Gestur - 11.09.1932, Page 2

Gestur - 11.09.1932, Page 2
2 GESTUR flokk«klíku. Þetta kemur fram í sinni ógeðslegustu mynd í éinu af elstu lýðveldunum, í Bandaríkjun- um, þar sem hreinir og beinir glæpamannáflokkar ná á þingrseðis- legan hátt yflrráðum yfir stór- borgum eins og Chicago. Af því verður það skiljanlegt, að fámenn klíka hernaðarsinna og vopnafram- leiðenda getur eytt miljónum á miijónir ofan í herbúnað og steypt þjóðunum út í blóðugar styrjaldir, enda þótt mikill meiri hluti þeirra hafi andstygð á blóðsúthellingum. Þess vegna geta auðhríngirnir, som hafa blöðin og ílokksstjórn- • Irnar á sínu valdi, hrifsað undir sig afraksturinn af erfiði fjöldans, og þess vegna er gæöum náttúr- -unnar og auðæfum landanna varið í heimskuiegt óhóf og bruðl í stað þéss að verja þeirn til að lyíta -sem fliatum einstakiingum á hærra stig andlegrar og likam- legrar menningar með því að bæta liísskilyrði þeirra með öllum þeim tækjum, sam vísindin hafa látið -mannkyninu í té. Þess vegna 'fjölgar þeim lika ár frá ári í öll- -um iöndum, sem missa trúna á -þingræðið i sinni núverandi mynd, Bað sviftir sjáift af sér’ helgibiæj- unni, sem hjúpaði það áður, á sama hátt og Bourbonarnir í Trakklandi og Romanoffarnir i 'Rússandi sviftu sjálfa sig með spiltu stjórnarfari þeirri helgi, sem hjátrúarfullur og fáfróður almenn- ingur halði áður á þeim. Og einmitt af þvi að þingræðisfyrir- komulagið tryggir ekki hagsmuni heildarinnar, eins og af ofan- greindu er Ijóst — þrátt fyrir al- mennan atkvæðisrétt — heldnr er oft og tíðum leiksoppur í hendi þeirra afla, sem eru þjóðfélags- heildinni fjandsamleg, þá getur farið svo, að eina ráðið til að bæta úr göllum þess sé sama ráð- ið og haft var til að bæta úr göllum konungdæmis Bourbonanna og keisaradæmis Romanoffanna, eem sé bylting. Bylting or vitan- lega sóðaathöfn, en það eru lika allar þær athafnir, sem grípa verð- ur til, þegar gamall, rótgróinn og daumllur óþverri sainast saman ár eftir ár. Prátt fyrir galla þingræðisins og þau skaðvænlegu öfl, sem venju- legast ná tangarhaldi á flokksstjórn- unum, þá eru vitanlega til í öllum flokkum hugsjónamenn, sem hafa meiri eða minni félags- legan þroska óg áhuga. í ílokka* baráttunni hér innanbæjar græddi eá flokkur, sem nú heitir Sjálf- atæðisflokkur, ýmsa slíka menn 1923, þegar hann beitti sér fyrir breytingu á stjórh hæjarmálanna, á móti socialistum, sem gerðu sig seka í óhæfilegum opportunismu3. L sama hátt hefur hann grætt ýmsa slíka menn síðustu árin á því að vera í andstöðu við Tima- klikuna, sem a avo rnargan hátt hefur gert sig bera að allskonav spillingu. En því þer ekki að neita, að Fiamsóknavflokkurinn hefur líka fengið ýmsa hugsjóna- menn í lið með sér fyrir það, að hann hefur verið í andstöðu við þá menn, sem aðallega hafa haft at- vinnuíyrirtækin á sínu valai, og hafa beitt því valdi á óviturlðgan og jafnvel «kaðlegan hátt, oft og tíðum. Pessir hugsjónamenn í báðum flokkum eru reyndar marg- ir hverjir skýjaglópar að meira eða minna leyti, flæktir í fordóma liðínna tíma og þröngs umhverfis og vantandi skilning á jámhörðum lögmálum framþróunarinnar. Slík- um mönnum hættir vitanlega alt- af til að verða smám saman samdauna öðrum flokksmönnum sínum, svo þeir hætta að flnna lyktina af spillingu síns eigin flokks, en fussa, og sveia þess meir, þegar ódauninn leggur til þeirra úr hinum herbúðunum. Sá er vinur, sem til vamms segir. Ég ber það hlýjan hug til Sjálfstæðisíiokksins, þótt hann hafi brotið af sér það traust, sem ég áður bar til hans, og ég hef staif- að það lengi innan hans, að ég tel mig hafa