Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1913, Side 4

Heimilisblaðið - 01.12.1913, Side 4
94 HEIMILISBLAÐIÐ teknu upphæð, er þaS átti að kosta, þó að það væri nokkuð djvrt. Faðir minn var mjög hrifinn af hinu fagra málverki, skrifaði mál- aranum, að kaupin roundu, að öllum líkind- um, takast, því hinum náðuga höfðingja hefði geðjast það mjög vel. Nokkrum dögum síðar fékk faðir minn bréf frá stórhertoganum. I því stóð meðal annars: „Sendið niálverkið aftur til lista- mannsins, eg get ekki keypt það í svipinn, en eg skal minnast hans síðar. Skrifið honum fyrir mína hönd vingjarnlegt bréf, og segið honum, að mér þyki leitt að geta ekki orðið við bón hans“. Þetta voru mikil vonbrigði, bæði fyrir föður minn og málar- ann, og þrátt fyrir hið kurteisa bréf, er faðir minn skrifaði honum, varð hann reiður, en skelti ekki skuldinni á stórhertogann, heldur á saklausa menn, sérstaklega föður minn. Þar sem hertoginn hafði ekki gefið föður minum neitt í skyn, hvetsvegna hann hætti við að kaupa málverkið, vissi hann ekkert «m orsökina; en hann bar með þolinmæði, þó skuldinni væri skelt á hann saklausan, og hann hugsaði sem svo, að það skyldi hann gjarna gera fyrir herra sinn, sem samt sem áður hefði nóg að bera. Faðir minn tók þó afrit af bréfi stórhertogans, til þess að hann gæti þó síðar mint hann á málarann. Svo leið langur tími, án þess minst væri á málverkið, og án þess að faðir minn fengi að vita, af hverju það stafaði, að stórhertog- inn hafði svo skyndilega hætt við að kaupa það. Þá heimsótti faðir minn einu sinni hið stóra barnahæli við höllina Lichtendal. Hann kom inn til barnanna ásamt forstöðumann- inum, þegar þau sátu að miðdegisverði. Meðal barnanna vöktu tvö systkini athygli hans, er héldu höndum hvert yfir um annað, þar sem þau sátu. Þau voru bæði föður- og móðurlaus. „Þeim þykir víst nijög vænt hvoru um annað“, sagði faðir minn. „Já“, sagði forstöðumaðurinn og brosti við, „þessi Iitla stúlka hefir líka betlað út frítt uppeldi handa bróður sínum hérna“. „Hvernig átti það sér stað?“ spurði faðir minn. „Jú“, sagði forstöðumaðurinn, „það er nú einkenniieg saga, er sýnir, hve miklu kær- leikurinn fær orkað, Þegar foreldrar þeirra dóu, var telpan tekin hér á hælið, en var sú síðasta, er fengið gat frítt uppeldi, því fastar reglur eru fyrir því, hve mörg það fá í einu. Bróðir hennar gat því ekki fengið að koma hingað líka, og var því sendur á sina sveit í Svartaskógi. En telpan vildi ekki skilja við bróður sinn. Hún grét óaflátanlega og horaðist dag frá degi og tærðist upp. Tveim árum síðar var Leopold stórhertogi hér á ferð og heimsótti þá barnahælið, en þegar hann gekk inn í salinn, þar sem hin litla sjö ára stúlka var, og talaði vingjarnlega við börnin, varð þessi litli vesalingur alt í einu svo hugrökk, að hún gekk til stórhertogans, greip hönd hans og sagði: „0, að þú vildir nú vera svo góður og sjá um, að hann bróðir minn fengi að koma hingað Iíka!“ Stórhertoginn spurði mig nú hvort ekki væri rúm fyrir drenginn, og svaraði eg að rúm væri að vísu, en ekki sem veitti frítt uppeldi. Það gekk honum til hjarta að sjá barnið gráta, hann spurði mig því hvað mikið uppeldi hans mundi kosta. „Það er mjög dýrt“, svaraði eg, „það kostar yfir 1000 krónur“ „Já, vissulega er það nokkuð dýrt, fyrst það stígur yfir þúsund“, svaraði stórhertog- inn, og strauk hendinni um ennið, en eftir nokkra umhugsun vék hann sér að telpunni og sagði: „Gráttu ekki barnið gott, bróðir þinn skal koma til þín“; og við mig sagði hann: „Herra forstöðumaður! skrifið eftir bróður hennar að hann komi hingað, eg ætla að borga fyrir hann“. Síðan höfum við haft þau hjer bæði. Stórhertoginn er góður maður, og gat því ekki neitað bæn barnsins". Faðir minn hafði ekki veitt endir af

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.