Gestur - 11.09.1932, Side 1
I. tbl.
G E S T U R
I. árg. VeitmaniMeyjum. II. september 1932.
Gestur.
þetta blað tjaldar aðelns til elnn-
•r nætur, eíns og líka nafnið
bondir til. Höfundur þess hefur
hvorkl tíma, taskifæri né vilja til
að ráðast í neina blaðaútgáfu að
staðaldri. Hinsvegar hefur hann
gaman að þvi að skreppa snögg-
vast í heimsókn inn á stjórnmála-
sviðlð, skygnast þar um og lýsa
því, sem fyrir augun ber. Gest-
irnir koma oft auga á ýmlslegt,
bæði það sem betur fer og aflaga,
aem helmamennirnir ekki sjáeða
eru hættir að kæra sig um að
sjá. Af því hefur máltækið mynd-
ast, að glögt sé gestsaugað, hvort
sem það sannast á hér eða ekki.
Sá, er þenna gest sendir, hefur
oft áður fengið góðar viðtðkur
hjá Vestmanneyingum þegar hann
hefur komið í heimsókn á rit-
völlinn, þótt hann hafi stundum
verið berorður og jafnan sagt
það, sem honum hefur búið í
brjósti. ísiendingar eru Kka það
gestrisnir, að þeim þykir jafnao
gaman að gestakomu í fásinninu,
og þeir einir úthýsa gestum þeim
er að garði bera, sem eru sér-
lega ómannblendnir eða eitthvað
hafa að fcla. Vona ég þvi, að
Gestur minn fái góðar viðtökur
enda mun hann ekki troða menn
oft um tær.
Úlgefandi
þingrædid.
fullkomið og gott, að það ætti að
vera hengingarsök að vilja bylta
því um. En hvernig hefur mann-
kynið öðlast þenna mikla feng,
þingræðið? fví er fljótsvarað,
Með byltingu á byltingu ofan —
eftir langa baráttu og blóðsúthell-
ingar. Elsta stjórnarskráin —
Magna Charta Englendinga — var
fengin fyrir 20 mannsöldrum síð-
an með uppreisn aðalsíns gegn
konungsvaldinu, Lýðræði Banda-
ríkjaDna var fengið með byltingu,
sem borgararnir þar gerðu gegn
þingræðislandinu Enfelandi. Stjórn-
frelsi Hollendinga var fengið með
byltingu gegn Filippusi Spánar-
konungi. Frakkar hafa öðlast sitt
þingræði, í þeirri mynd, sem það
nú er, eftir 4 blóðugar byltingar
— sem »ó 1789, 1830, 1848 og
1870. Svona má lengi halda á-
fram. ÞingræÖið, sem ekki má
heyra bylt.ingu nefnda, er sjálft
sprcttið upp úr blóðugum jarðvegi
byltinganna. Það hefði aldrei kom-
ist á, ef ekki hefðu verið til bylt-
ingasinnaðir menn, sem voru
reiðubúnir að leggja líflð i söl-
urnar til þess að losna við rikj-
andi stjórnarfar.
Um leið og Horthy, Kr. Linnet
og aðrir þingræðissinnar hengja
byitingaboðendur nútimans, þá
verða þeir því að syogja lof og
dýrð byltingamönnum liðinna ára,
sem hengdir voru af þeirra tíma
valdhöfum eða látnir rotna Jifandi
í fangaklefum Bastillunnar í París
og Póturs-Fáls-íangf.lsiBins í St'
Pétursborg eða voru húðstrýktir
til bana í námunum í Siberiu.
Fylgendum hins heilaga þingiæð-
is fer því líkt og dómurum hins
heilaga rannsóknarróttar á fyrri
öldum, sem sungu Guði kærleik-
ane og misskunsemdanna lof og
dýrð á meðan þeir voru að pynta til
bana þá, sem vildu fylgja kenn-
ingum hans betur on þeir sjálfir.
