Muninn

Árgangur

Muninn - 01.02.1975, Blaðsíða 5

Muninn - 01.02.1975, Blaðsíða 5
 LITIÐ ÆVINTYRI: Haraldur Ingi DATT í ÞAÐ OG DATT Á ÞAÐ! & Firamhald Frli. úr síðasta blaði Það væri synd að segja, að Páll hafi orðið hissa, er Fríða varp- aði þessari beiðni fram. Hann varð blátt áfram hlessa. En þar sem - hann var enginn aukvisi, áttaði hann sig á vináttunni og brosti sínu blíðasta, spýtti við tannbrodd og mælti: „Svangur rnaður er ei mikill maður, og ei skal það fyrir mér liggja að neita tilvist magans eða hans þörfum, meðan ég einhvers má mín“. Stigu þau nú af baki og settust að snæðingi. Var malur þeirra mikill að vexti og fyrir- ferðarmikill, þó svo að hans hafi ei verið getið fyrr í frásögn þess ari. Gerðist Páll brátt all að- gangsharður við innihald mals- ins og fór svo að lokum að mal greyið minnti helst á menningar- mal grindvíkinga, svo magur var hann orðinn. En eftir að hafa snætt nægju sína, gekk Páll afsíðis á vit musteri viskunnar og KASTAÐI. Síðan fékk liann sér KRÍU. Á meðan á kríunni stóð kom nokkúð einkennilegt fyrir Pál. Hann fór að dreyma. Áður fyrr hafði hann ávallt haldið, og staðið í þeirri góðu trú, að draumur væri ekkert annað en eitthvað óskiljanlegt rugl, sem aðeins gamlar og krumplaðar kerlingarnornir ímynduðu sér. En draumurinn var sem hér seg- ir: Hann dreymir að hann sé staddur heima hjá sér, og labbi í áttina að húsi föðurs síns og móður. Það er frekar rökkvað úti og dauðakyrrð. Það bærist ekki hár á höfði hans og öld- urnar í fjöruborðinu virtust sofnaðar. Það marar óhugnan- lega hátt í skónum er hann geng- ur eftir mannlausri götunni. I annarri hendinni heldur hann á stórri kjötexi. Göngulag hans er rólegt en öruggt. Andlit hans er líflaust, steinrunnið. Hann er svartklæddur frá hvirfli til ilja. Alit í einu stendur hann við útidyrnar. Það marrar svolítið í hurðinni er hann opnar hana hægt og hægt. Hann lokar henni ekki, heldur gengur rólegum skrefum upp stigann og að her- bergisdyrum foreldra sinna. Þar stoppar hann andartak en geng- ur síðan innfyrir og lokar á eftir sér. I stóra rúminu, sem fyrir honum blasir, sofa tvær mann- eskjur vært. Þær haldast í hend- ur og yfir svip þeirra er einhver barnsleg gleði. Tvær gamlar manneskjur sem aldrei höfðu gert neinu lifandi mein og staðið saman eins og einn klettur, jafnt í blíðu sem stríðu. En það er eins og Páll sj ái þetta ekki. Það eina sem hann virðist hafa á- huga á er öxin sem liann heldur á. Hann strýkur hana blíðlega og kyssir hana og tautar einhver gæluorð henni til handa. En and lit hans er jafn líflaust sem áður \Tú gengur hann að rúmi for eldra sinna og reiðir upp öxina Það glampar svolítið á axar blaðið, er dauf birtan í glugg anum kyssir flugbeitta eggina Síðan heyrist smá hvinur ei eggin klýfur loftið og lítill brest ur er hún sekkur í höfuð móðui hans. Heilasleltur og blóð skett ist í allar áttir og hvíti koddinn hennar litast dumbrauðu blóði Faðir lians hafði vaknað við höggið og var risinn upp til háifs er Páll hafði losað exina úr höfði móður sinnar. Gleði- svipurinn var horfinn af andlili föðursins en í staðinn kominn svipur skelfingar og undrunar. Munnur hans er hálfopinn og það er eins og hann geri sig lík- legan til að öskra. En áður en af því verður hvín í egginni. Slær Páll nú eins og golfleikari mundi gera. Kemur eggin lárétt í munn föður hans. Heyrist nú smá brest ur er öxin brýtur tennur gamla mannsins og