Frón - 30.11.1918, Blaðsíða 6

Frón - 30.11.1918, Blaðsíða 6
178 FRÓN Á varp. fteyðin er mikil hér í hæ. En vér trúum eigi öðru, en að hfdlpfýsi manna sé enn meiri. Fyrir þvi höfum vér undirritaðir gengið saman í nepid til þess að safna fé til að bæta úr fjárhagsböli þvi, sem influensusöttin hefir valdið í bænum. Vér tök- um allir við framlögum og blöðin vœntanlega lika. Góðar konur og góðir menn, ungir og gamlir, af öllum stéttum, allir sem aflögufærir eruð, leggið fram skerf yðar, smáan og stóran, hver eftir beztu getu. s&œfið þaé 6öí sam Bæft veréur! Lárus Bjarnason prófessor Ágúst Jósetsson bæjarfulltrúi Bríet Bjarnhéðinsdóttir bæjarfutltrúi Vilbjálmur Finsen ritstjóri Guðleifur Hjörleífsson sjóm. Guðrún Lárusdóttir frú Jóhann Þorkelsson prestur Thor Jensen kaupm. Jónína Jónatansdóttir frú i María Pétursdóttir frú Ólafur Ólafsson prestur Th. Thorsteinsson kaudm. Jes Zimsen kaupm. Þorv. Þorvarðsson prentsm.stj. Guðm. Guðmundsson ritstj. Jón Þorláksson verkfr. Reykjavik 21. nóv. 1918. Jón Hermannsson Ólafur Lárusson lögreglustjóri s. borgarstjóri Bjarni Jónsson Guðrún Briem prestur yfird.frú Elías Stefánsson J. Fenger útgerðarm. Garðar Gíslason kaupm. ^ Guðm. Ásbjörnsson kaupm. Hjalti Jónsson skipstj. Jóhannes Sigtússon kennari kaupm Gísli Finsson járnsm. Guðm. Magnússon prófessor Inga L. Lárusdóttir frk. Jón Baldvinsson bæjarfulltrúi Jón Ólafsson Jón Hj. Sigurðsson skipstj. læknir Kristín Símonarson Magnús Benjamínss. frú úrsm. Jakob Möller Ólafur Björnsson ritstj. ritstj. Samúel Ólafsson Sighvatur Bjarnason söðlasm. bankastj. Tryggvi Þórhallsson Axel Tulinius ritstj. yíird.lm. Geir Zoega Þorst. Gíslason kaupm. ritstj. Grímúlfur Ólafsson Jakob Jóh. Smári ritstj. ritstj. Kr. V. Guðmundsson Ólafur Friðriksson verkstj. Jörundur Brynjólfsson bæjarfulltrúi Jóh. Jóhannesson bæjarfógeti. ritstj. Bened. Sveinsson bankastj. fara, en sú kunnátta hefir stund- um reynst ófullkomin. Nú fær landið sjálístæði og fána og nu er það okkai; að sýna, að við kunnum með hvorttveggja að fara. Sjómennirnir islenzku mega ekki láta erlenda sjómenn, sem horfa á siglingar þeirra og framkvæmdir hlæja að sér eða gefa þeim ástæðu til að setja sig á bekk með skrælingjaþjóðum, ekki heldur þeir sem á landi eru. Geti sjómennirnir ekki sjálfir af- numið þennan glannalega far- þegaflutning, þá ættu þó þeir, sem horfa á aðfarirnar úr landi að geta kært slíkt og yfirvöld samkvæmt lögum stöðvað ofhlað- inn bát eða skip og dregið úr tölu farþega séu þeir of margir. Þetta er gert annarsstaðar, þar sem slíkt kemur fyrir, og er það hvervetna álitið man'núðarverk. Það er hart að horfa á bát, segjum 30 ton að stærð, leggja suður eða norður fyrir land á vetrardegi seglalítinn, með lítinn bát á þitfari, vitlausan kompás en 20—30 farþega og mega ekk- ert um það segja, vita af engum, sem vald hefir til að hindra fífl- dirfskuna, því hverjum skynbær- um manni mun þó detta í hug þegar hann horfir á slíkt: »hverjir af hópnum verða nú látnir verða eftir, ef planki bilar eða annað og grípa verður til jullunnar, þvi ekki ber hún alla«? Rvík 5. nóv. 1918. Sveinbjörn Egilsson. Trú, vísindi og listir í ógöngum. Eftir Mrs. Annie Besant. Mönnum er nú tarið að leið- ast »þóf þetta« út af smámunum einum í trúarefnum og vilja eltki tefla liinu siðferðilega uppeldi komandi kynslóða i hættu þeirra vegna. Eins og áður er á minst, var mál þetta rætt á fundinum, sem eg gat um. Og í þessu sama hefti Hibbert Journal’s, er rneðal annars stutt grein um fundinn og afstöðu siðfræðinnar gagnvárt trúnni. Greinarhöfundurinn minn- ist á snjalla ræðu, sem hafi verið flutt þar. Ræðumaðurinn hafði haldið þvi fast fram »að um leið og menn innrættu börnum sín- um vii'ðingu fyrir trúarhugmynd- íunum . . . æltu þeir og að kenna þeim, að aðalguðstignun væri í því fólgin að gera skyldu sina, eftir því sem samvizka þeirra og skynsemi byði«. Nú, eg geri ráð fyrir, að allur þorri manna mundi fallast á þessa skoðun, sérstak- lega nú á vorum tímum. Og þó er gildi hennar eða »gildisleysi« að öllu leyti komið undir þessu tvennu: »samvizku« og »skyn- semi«. Þar sem samvizkan er ekki vöknuð getum vér varla búist við, að hún leiði menn og konur til góðrar breytni. Reglu- jeg samvizkusemi er í raun og veru grundvöllur allrar ríkis eða stjórnarskipunar. En