,Hér er öðru málí að gegna*
býst ég nú við að Horthy, Linn-
et & Co. segi. ,KonuBgdæmið
franska og tsardæmið rússneska
var úrelt, rotið og spilt, en það
er þingræðisfyrirkomulagið ekki.
Þar kemur þjóðarviljinn fram,
réttur meiri hlutans til að ráða
og vox populi est vox dei, rödd
fjöldans — eða fulltrúa hans á
þingi — er rödd guðs*.
Ég er þeim fyllilega samdóma,
að því er hið gamla stjórnarfyrir-
lag í Frakklandi og Rússlandi
snertir. Tsardæmið t. d. bar þá
innri meinsemd spillingarinnar i
brjóati, að það hlaut að deyja.
En hvernig er með heilsufar þing-
ræðisins? Heyrist engin hrygla
fyrir brjóstinu á því, ef hlustað er
vel ? Við skulum athuga feril
þess síðustu 20 árin. Voru
það ekki þingræðislöndin, sem
steyptu mannkyninu út í 4 ára
djöfullegan ófrið? Voru það ekki
fulltrúar þeirra, sem leiddu yflr
mannkynið enn þá djöfullegri frið
— frið, sem kúgaði minnimáttar
þjóðirnar, gerði glundroða á allri
heilbrigðri framþróun og steypti
miljónum ut í forað kreppunnar
mitt í allsnægtum náttúrunnar og
þrátt fyrir allar framfarir vísind-
anna í tækni og verkfræði ?
Er það ekki í skjóli þingræðis-
ins sem okrarar og vopnasmiðir
hafa rakað saman auði, meöan
miljónir létu líflð á blóðvellinum ?
Er það ekki í skjóli þess, sem
5% af ibúum Bandaríkjanna t. d.
hefur tekiat að sölsa undir sig 95%
af þjóðarauðnum ? Er það ekki í
Bkjóli þess, aem matvælum er
brent eða hent í sjóinn meðan
tugir miljóna manna lifa við sult
og seyru? Og er það ekki í skjóli
þess, sem fleiri miljörÖum er nú
vaiið til allskonar drápsvéla og
morðtækja heldur en fyrir ófrið-
inn mikla, á meðan miljónir
manna deyja fyrir aldur fram
vegna óhollra húsakynna og skorts
á öðrum lífsnauðsynjum?
Fessar og ótal aðrar svívirð-
ingar þrífast í skjóli hins ríkjandi
þjóðskipulags — þingræðisins. Pœr
eru hinn blákaldi virkileiki bak
við skrafið og fimbulfambið um
írelsi einstaklingsins, jafnréttið fyr-
ir lögunum og bróðernið milli ein-
staklinga og þjóða, sem þingræðis-
flokkarnir setja á stefnuskrá sína
og hampað er í blöðum þeirra, á
þjóðþingum og alþjóðaráðstefnum.
Fyrsta og sjáifsagðasta krafan
Bem gerð verður til hvers þjóð-
íélags á þessari öld vísinda og
vélamenningar er sú, að það geti
séð um að alllr hafí nóg að éta.
Jafnvel þeirri sjálfsögðu grundvall-
arreglu bregst þjóðskipulag þing-
ræðisins.
Við þurfum ekki að fara til
annara landa til að flnna galla og
spillingu þingræðisins. Nóg eru
dæmin hér að heiman. Sjálfstæðis-
flokkurinn, sem hefur á stefnuskrá
sinni baráttu gegn þeirri spillingu,
hefur á Alþingi algerlega biugðist
skyldu sinni. Á ég þar ekki við
við þátttöku í samsteypustjörn-
inni, því það var eftir það sem á
undan var gengið eina færa leið-
in fyrir menn með því skap-
lyndi eða öllu heldur skapleysi,
sem einkennir þingmenn flokks-
ins. fingflokkurinn brást skyldu
sinni með því að láta fótum troða
þau grundvallaratriði, sem áttu aö
vera honum heilög, án þess að
hreyfa til varnar aðra limi en
hálfmáttlausan tungubleðilinn.