rett á að benda á -ýmsa galla hans, enda er mörg- um Sjálfstæðismönnum það miklu gagnlegra en skrum um flokkinn eða lygar um audstæðingana, inn- an lánds og utan. Sjálfstæðis- flokkurinn siglir — eins og aðrir þingræbisflokkar — með lík í lestinni, ekki eitt heldur mörg. fað eru þeir mörgu, sem eru svo miklir einstaklingshyggjumenn, að tillitið til heildarinnar, þjóðfélags- ins eða bæjarfélagsins, má sín einskis hjá þeim í samanburði við eiginhagsmuni þeirra sjálfra eða annara, sem líkt eru settir í þjóð- félaginu. Fyrir þessum mönnum vakir engin önnur flokkshugsjón en sú, að geta láiið aðra vinna fyrir sig fyrir lágt haup. f’elr eru á móti öllum framfaramálum, verk legum og menningarlegum. Þeir bolast á móti öllum þeim innan síns flokks, sem ekki eru sama sinnis og vinna það jafnvel til að bregða íyrir þá fæti, þó þeir eigi i vök að verjast gegn verstu and- stæðingum flokksins vegna pöli- tiskrar starfsemi sinnar. Að því leyti eru þeir félagslega óþroskaðri en liðsmenn A1 Capone eða sjó- víkinga á sautjándu öld, því jafn- vel í Veim félagsskap eru þeir menn álitnir öhæflr flokksmenn, sem ekki styðja samherja sina drengilega í mannraunum. Éeir sjá eftir því fé, sem þeir greiða til opinberra þarfa og hafa svo mikla samúð með þeim, sem eru með sama merki brtndir, að þeir gerast hlífiskildir skattsvikava, ef þeir hafa aðstöðu til þess. Ef hagsmunir eins einstaklings eða örfárra rekast á hagsmuni heild- arinnar, þá fylgja þeir altaf hagB- munum einstaklingsins hvernig sem á stendur, af þvi að þeir skoða bæjaríélagið eða þjóðfélagíð, sem á ýmsan liátt grfpur inn í athafna- fielsi þeirra, ósjálfrátt sem náttúr- legan. óvín sinn. Þessir menn eru oft duglegir að græða fé, a. m. k. á góðum árum, og hafa þvl sterka aðstöðu innan flokksins, eru virtir af sveitungum sínum og sýndur sómi af þjóðíélaginu. Oft eru þetta duglegir athafnamenn og mörgum góðum kostum bunir, en hin tak- markalausa einstaklingshyggja þeirra gerir það að verkum, að þeir hefðu átt betur heima í Kali- forníu fyrir 80 árum eða Alaska eða Texas fyrir 50 árum heldur heldur en nú á tíinum í félags- bundnu þjóðskipulagi. Slíkir menn finnast hér og hvar um landið innan Sjálfstæðisflokks- ins, þótt ekki séu þeir fremst í fylkingarbrjósti í hinni pólitísku baráttu. Til þess þarf liprari menn, þá sem eru fimir að leika tveim skjöldum og geta borið kápuna á báðum öxlum. - Pessir menn, sem sjálfir taka aldrei tillit til heildarinnar, ef það rekst á hagsmuni þeirra sjálfra eða dutlunga, pródika atundum með fjálgleika fyrir verkamönnum um það, að þeir eigi að sýna þann þroska að lækka kaup sitt góðfús- lega vegna slæmrar afkomu at- vinnuveganna. Sannast þar sem oftar, að hægra er að kenna heil- ræðin en halda þau. Pessi þiöngsýna einstaklings- byggja, sem er ósamrírnanleg öllu óeigingjörnu sarustarfi siðaðra manna, gerir vart við sig innan allra þingræðisflokka, og ekki hvaö síst innan íhalds — eða hægri flokk- anna. Sjalfstæðisflokknum og hinu borgarlega þjóðfélagi 1 heild sinni stafar í raun og veru miklu meiri hætta af henni heldur en aföllum kenningum kommúnista og ann- ara byltin^asinna. Á tímuns hins ótakmarkaða einveldis var þjóðarheildin skoð- uð sem parsónuleg eign einvalds- herrans, aem hafði fengið þenna eignanótt með nokkurskonar af- salí frá guði almáttugum, höfundi tilverunnar. Konungurinn afsalaði aftur að sínu leyti nokkru af þess- um eignarétti í hendur aðalsins. Borgarastóttin, sem óx mjög að efnum og sjálfsáliti á 18. og 19. öld, neitaði að viðurkenna þetta afsal og kúgaði konungana með byltingum, ýmist atstöðnum