Muninn - 01.02.1975, Side 3
ÞorlákiM1
Sigtryggsson
Þorlákur Sigtryggsson býður
sig fram sem gjaldkera Hugins.
— Af hverju býður þú þig
jram?
— Það er nú af ýmsum ástæð-
um. Eg hef verið hvattur til þess
af ýmsum vinum mínum. Svo
langar mig nú til að fara að
gera eitthvað til gagns hér í fé-
lagsmálum í skólanum.
— Eru það einhver sérstök
mál, sem þú hyggst beita þér fyr-
ir ef þú nœrð kjöri?
> — Starf gjaldkera er nú aðal-
lega í því fólgið að færa reikn-
inga skólafélagsins vel og sam-
viskusamlega og hef ég nú a. m.
k. hugsað mér að standa í mínu
stykki.
— Telur þú nemendur hafa
nógu nvkil völd í skólanum?
— Mér finnst þetta ágætt eins
og þetta er. Teldi það þó ekki
saka að þau ykjust frekar en
hitt.
— Hvað vilt þú segja um þá
fullyrðingu Steinars Frímanns-
sonar, að stjórn Hugins hafi ver
ið eins og „sofandi sauðir“ í
vctur?
— Þetta á ef til vill við um
suma meðlimi sjtórnarinnar. Ég
tel því að þetta sé ekki að öllu
leyti rétt.
— Hvað er það sem er rangt
við þessa fullyrðingu?
— Mér finnst þetta fulldjúpt
tekið í árina. Þetta er fullgróft
orðalag. Steinar hefði bara átt
að beita sér íyrir vantraustsyfir-
lýsingu á stjórnina, en það hefur
hann hins vegar ekki gert.
— Finnst þér líklegt, að sú
vantraustsyfirlýsing hefði verið'
samþykkt?
— Nei, ég hef reyndar ekki
trú á því. Ég tel lika að það
hefði verið ósanngjarnt gagn-
vart sumum meðlimum hennar,
sem hafa starfað mjög samvisku
samlega.
— Hvaða möguleika telur þú
þig hafa á að ná kjöri í þetta
embœtti?
— Það er ekki gott að segja
um það. Mótframbj óðandi minn
er, að mínu áliti, mjög hæfur
maður. Ég vil éngu spá um, hvor
okkar vinnur. ING.
Sigurðjur
Sigfússon
Sigurður Sigfússon býður sig
fram sem forséta Hagsmunaráðs.
— Af hverju býðurðu þig
fram í þetta embœtti?
— Ég býð mig fram í þetta
embætti vegna þess að ég hef
áhuga á að starfa að hagsmuna-
málum nemenda og svo eru það
ýmis mál sem ég hef áhuga á að
nái fram að ganga. Eins og t. d.
ályktun síðasta LIM-þings um
mötuneytismál, sem er að mínu
mati mjög mikilvæg. Ég mun
reyna allt sem í mínu valdi
stendur til þess að hún nái fram
að ganga því hún hefur mjög
hagkvæmt gildi fyrir okkur sem
borðum í mötuneytinu. I sam-
bandi við Böksöluna finnst mér
að ætti að koma á föstu formi
á innkaupum kennara og á þeim
pöntunum sem þeir leggja inn.
Mér skildist að Bóksalan liggi
nú uppi með miklar birgðir af
óseldum bókum. Þessu þarf að
breyta og það sem allra fyrst.
Og svo eru það ýmis önnur mál,
sem þarf að leiða til lykta á far-
sælan hátt.
— Þú ert nú búinn að gefa
svör við nœstu spurningu minni,
er hljóðaði upp á þau mest að-
kallandi mál, er lægju þér á
hjarta, ef þú nœðir kjöri. En í
framhaldi af því, sem þú sagðir
hér að framan, langar mig að
spyrja þig, hvað þér finnst um
félagslífið í skólanum, og hvað
hœgt vœri að gera í þeim til
úrbóta?