Hann uppfylti bökstaf þingræði-
sins með orðagjálfri og handa-
uppréttingum við atkvæðagreiðsl-
ur um leið og hann hjálpaði til
að myrða anda þess. Afleiðingin
•r sú, að virðingin fyrir þingræð-
inu í þessu landi hefur minkað
um ca. 90% meðal hugsandl
manna nú á síðari árum. f’etta
hefur verið sár reynsla fyrir menn
eins og mig, sem trúbu á hug-
Bjón þingræðisins og héldu að hin
jákvæðu öfl innán sjálfstæðisflokks-
íns myndu fyrir heilbrigða fram-
þróun vinna sigur á hinum mörgu
neikvæðu öflum innan hans.
Sjálfstæbisflokkurinn er sem sé
m«ð sama merkinu brendur og
ailir aðrir þingræðisflokkar. Eln-
kanni þeirra allra er það, að til-
tölulega fámenn klika hefur á sinu
valdi blöð flokksins, fjármagn það
sem þarf til kosningabaráttu nú á
tímum og alla kosninga-Bmaskin-
una“. Venjulegast ráða hjá þess-
um flokksklíkum eiginhagsmunir
nokkurra voidugra manna eða
þröngir stéttarhagsmunir. f’essí
klíka hefur á aínu valdi þingmenn
flokksins, sem fyrst og fremst
nota atkvæði sín í hennar þarflr.
f*eir og hún i sameiningu hindra
eftir mætti að nýtt og hreint blóð
geti myndast og streymt ura
flokkslíkamann. f’ingmennirnir
kjösa miðstjórn flokksins og mið-
stjórnin útnefnir þingmannaefnin
og þanuig gengur svikamillan á-
fram — fámennis valdið undir
yfirskyni jafnréttis og meirihluta-
valds. tað er jafnvel ekki haft
svo mikið við hin einstöku kjör-
dæmi að spyrja þau um, hvaða
þingmenn þau vilji bjóða fram.
Það ákveður miðstjórnin og svo
laumast þingmannsefnið af stað til
að ná sér í meömælendur á lista
einn og einn í einu. Fyrirflokks-
mennina er ekki annað að gera
en að gtofna til uppreisnar gegn
flokknum eða að lalla með meö
atkvæði sitt, jafnvel þótt frafi-
bjóðandinn hafi að þeirra áliti
hegðað sér þannig, að hann ættí
að vera pólitískt dauður, ef um
heilbiigða flokksstarfsemi og hugs-
unarhátt væri að ræða.
í hverju þingræðislandi er þvi
hvorki þingið^ eða stjórnin rött
mynd af vilja þjóðarinnar nó verk-
færi þjóðfélagsins til að gæta hags-
muna fjöldans, heldur verfæri eigin-
hagsmunabaráttu hinnar ráðandi
í síðasta tölublaði Ingjalds er
þess getið í smágrein einni, að í
Ungverjalandi sé litið svo á, að
Btjórnmálaflokkur, sem hefur á
stefnuskrá sinni breytingu á þjóö-
■kipulaginu með byltingu, eigi ekki
heima í þingræðislandi, og þvl hafl
tveir menn verið hengdir þar ný-
lega fyrir að hafa boðað býltinga-
kenningar. Svo er að sjá sem rit-
Btjóranum flnnist þessi aðferð til
að vernda þingræðið eðlileg, enda
þótt hann sé hversdagalega ekki
mjðg blóðþyrstnr. fetta gefur
mór tilefni til nokkurra hugleið-
inga um þingræðið eins og það
birtist her á landi og annarstaðar.
Við skulum þá snöggvast gora
ráð fyrir þvf, að þingræðið só
heilagt og það þjóðskipulag sem
flestar menningarþjóðir nútímans
búa við, sé það (ullkomnasta og
beata stjórnaríyrirkomulag — avo