eða yfirvofandi, til að sleppa völdunum í hendur þingrieðisrns. En borgara- stéttin hafði ekki höfund tilverunn- ar fyrir sinn guð, heldur Mammon, gullkálfinn, og Mammons dýrk- unin hefur orðið rauði þráðurinn í sögu þingræðisins. Að vlsu hefur þingræðið skrifað á skjöld sinn einkunnarorð frönsku stjórn- arbyltingarinnar: Frelsi, jafnrétti og bróðern), en þau gæði eru þó fyrst og fremst til fyrir þá, sem náðarsól Mammons skín á. Öreig- inn, sem er daglegur þiæll sinna daglegu líkamsþarfa, getur varla kallasl frjáls, jafnróttið haltrar talsvert þar sem einn fæðíst með silfurskeið í munriinum, én annar með steinvölu, og um bróðernið á öld hinnar frjálsu samkepni milli sinataklinganna og þjóðanna er best áð fara sem fæstum orðum. Hið lítt takmarkaða íramtak einstaklingsins og hin frjál»a sam- kepni, sem á siðustu öld varð lyftistöng tíl stórkostlegra fram- fara í iðnaði og vélamenningu, stefnir meira og meira í þá átt að takmarka og jafnvel útiloka sjálft sig. Hin einstöku smáfyrirtæki renna saman í . volduga hringi, sem ná að lokum fullkominni einokun, hver á sínu sviði, og úfiloka þann- ig alla frjálsa samkepni og frjálst íramtak, og fjármálavald heilla stórþjóða safnast í hendur örfárra stórbanka eða stóriðjuhölda. Rikin sjálf veiða skuldaþiælar og leik- soppar í höndum þessara drottna fjármálaheimsíns, eins og sýnir sig best á því, að jafnvel sjálflr Eng- lendingar urðu síðast að skifta um atjórn eftir fyrirskipun frá amer- iskum stórbönkum. Fátt sýnir betur aumingjaskap þingræðisins en einmitt þetta, að ríkið sjálft varður leiguliði í sinu eigin landi og selur fyrirfram starfsorku ófæddra einstaklinga upp í landaskuld og leigur. Öll pólitísk starfsemi kostar nú á tímum of fjár og það ut af fyr- ir sig gefur hinu kaldrifjaöa og gróðasólgna fjármálavaldi svosterka aðstöðu fram yfir þá, sem vilja berjast fyiir hugsiönalegum endur- bótum ó þingræðinu, að auðurinn getur altaf markað innihald þes», þótt ytra borðið breyti mynd. Glögt dæmi þess sást í Pýskalandi, þegar þingræðisskipulagið þar í höndum socialdemokrata skapaði jarðveg fyrir meiri auðsöfnun á eins manns hendur (Stinnes) held- ur en þekktist á keisaratímanum. Hvergí hefur hugsjónalaus og ófyrirleitin einstaklingshyggja náð eins íöstum t.ökum á þingræðinu og stjórnmálahfinu eins og í Banda- ríkjunum. Afleiðingarnar sýna sig. Petta ágæta og frjósama land, sem safnaði gengdarlausum auðl á ó- friðarárunum og síðan hefur sog- ið út heiminn í vöxtum og hern- aðarskaðabótum, er að lenda í upplausn af orsökum kreppunnar. Skv. nýjustu skýrslum eru þar 11 milj. atvinnuleyaingja og eymdín og örbirgbin átakanlegri en því verði með orðum lýst. Illutverk þingræðisins átti að vera það, að vernda þjóðfólagtr- heildina gegn arfgengu og óverl- skulduðu drottinvaldi einstakra harðstjóra. Pað átti að skapa skilyrði fyrir þá hæfuatu til »ð njóta sín sem best. Hvorttveggja hefur brugöisfc. Pað virðist ekki hafa mátt né skilyrði til að lækna sig sjálft, en þá er önnur lækning hugsanleg en þíngræðisleg, m. ö. o. bylting; enda togast orðið tvær byltingastefnur víðast hvai á um völdln, fascisminn og kommunism- inn. Jafnvel hör á landi, þarsem íramþróunin er þó að ýmsu leyti skamt á veg komin, reka báðar upp höfuðin. Kommúnísminn heldur nokkurn veginu beinu striki að settu marki við vaxandi fylgi. Borgaraflokkarnir, sem hafa þing- íæðið á stefnuskrá sinni, hafa báðir slangrað írá því um tima.

x

Gestur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gestur
https://timarit.is/publication/449

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.