Frón


Frón - 02.08.1919, Qupperneq 3

Frón - 02.08.1919, Qupperneq 3
FRÓN 315 inoi lúta, samdar Og útgefnar beint að mínum ráðum og algeriega á mína ábyrgð. Eg bið yður að gera bæði þýsku þjóðinni og stjórnum bandamanna þessa yfirlýsingu kunna. Hindenburg hefir haft æðstu stjórn þýzka hersins alt fram að þeim tíma, er friðarsamningarnir voru undirrit- aðir. Ritaði. hann þá ríkisforseta á þessa leið: 1 Herra forseti! í tilefni af því að friðarsamningar eru nú þegar byrjaðir, skal eg láta ríkisstjórnina vita eftirfarandi: Þó að margt hafi breyst, hefi eg samt haldið áfram að hafa æðstu herstjórn a hendi, af því að eg hefi álitiö það skyldu mína að þjóna föðurlandi mínu er í hæðstu nauðir rak. En þegar búið er að semja und- irbúningsfrið lít eg svo á sem starfi mínu sé íokið. Osk mína um að draga mig út úr skarkala veraldar munu menn skiija er menn gæta þess hve aldraður.maður eg er orð- inn, Og það þeim mun fremur, sem alkunnugt er hversu erfitt mér hefir veitst með þær skoðanir, sem eg hefi og samkvæmt öllu eðli mínu og allri fortíð minni, að vera kyr i stöðu minni eins og nú stendur á. von Hindenburg. Veitti forseti honum lausn frá embætti. Og þegar hinn frægi hers- höfðingi lét af embætti bárust hon- um aragrúi þakklætis og virðingar- skeyta, meðal annars eftirfarandi skeyti frá hervarnarmálaráðherra Noske: Daginn sem þér látið af yfirher- stjórninni, er mér það kær skylda að votta yður hjartanlegustu og beztu þakkir föðurlandsins fyrir dygga þjónustu í nafni hins nýja þýska hers. Það mun iifa ógleymanlegt á- fram í sögunni hvernig þér seni heiðri krýndur hershöfðingi hafið stjórnað herjum vorum í óvinalandi. En sérstaklega verður Þýskaland að þakka yður fyrir þá aðgætni og umhyggju, sem þér hafið borið fyrir hermálurn föðurlands vors á þessum síðustu og verstu tímum. Þér hafið með þessu lagt þann hornstein sem þjóð vor vonandi innan skamms byggir hið nýja hús sitt á, 0g þar eiga börn vor og barnabörn meö heiðri og ánægju að lifa lífi sínu. 1 þessari vou óska eg þess að þér um langt æfikvöld megið njóta þakk- látrar virðingar hinnar þýsku þjóðar. Noske ríkisv&tnarmálaráðherra. Og í kveðjuræðu sinni til hersins, farast Hindenburg orð á þessa leið: Því verður hver einstakur að ráða hvað honum Hzt um það, sem gerst hefir upp á síðkastið. En verkum hans rná ekki stjórna nema ein hugs. un, —- hugsunin um velferð föður- landsins. Enn er þjóð vor í mikilli hættu. Um það hvort takast megi að koma á innri kyrð og fara að vinna ræður mestu staðfesta hersins. Oss ber því til hæðsta skylda að halda við þessari festu. Persónulegar skoðanir manna verða, þó mönnum kunni leitt að þykja, að hvíla sig. Með sarnhuga vinnu má það með guðs hjálp takast að leiða vesalings þýska föðurlandið vort út úr verstu ógöngum fram til betri tíma. Lifið heilir, eg gleymi ykkur aldrei. Og nú verður þessi mikli maður senrulega leiddur fyrir dómstól banda- manna. Með honum verður að lík- indum keisarinn. Skyldi skuggi Na- poleons mikla ekki svífa um dóms- salinn, og skyldu Frakkar þá ekki hugsa til Elínareyjar. Frá Alþingi. Það hefir nú setið á rökstólum um mánaðartíma. Forsptar og flestir em- bættismenn þeir sömu og í fyrra. Eins og áður hefir verið birt hér í blaðinu, lagði