Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1913, Síða 5

Heimilisblaðið - 01.12.1913, Síða 5
HEIMILISBL AÐIÐ 95 frásögn forstöðumannsins neina athygli, því hann hafði fengið nóg að hugsa um, er hann heyrði hvað upphæðin var stór. Hann spurði forstöðumanninn nánar um, hvenær bréfið hefði verið skrifað, og fanst það skjótt í dag- bókinni. P\nðir minn skrifaði dagsetninguna hjá sér, og þegar hann kom heim, bar hann hana saman við dagsetninguna á bréfi stór- hertogans, og bréfi því, er hann skrifaði málaranum, kom það þá í ljós, að öll bréfin voru skrifuð sama daginn. Núvarföður mínum það fullkomlega ljóst, hversvegna stórhertoginn hafði svo skyndi- lega ákveðið, að málverkið skyldi sendast til baka, því það átti að kosta nákvæmlega jafnmikið og uppeldi föður- og móðurlausa drengsins á barnahælinu. Hinn góðhjartaði stórhertogi mun hafa hugsað sem svo : „Fái hin foreldralausu systkini að sjást aftur, og dvelja saman, þá mun það verða sjón, er enginn rnálari megn- ar að gera betur“. Málarinn leið heldur engan skaða við þetta, því stórhertoginn keypti skömmu síðar af honum aðra mynd. Skömmu fyrir andlát sitt (1863), sagði faðir minn frá þessu atviki, svo eg hefi geymt það í nokkur ár án þess að gera það almenningi kunnugt, en þar sem bæði hann og hinn jarðneski herra hans eru fyrir löngu gengnir til hinstu hvíldar, vildi eg segja frá því, til minníngar um hinn eðallynda höfð- ingja, og sem dæmi þess, að vér eigum ekki að láta vinstri höndina vita hvað sú hægri gerir“. Þ. F. þýddi. SIvRÍTLA. Kennarinn: Hvaða dauðdaga fékk Karl K Englandskonungur ? Nemandinn: Hann var hálshöggvinn og dó af sárinu. kuggsjá. Eyrir nokkrum árum kom prestur til borg- ar, þar sem mikið bar á mótspyrnu gegn kristindómi, og flutti þar nokkrar trúvarnar- ræður, sem mikið þótti til koma. Skömmu siðar var hann á ferð upp eftir Mississippi- fljóti, ogvoru á skipinu með honum allmarg- ir menn úr borginni, og ineðal þeirra trú- niðingur einn alkunnur. Undir eins og hann kom auga á prestinn, fór hann að guðlasta;. prestur sat við borð og var að lesa i bók,. en hinn fékk félaga sína til að seljast með- sér hinum megin við borðið, og fór þar að segja þeim sögu, sem átti að vera kristin- dóminum og kristnum monnum til niðrunar. Prestur leit ekki upp úr bókinni og virtist ekkert taka eftir því, sem fram fór kringum hann. Þegar hinn hafði sagt sögur sínar um stund, stóð hann upp, gekk að presti, klappaði á öxl honum og mælti: „Hvað segið þér um þetta, gamli kunningi? Prestur leit upp, benti til lands og sagði stillilega: „Hafið þér tekið eftir því, hvað landið þarna er yndislega fagurt?“ — „Já“. — „Ef dúfa flygi yfir það, þá tæki hún eftir allri fegurð- inni og gleddist af henni; en ef hræfugf flygi þar yfir, þá fyndist honum þar ekkort eftirtektarvert, nema ef hann kynni að koma auga á eitthvert úldið hræ, sem öllum öðrum skepnum myndi bjóða við; þangað myndi hann fljúga og setjast að krásinni með beztu lyst“. „Dirfizt þér að líkja mér við hræfugl?“ — sagði trúníðingurinn með miklum reiði- svip. — „Eg veit ekki til þess, að eg nefndr yður“ — svaraði presturinn stillilega. Hinn sneyptist burt. Og „Hræfuglinn“ var hann kallaður það sem eftir var ferðar- innar. „Saineiningin“. Aðfangadagskvöld eitt sat Marteinn Lúther við skrifborðið sitt; hann var að semja jóla- dagsræðuna. Hann var í djúpum hugsun-

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.