kjálka og þungur dynkur er eggin kennir viðarins í höfðagablinum. Sleppir Páll þar exinni og skilur við föður sinn. Það vottar ekki á neinni svipbreytingu í andliti Páls er hann gengur út. Allt fas hans er jafn rólegt. Uti fyrir er allt með sömu kjör um og áður. Gengur Páll nú sömu leið og hann kom. En er hann er kominn u. þ. b. hundrað metra frá heimili sínu, verður á vegi hans ung og falleg dúfa, Hvít. Eru af henni báðir fæturn- ir og annar vængurinn. Heldur er hún raunalega á sig komin, þar sem hún liggur þarna á miðri götunni. Gengur Páll al- veg upp að henni og er hann er kominn það nálægt henni að goggur hennar liggur að skótám hans, lyftir hann hægri fætinum og leggur hann síðan hægl en rólega niður, með hælinn að höfði dúfunnar. Kremur hann nú dúfuna með hælnum, eins og hann væri að drepa í sígarettu- stubb. Er þá eins og honum létti allt í einu. Roði færist í andlit hans og skjálfti fer um líkama S hans. Það er eins og hann yngist '■ upp. Svörtu fötin gufa upp og í : staðinn er hann kominn í bláar gallabuxur og gráa peysu. Göngulagið verður mun frjáls- ara og að lokum hleypur Páll, sem leið liggur út úr bænum og upp í fjallshíðina fyrir ofan bæ- inn. Þar valhoppar hann eins og lítið barn; syngur gömul lög, sem hann lærði á unglingsárum sínum, og gerir að gamni sínu. Brátt gerist hann þreyttur og leggst síðar á bak við stóran stein. Áður en hann veit af, er hann sofnaður. En ekki hafði hann sofið lengi, þegar hnippt er i vinslri öxl hans og yfir hann grúfir sig gamall öldungur. Páli verður mjög hverft við, en er hann sér góðmannlegt svip- mót gamla mannsins, róast hann. Gamli maðurinn bendir honum að fylgja sér. Ganga þeir nú lengra upp fjallið þar til þeir koma að skúta einum miklum, sem Páll kannast nú ekkert við, þó þóttist Páll nú þekkja þetta fjall mjög vel. Er inn í hellinn er komið, býður öldungurinn honurn sæti og réttir að honum drykkjarhorn fornt er fullt var af víni. Bergir Páll nú á og þykir gott. Gamli maðurinn sest nú gengt honum og horfir fast á Pál. Horfir hann nú góða stund á Pál án þess að segja aukatekið orð. En skyndilega réttir hann úr sér í sætinu, kross leggur á sér fæturna og segir: „Páll, mundu nú vel það sem ég ætla að segja þér, þegar þú vaknar. Losaðu þig við þennan kvenmann sem þú ert með. Hann mun leiða mikla óhamingju yfir þig. Það sem þig dreymdi að þú gerðir áðan, að drepa for- eldra þína í svefni; tilfinningin sem yfir þig myndi koma, ef slíkt yrði gert alveg eins af ein- hverjum óvina þinna, mundi tröllríða tilfinningalífi þínu og laugum. Eg tala því mður ekki af eigin raun, en ég ber hag þinn fyrir brjósti og vil ég þér vel, þess vegna boðaði ég þig á rninn fund. Ég næ ekki til þín nema í gegnum draum, en ég veit þitt álil á draumum, þannig að ég vil helst ekki gera mikið af því. En gerðu það sem ég ráðlegg þér. Það er þér og þín- um fyrir bestu. Allt annað mun leiða iil skelfingar.