— Mín afstaða liggur mjög
skýr í þessu máli. Ef ég næ kjöri
og kemst í stjórn skólafélagsins,
þá mun ég eftir fremstu getu
styðja við bakið á þeim félög-
um og áhugamannahópum, er
eitthvað vilja géra. Það er og
mín skoðun, og mun ég beita
mér fyrir henni í stjórn skóla-
félagsins ef ég næ kj öri, að vekj a
upp þann menningarkyndil sem
áður logaði svo glatt á; á ég þar
við Kvikmyndaklúbbimi. Hann
var mikill menningarauki, bæði
í skólanum og í sjálfum Akur-
eyrarbæ og mikill sjónarsviptir
að þurfa að sjá af honum.
— Telur þú að nemendur liaji
nœg völd í skólanum?
— Nei. Mér íinnst það rétt og
eðlilegjt að nemendur liati meiri-
Eluta í skólastjórn. Það mætti
TSET reyna að virkja betur og
beita meira þeim áhrifum, sem
við getum haft með ályktunum
á Sal. Þeim kröfum verður auð-
vitað að fylgja eftir með festu.
— Hejur þú einhverja hald-
bœra skýringu á þeim félags-
doða sem hrjáir nemendur þessa
skóla?
— Þessi félagslegi doði kemur
af því að það hefur ekki verið
stutt nægilega við bakið á þeim
sem eitthvað vilja gera, en úr
því verður tafarlaust að bæta og
það sem fljótast.
— Telur þú þá fullyrðingu
Steinars Frímannssonar rétta að
núverandi stjórn skólafélagsins
hafi verið eins og „sofandi sauð-
• Q<<
irr
— Það má segja, að þessi stað
hæfing Steinars liafi rétt á sér
um stjórnina í heild. Hitt er svo
annað mál, að einstakir með-
limir hennar hafa starfað mjög
vel og vil ég þar fyrstan telj a rit-
stjórann. Ritstjórn hefur starfað
með ágætum í vetur. Eins for-
seti Hagsmunaráðs, þó svo að
hann hafi átt náðuga daga. Þau
mál, sem upp hafa komið, hefur
hann leitt til farsælla lykta. Það
er mín skoðun að stjórn skóla-
félagsins hafi verið skipuð mönn
um sem tilheyra tveimur hópum.
Annar hópurinn voru menn, sem
höfðu einhverja reynslu af því
að starfa að félagsmálum eða
hagsmunamálum. Svo er það aft-
ur hópur manna, sem var al-
gjörlega reynslulaus þegar hann
kemur í þessi veigamiklu em-
bætti. Það hefur líka spilað inn
í að þessir menn hafa þjáðst að
þessum félagslega doða, sem
hefur hrjáð og einkennt allt fé-
lagslíf í skólanum síðastliðna
tvo-þrjá vetur.
— Hvernig líst þér á þennan
lista sem þú ert einn frumkvöðl-
anna að?
— 1 heild er ég ánægður með
hann. Tveir menn af þessum
listalista hafa þegar verið sjálf-
kjörnir. Hins vegar hafa þrír af
þessum lista fengið mótframboð.
Það er staðreynd, að við bjóð-
um okkar fram allir af góðum
hug og reynum að gera okkar
besta. Yfirhöfuð tel ég þennan
lista vel skipaðan þó að deila
megi um einstaka menn.
— Telur þú þig hafa mögu-
leika á að' ná kjöri?
— Ég get engu spáð um það,
en það er að sjálfsögðu von mín
að við náum kjöri. Ef svo fer,
sem ég vona, að ég nái kjöri
mun ég leitast við að gæta hags-
muna nemenda í hvívetna. En að
svara því hvort ég nái kjöri er
jo altid et spergsmál.
G. R. H.
Jón S.
Möller
Jón S. Möller býður sig fram
sem fulltrúa 4ða bekkjar í Hags-
munaráði Hugins næsta kjör-
límabil.