stjórnin þegar í þing- byrjun ýms frumv. fyrir þingið og hafa nöfn flestra þeirra verið birt. Þó hefir stjórnin síðan lagt nokkur frumv. fyrir þingið, einkum tekju- aukafrumvörp. Fara þau frumv. fram á að hækkað verði aðflutningsgjald á ýmsum vörum, svo og að útflutn- ingsgjaldið verði hækkað og ábúð- ar og lausafjárskattur. Frumv. þessi hafa yfir höfuð hlotið góðar undir- tektir. Sennilega ölium ljóst, að tekj- urnar verði að auka, og ekki tími eins og nú stanua sakir að leggja grundvöll að nýrri stefnu f skatta- og tollmálum ríkisins. Merkustu frumv. sem fyrir þingi þessu liggja, eru frumv. til stjórnar- skrár konungsrikisins Islands og frv. um stofnun hæstarétts á íslandl, er áður hefir verið getið og að nokkru birt hér í blaðinu. Bæði þessi frv. verða að sjálfsögðu afgreidd frá þing- inu í sumar. Er annað þeirra, um hæstarétt, þegar komið úr nefnd. Ræður hún eindregið ti! að það nái samþ. þingsins. Stjórnarskrárfrv. er enn þá hjá nefndinni. Mun blað vort birta það, er það kemur á sjónar- sviðið, svo hægt verði fyrir kjós- endur að átta sig a gerðum þings- ias í því máli. Pívað af hverju fara nú málin ad koma aftur frá nefndunum og mun- um vér þá gefa lesendum vorum nokkuð yfirlit yfir starf þingsins. Bæj arfréttir. Veðrið. Siðastliðinn mánuð, hafa verið ná- lega undantekningarlaust útsunnan- rosi. Dag og dag brugðið til norð- anáttar með kalsa, en svo að segja þuridaust. Næst síðustu viku, fyrri hlutann, hefir þó verið þurkflæsa, svo hey hafa náðst af blettum hér. En um helgina sem leið brá aftur til óþurka, er haldist hafa út vikuna, svo víða er enn ekki lokið við að slá blettina, hvað þá heldur að hirða þá. Eldiviðarvandræði víða orðin .hér syðra sökum óþurk&nna. Væri óskaudi að úr rættist ineö þurkinn von bráðar. Þess þyrftu allir mikið með. Dr. Porvaldur Thoroddsen dvelur nú hér i bænum um stund- arsakir. Hefir hann eigi komið hing- að í nokkur ár. Hann hefir afhent þjóðmenjasafninu hér til eignar og umráða ýmsa fágæta gripi, er kona hans, frú Þóra Pétursdóttir hafði fengið að erfðum eftir föður sinn, Pétur biskup Pétursson. Ættu þeir, er merkilega gripi hafa undir hendi, að taka sér slíka menn til fyrirmynd- ar og láta safn þetta njóta gripanna og varöveita þá þannig frá glötun. Bogi Th. Melsted sagnfræðingur er einnig nýkominn hingað til bæjarins. Pétur Jónsson söngleikari, dvelur hér eitthvað fram eftir mánuðinum. Kom með ís- landi síðast. Hefir sungið hér nokkr- um sinnum. Hann hefir undanfarin þrjú ár dvalið í Þýzkalandi og sung- ið þar ýms erfið viðfangsefni í ýms- um söngleikjum. Hefir hann hiotið mikið lof fyrir söng sinn. Hann hefir fyrstur íslendinga gert sér söngleika að atvinnu. Er það eigi heiglum hent að keppa á því sviði, því margir eru örðugleikarnir. En Pétur hefir sigrast á þeim öllum og er nú full- kominn söngleikari, sem mikils má af vænta. Síldveiðar. Nú eru öll þau skip er síldveiðar ætla að stunda héðan vestan og norðanlands í sumar, fyrir nokkru síðan farin héðan til veiðistöðvanna. Lítur vei út með síldveiðar á Vest- fjörðum og Ströcdum og norðan- lands hefir nú síðustu vikuna aflast sæmilega, er veður hafa ekki hamlað. Aflabrögð á smábáta eru enn talsverð hér um flóar.n. Þó er sagt að botnvörp- ungar hafi spilt að