“ Lengri var draumurinn ekki. F. R. H. — Hvað finnst þér um LÍM, núna um þessar mundir? Eigum við að segja okkur úr samtök- unum? — Það er auðvitað alveg lj óst að þegar engin samstaða er inn- an samlaka eins og LIM, þýðir ekkert að vera að taka þátt í því samstarfi. Að mínu viti rýra þessir skólar sem standa fyrir þessari vitleysu að ekki megi minnast á pólítík innan samtak- anna, samtökin ansi mikið. Það er ekki hœgt að reka samtök eins og LIM, án þess að starfsemi samtakanna komi pólítík neitt við. Það er fáránlegt. — Hvað viltu segja um það, sem lialdið hefur verið fram, að fulltrúar nemenda, t. d. á LÍM- þingum, megi ekki láta í Ijós pólítíska skoðun sína ? •— Það er auðvitað fáránlegt að halda því fram, að málsvar- ar nemenda eigi að vera hlut- lausir í öllum málum. Við getum tekið dæmi um það, þegar við ákváðum að kaupa bækur af bóksölu stúdenta í stað þess að kaupa þær af bóksölum. Það er auðvitað þeirra hagsmunamál, bóksalanna, að selja okkur bæk. ur, það er hagsmunamál verka- lýðsstéttarinnar, að herinn fari úr landinu og Island úr NATO. Ef við berum þetta saman, þá kemur þetta út, að í LIM er leyft að ákveða að kaupa bæk- ur af bóksölu stúdenta, mál sem viðkemur hagsmunum bóksala, en þar er ekki leyft að taka af- stöðu til hagsmunamála almenn- ings í landinu, verkalýðsstéttar- jnnar. — Með hvaða þjóðfélagsstétt telurðu mnentaskólanema eiga samleið með? — Með verkalýðsstéttinni, af því að hún er hið framsækna afl í þjóðfélaginu, sem við hljótum að treystá á, á þessum tímum firringar og misskiptingar auð- æfanna. -— Viltu segja eitthvað að lokum, t. d. í sambandi við' kosn ingarnar? — Eins og menn eflaust vita, er ég efstur á lista sem býður fram í öll embætti. Eg vona, að menn beri gæfu til að velja vel og skynsamlega í kosningunum og kjósi Sigurð Sigfússon sem forseta hagsmunaráðs, Þorlák Sigtryggsson sem gjaldkera og Svein Guðmundsson. Þessir menn, sem verða kosnir í þessi embætli, verða allir í stjórn skólafélagsins. Það er því mjög mikilvægt, að vel takist til um val þeirra. Benedikt t. d., sem býður sig fram á móti Sveini, hefur mér skilist á samstarfs- mönnum hans í stjóm LIM að sé algerlega „passívur“ maður, sem hafi ákaflega lítið í stjórn skólafélagsins að gera. ING / G. R. H. Fréttafilkynningar frá Sturtukór Á æfingu Sturtukórsins í SH-Ak. ureyri 11. febrúar 1975 um kl. 19.00 varð sá einstæði atburður að einn meðlimur Sturtukórsins, Steinar Frímannsson, gerðist an- arktískur í verki og var mjög óþægur og röflsamur við for- fallasöngstjóra kórsins og rak forfallasöngstjórinn hann þá hið snarasta úr kórnum. Aðalsöng- stjóri kórsins, Stefán Jóhanns- son, hefur þegar lýst sig sam- þykkan forfallasöngstjóra og er undirskrift lians hér að neðan því til staðfestingar. Samþykkur, Stefán Jóhannsson, aðalsöng- stjóri (sign) Jafnframt hefur Stefán Jó- hannsson, aðalsöngstjóri, gefið eftirfarandi yfirlýsingu: „Eg hef þegar ráðið Steinar Frímannsson sem producer, mix ara og umsjónarmann þeirra hljóðritana sem kórinn lætur framkvæma á næstunni. Stefán Jóhannsson, aðalsöng- stjóri (sign) SH-Akureyri, 11. febrúar 1975, — Sturtukórinn. Hreinn Pálsson skoðast ekki lengur félagi í Sturtukórnum út af því hann neitaði og þorði ekki að koma fram þegar Sturtu kórinn söng í S. H.. á Carminu- ballinu 11. febrúar s. 1. M. A. 16. febrúar 1975, f. h. Sturtukórsins, Stefán J óhannsson, aðals.stj. (sign ) Auglýsing Sturtukórinn biður þann (eða þá) sem tók(u) myndir í SH-Akureyri á Carminuball inu af Sturtukórnum að hafa samband við einhvern með- lima Sturtukórsins. F. h. Sturtukórsins, Ingóljur A. Jóh. (sign) V V V V VV V V V V V V V V V V V V V V V V % Ý ... ? •• t ? ? X ? ? I I ? ? ? ? I t ? X Eigin þarfir Hvítum kjúkum skjálfandi fálma ég niður. Nú er mér mál og því andskotans sama hvort er Btríð — eða friður. í x I ? 1 ? ? ? ? $ I ? ? ? ? ? ± MUNINN - 5

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.