtun og býður eftir að þar komi fram einhver, sem gerir eilthvað sniðugt eða skemmti- legt, sem það getur haft ánægju af. Það virðist vera erfitt að fá fólk til að taka nógu mikinn þátt í hlutunum sjálft. Mitt aðal vandamál sem formaður 5ta bekkjar hefur verið að fá fólk til að starfa. Það er þó oftast allt í lagi þegar á hólminn er komið, erfiðast er að koma fólki af stað. Það er stórt vandamál, hvað vinnan lendir á fáum. Svo er þeim kennt um, ef eitthvað fer úrskeiðis, jafnvel þó svo sé alls ekki. — Þú ert jormaður 5ta bekkj- arráðs. Þreytir það starf þig ekki neitt? -— Jú, það er voðamikið að g era en mér finnst mjög gaman að því. Ég hef mjög mikinn á- huga á því að starfa að þessu. Þótt það taki kannski tíma frá einhverju öðru sé ég alls ekki eftir því að hafa tekið þetta starf að mér. -— Heldur þú að liinn félags- legi doði sé að’ hverfa? — Það er ekki algerlega kom- ið í ljós, en ég vona það samt sem áður. Ég held að þetta sé að byrja að lagast. — Langt er nú liðið síðan kosningar voru haldnar í skólan- um. Hvernig leggjast þessar lzosn ingar í þig ? — Vel. Mér finnst voða gam- an að því að það skuli vera kosn ingar. Það vekur fólk til um- hugsunar og gerri svolítið skemmtilegan anda. Það á sinn þátt í þvi að ég bauð mig fram að ekki yrði sjálfkjörið. — Ertu ekki lirœdd við' per- sónulegar árásir í kosningunum. — Persónulegar árásir eru voða vitlausar og ég hef ekki hugsað mér að nota þær í minni kosningabaráttu og þá vona ég að þær verði ekki notaðar gegn mér. — Ertu bjartsýn á að þú vinn- ir sigur í kosningunum? — Ég veit ekki hvað skal segja, annar hvor aðiiinn tapar náttúrlega. — Eru engin sérstölc fyrirheit sem þú getur gefið? — Ég vil nú ekki gefa nein kosningaloforð, þótt það sé gam all siður. Einhvers staðar stend- ur að það sé best að lofa engu, því þá svíki maður ekki neitt. Ég lofa þó a. m. k. að gera mitt besta. G. R. H. / ING. út á mánudagsmorgun og síðan verði kosningafundur á mánu- dagskvöld. Viðtölin eru víst til lítils ef þau koma ekki fyrr en eftir kosningar. ÍNG. ■■■■aasnHBH) Sigurrós Edda Jónsdóttir býður sig fram sem fulltrúi 4ða bekkjar í Hagsmunaráði Hug- ins næsta kjörtímabil. —■ Af hverju býður þú þig jram? — Ég var beðin þess af frá- farandi stjórn og þar sem ég hef þó nokkurn áhuga sá ég ekki ástæðu lil annars en að verða við þessari beiðni. -— Eru það einhver sérstök málefni sem þú hyggst beita þér fyrir, verðir þú kjörin? — Að sjálfsögðu það mál, að fá ríkið til að greiða mötuneyt- iskonunum laun og e. t. v. einn- ig að berjast fyrir því að fella niður einingar fyrir mætingar. Annars held ég að lítið þýði að vera að gefa einhver kosn- inga loforð fyrirfram því að þau eru yfirleitt alltaf svikjn. — Telurðu nemendur haja nœg völd í skólanum? — Nei! —-1 hvaða formi telur þú auk in völd eiga að birtast? — Fyrst og fremst að þær nefndir nemenda sem á að heita að ráði einhverju fái að ráða einhverju í raun. — Við hvaða nefndir átlu? — Ég á nú fyrst og fremst við fyrrverandi mötuneytisstjórn sem mér hefur heyrst af þeim í henni voru að liafi litlu fengið að ráða. — En telur þú að fulltrúar nemenda í skólaráði ráði nœgi- lega miklu? — Ég þori ekki að segja um það því að ég þekki ekki inn á þau mál. — Hvað viltu segja um þá fullyrðingu að stjórn Hugins haji verið eins og „sofandi sauð- ir“ í vetur ? — Sofandi sauðir er nú held ég fullmikið sagt. Að vísu var ég svolitið svekkt yfir því, að stjórnin skyldi ekki drattast til að gefa út skólafélagsskírteini. Ég hef nú ekki verið hér nema á annan vetur og hef því lítinn samanburð, ef við tölum um fé- lagslifið. -—Hvaða möguleika telur þú þig hafa á að ná kjöri? — Ég veit það ekki. Það get- ur brugðið til beggja vona. 2 - MUNINN

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.