— Af hverju býður þú þig
fram? - •_
— Ég mundi segja, að ég byði
mig hreinlega fram af áihuga,
Mig langar til að starfa á Hags-*
munaráði, mig langar til aðj
starfa í bóksölunni, mig langar
til að minnka það bil sem er á
milli yfirvalda skólans og nem-
enda. Mér finnst eins og nem-
endur þori ekki að segja neittj
sama hvað yfirvöld skólans
segja neitt, sama hvað yfirvöld
skólans segja. Yrði ég kosinn
myndi ég ekki vera með með
neinn ofstopa, heldur langar mig
á yfirvegaðan hátt að reyna að
minnka bilið milli yfirvalda skóí
ans og nemenda.
— Hvað að aðferðum hyggst
þú beita til að ná þessu mark-
miði þínu?
— Ég vil ná þessu marki með
því að gera nemendum það ljóst
að þeir eru einhvers megnugir.
Þeir geta verið það og verða það
ef þeir standa saman. Ef kemur
upp eitthvert mál sem allir nem-
endur eru á móti og þeir standa
ekki fast saman rennur allt út í
sandinn fyrir þeim. Standi þeir
saman á rétti sínum, geta skóla-
*~ firvöld ekki gert neitt. Þá verða
au að lúta vilja nemenda. Ég
vil stuðla að því að nemendur
standi betur saman gegn skóla-
yfirvöldum.
Mér finnst að á því hálfu öðru
ári sem ég hef verið hér að nem-
endum standi á sama um allt.
Skólayfirvöld gera þetta,
Tryggvi gerir hitt, og enginn
segir neitt. Menn ræða um þettaj
í löngu frímínútunum, í bekkj-
unum og þar sem menn hittast
að þetta hafi nú verið helvítis
„frat“. Samt gerir enginn neitt.
Ég vil að Hagsmunaráð sé hags-
munaráð og starfi sem slíkt eins
og það á að gera. Það má ekki'
gefa eftir fyrir meistara, þegar
hann segir að menn séu illa upp
aldir eða að menn séu ferkant-
aðir þegar þeir hafa eitthvað á
móti honum. Það má ekki láta
það líðast. Aftur á móti eiga
menn að styðja dyggilega það,
sem skólayfirvöld gera vel.
— Heldurðu, að’ þér takist að
vekja nemendur upp af þessu á-
hugaleysi?
— Tíminn verður að leiða í
ljós, hvernig mér tekst það. Ég
vil gera mitt ýtrasta þó ég vilji
ekki gefa nein kosningaloforð.
— Svo að við víkjum að öðr-
um hlutum, þá langar mig að
lieyra álit þitt á þeirri fullyrð-
ingu Steinars Frímannssonar, að
stjórn Hugins sé „sofandi sauð-
ir, fullyrðingu sem hann setti
fram á skólafundi rétt fyrir jól?
— Það er nokkuð mikið til í
þessu. Þótt ég vilji ekki alhæfa
neitt, skólafélagsstjórnin hefur
vafalaust gert ýmislegt gott,
finnst mér skólafélagið í heild
ekki hafa verið „aktíft1. Mér
finnst að það hafi verið sofandi
en ég vil ekki kenna neinum sér-
stökum um það.
— Er þetta þá kannski fremur
afleiðing af ALMENNU áhuga-
leysi nemenda?
— Já, ég mundi frekar segja
það þó að ég hafi aldrei verið
ánægður með fráfarandi stjórn
skólafélagsins. Ég vil þó ekki
vera með neitt skítkast á ein-
staka menn.
— Að lokum: Hvaða mögu-
leika telur þú þig hafa á að ná
kjöri?
— Eg vona að ég verði kjör-
inn. Ég vil lítið segja um mögu-
leikana, samt held ég að ég nái
a. m. k. álíka mörgum atkvæð-
um og Sigurósk. Ég held að ég
skíttapi ekki fyrir henni.
ING.