sofandi sam- vizka getur leitt menn tif þess að drýgja hvern glæp sem vera skal. Villitrúardómendurnir fóru svo sem eftir því, sem samvizkan sagði þeim, er þeir strengdu villi- trúarmennina á kvalabekkinn eða köstuðu þeipi á bálið. Og það vantaði ekki að hann Vjjhjálmur Laud færi eftir þvi, sem sam- vizkan sagði honum, er hann of- sótti, píndi og limlesti Púritanana, sökum þess að þeir vildu ekki lúta honum. Samvizkan hefir komið mönnum til þess að drýgja hina hræðilegustu glæpi, bæði gegn einstökum mönnum og heil- um þjóðum. Samvizkan verður að hafa náð nokkrum þroska, áður en hún getur orðið mönn- um óbrigðult leiðarljós. Sama er að segja um skynsemina. Ef skyn- semin hefir tekið miklum þroska, er orðin æfð og heilbrigð, getið þér æfmlega farið eftir því sem hún segir. En þeir menn sem hafa aldrei tamið sér að hugsa rökrétt, og vita, naumast hvað rétl hugsun er, þeir hafa i sjálfu sér enga skynsemi sem skynsemi getur heitið. Það er ekki nóg að þér hvetjið menn til þess að fara eftir því, sem samvizkan og skyn- semin segir þeim, nema því að að eins að þér leggið rækt við skynsemi þeirra og vekið sam- vizkuna. En hvernig má það verða? Á liðnum öldum hefir trúin gert það að miklu leyti. En ætli sam- félagið hafi nú ráð á því að taka það starf af trúnni? Auðvitað verða talsmenn trúarinnar að fara varlega. Til dæmis héfir biskupinn i Tasmanía gerst svo djarfur að vekja athygli stéttar- bræðra sinna í Bretaveldi á því að það sé ekki vandalaust að kenna hinni uppvaxandi kynslóð siðfræði á trúargrundvelli. Hann segir berum orðum að Gamla- testamentið sé ekki alt spjaldanna á milli vel til þess fallið að inn- ræta kristnum börnum siðgæði. Og hann spyr hvort vér eigum í raun og veru að kenna siðíræði Gamla-testamentisins. Og hann svarar sér sjálfum neitandi. Auð- vitað tekur hann það fram að í þessari fornu trúarbók sé margt og mikið gott og fagurt og geti hvatt menn til siðgæðis. En samt sem áður má ekki taka siðfræð- iskenningar Gamla-testamentisins holt og bolt, heldur vinsa það úr sem bezt er og göfugast. Og hann álítur að Gamla-testamentið sé yfirleitt ekki vel til þess fallið að nota það við barnauppfræðslu. Og vér skulum svo gera ráð fyrir að flestir hugsandi menn kannist við að fara verði varlega, er kenna á börnum siðfræði trúarritanna; en þar með er þó ekki þeirri spurningu svarað hvort vér eig- um að kenna böi'num siðfræði sem er bygð á trúarlegum grund- velli. Er það hugsanlegt að við getum innrætt hinni uppvaxandi kynslóð sérstakar dygðir, án þess að hafa hliðsjón eða styrk af trúnni? Eg á auðvitað ekki við þá kosti sem mest rækt er lögð við nú á þessum samkepnis og baráttu tímum. Þér getið innrætt börnum yðar hyggni, iðni og var- færni. Þér getið kent þeim að hafa úti allar ldær, til þess að afla sér fjár og reyna að sjá sér og sínum borgið. Allar þessar »dygðir«, ef dygðir skyldi kalla, mætti reisa á hagsmunagrund- velli. En eins og sagt var í merkri ritgerð um »Framtíðar samvizku- semi þjóðfélagsins« ekki alls fyrir löngu, þá »eru ýmsar fornar dygðir eins og komnar úr »móð« og taldar til ókosta eða lasta. Hver sá maður sein vill heldur þola en stríða er nú skoðaður sem heigull. Auðsveipni er nú helzt til alment kölluð roluhátt- ur; að bera engar áhyggjur fyrir morgundeginum er álitið ófor- sjálni, og þeir menn, sem vilja snúa bakinu við heiminum eru af öllum þorra manna skoðaðir sem sérvitringar eða trúarvinglar«. Og þetta er nú hverju orði sann- ara, því svona er nú almennings- álitið orðið breytt í þessum efn- um. En hvernig ættum vér að fara að því að innræta mönnum ýmsar þær dygðir sem alt til þessa hafa átt rót sína að rekja til trúarinnar, dygðir sem engin ríkisheild getur nokkru sinni án verið ? Því að þér getið ekki inn- rætt börnunum yðar hinar svo- nefndu samfélagsdygði^ með því að reyna að láta þær vaxa upp úr eigingirni þeirra. Það eru sannindi sem enginn uppeldis- fræðingur á eða má gleyma. Hvernig ættum vér að glæða sjálfsfórnareðli og samúð hjá mönnunum? Hvernig ættum vér að gera þá fúsa til þess að þola annara vegna, láta þá sem meiri máttar eru bera með glöðu geði

x

Frón

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frón
https://timarit.is/publication/451

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.