Einar Birgir
Sleinþórsson
Einar Birgir Steinþórsson býð
ur sig fram í embætti gjaldkera
Hugins fyrir veturinn 1975—
1976.
— Af hverju býður þú þig
fram?
— Ég býð mig fram af því að
ég hef áhuga á félagsmálum inn-
an skólans og tel mig geta gert
mest gagn með því að bjóða mig
fram í embætti innan Hugins.
— Af hverju velur þú gjald-
keraembœttið?
— Ég hef nú svolítinn áhuga
á fjármálahliðinni og gjaldkera-
starfið hefur alltaf vakið athygli
mína og mig langar til að kom-
ast inn í það og sjá með eigin
augum því að ég hef ekki verið
hrifinn af stjórninni á fjármál-
unum undanfarin ár eins og t. d.
fjárlögunum núna á þessum
vetri. Ég held, að ar hafi verið
einhver vanreikningur á málun-
um, því að skólagjöldin voru
þannig áætluð, að miðað var við
að um 100 manns gengju ekki
í félagið og borguðu þess vegna
ekki gjöldin. Ut frá þessu var
reiknað og ég var hreint ekki
hrifinn af því og vil komast að
til að stuðla að því að þetta
komi ekki fyrir aftur.
— Þú bauðst þig fram í em-
bœtli meðstjórnanda (nú ritari,
aths. sett eftir á, ING) í fyrra.
Telurðu þig hafa meiri mögu-
leika á að vinna að framgangi
mála sem gjaldkeri?
— Já, eiginlega tel ég það. í
fyrra hafði ég nokkurn áhuga á
gjaldkerastöðunni en þá stóð
þannig á, að þáverandi gjaldkeri
gaf kost á sér aftur og ég tel
heppilegt að leyfa gjaldkera að
halda áfram, ef hann vill. Það
er dálítið vont að slíta gjald-
kerastarfið mikið sundur.
— Viltu nefna eitthvert sér-
stakt mál, sem þú hyggst beita
þér fyrir, ef þú nœrð kjöri sem
gjaldkeri?
— Ég hef aðallega hugsað
mér að beita mér fyrir meiri
félagsstarfssemi. Þetta er nú að
lífgast og hefur staðið mjög til
bóta síðan í fyrra en ég vona
að hægt sé að gera betur. Ann-
ars ætla ég nú ekki að gefa nein
sérstök loforð, því einn maður
gerir nú aldrei mikið.
— Telur þú að nemendur hafi
nœg völd í skólanum?
— Þessari spurningu er nú
vandsvarað að ýmsu leyti. Ég \
held að það sé dálítið erfitt_g.ð
veita nemendum meira vald, en
þeir hafá. Þeir hafa eiginlega
"hait tullt vald á sínum félags-
málum, með vissum takmörk-
unum að vísu. Ég held að þetta
frelsi verði að teljast nægt til
þess að skólalífið geti gengið
eðlilega því að það er alltaf
betra að hafa visst aðhald.
—■ Telur þú fullyrðinguna um
að stjórn Hugins sé eins og „sof-
andi sauðir“ sanngjarna?
— Nei, ég tel að núverandi
stjórn sé ekki sofandi sauðir. Ég
held að hún hafi sóað fé sínu
mjög viturlega og stutt hin ýmsu
félög nokkurn veginn eins og
þau hafa beðið um, enda fjár-
hagurinn verið rúmur. Ég held
að hún hafi varið þessu mjög
skynsamlega til að hjálpa félög-
unum að starfa.
— Og að lokum. Hvaða mögu
leika telur þú þig hafa á að ná
kjöri?
— Nú vil ég ekkert segja.
Menn verða að velja á milli. Ég
efast ekki um að mótframbjóð-
and iminn sé einnig ágætis mað-
ur og held að það verði bara
að koma í ljós, hvor okkar vinn-
ur. Þetta er val milli tveggja
hæfra manna.
ING.
G. R. H.
MUNINN - 3