mun. Heilagfisk- isafli hefir verið nokkur. Hefir nýlega verið úr lögum numið hámarksverð á því, er var 25 aura pd. Brá svo við að nú er það selt fullum feturn á 50 aura sama þyngd. Sláttur. Langt mun nú komið að slá tún hér í nærsveitunum. Kváðu þau vera i góðu meðallagi og sumstaðar bet- ur. Þó hafa sífeldar rigningar ef til vill dregið nokkuð úr grasvextinum. Nýjar leiöir. Eftir Mrs. Annie Besant. Vinir minirl Eg hefi nú vakið athygli yðar, uudanfarin kvöld, bæði á fortíð- inni og nútíðinni. En nú skulum vér eins og renna augunum til framtíðarinnar, , horfa fram af sjónarhól, sérstaklega sannreynda, er nútíðin hefir leitt í Ijós. Og vér skulum svipast um og athuga, hvort vér sjáum ekki opnast trú, vísindum og listum nýjar leiðir út úr ógöngunum, sem alt er lent í. Og vér munum koma auga á nýjar leiðir, sem liggja alveg út að hinum ys^a sjónbaug, en auð- vitað geta þær náð miklu lengra en augu vor eygja, nú sem stend- ur. Mig langar til þess að sýna yður fram á, að það getur ekki verið nokkrum efa bundið að það eru að opnast nýjar leiðir og að vér höfum gilda ástæðu til þess að ætla að þjóðirnar munu bæði vitkast og verða sælli, eftir þvi sem þær þokast lengra og Iengra inn á þær. En til þess að þér getið skilið, hvað eg á við, verð eg að biðja yður að virða fyrir yður eitt augnablik sérstaka skoð- un eða kenningu um eðli manns- ins, skoðun, sem var samfara hinum fornu trúarbrögðum mann- kynsins. Hana er einnig að finna í hinum kristnu fræðum, jafnvel þótt aldrei hafi þar verið gerð ýtarleg grein fyrir henni. En nú er henni samt haldið mjög á lofti af Guðspekisfélaginu. Og hún ryður sér nú óðum til rúms út um víða veröld. Félagið heldur því ekki fram neinum nýmælum í þessum efnum, heldur að eins fornri ltenningu í nýjum búningi. Eg vil þvi fyrst gera í stuttu máli grein fyrir þessari kenningu, því að öðrum kosti er ekki vinnandi vegur að sýna mönnum íram á, hvers vegna hinar nýju leiðir geta opnast og að mönnum verði fært að komast út úr ógöngunum. Kenningin er i fám orðum þessi: Maðurinn er í insta eðli sínu andleg vera, sem íklæðist efnis- gervum eða líkömum hinna ýmsu tilverustiga eða heima, sem hann lifir i. Og hann byrjar þroskaferil sinn sem frjóangi eða öllu held- ur sem guðdómlegt sáðkorn. Og það mætti líkja hinum mannlega anda við venjulegt sáðkorn. Það getur tekið nokkrum þroska, get- ur ekki vaxið né dafnað nema því að eins að komi í jörðina, sem nærir það með vökvum sín- um. Og þar næst þarf það að fá bæði regn og sólskin. Hið sama er að segja um guðdómssæðið, mannsandann. Honum hefir verið sáð í jarðveg mannlegrar reynslu og það er henni að þakka, að hann fer smám saman að þrosk- ast og dafnET og guðdómshæfileik- arnir geta komið í ljós. Og hann vökvast af táraskúrum sorgarinn- ar og baðast í sólskini mann- legrar gleði. Og við reynsluna: í regni sorgarinnar og sólskini gleð- innar vex hinn guðdómlegi frjó- angi, kynslóð eftir kynslóð, öld eftir öld og árþúsund eítir árþús- und, uns hann verður fullkominn •tneiður hins guðdómlega manns, er hefir leitt í ljós hinn guðdóm- lega mátt, sem hann hafði í sér fólginn frá upphafi vega. En til þess að þessi árþúsunda- þroski hinnar mannlegu vitundar eða andans geti átt sér stað, verð- ur hið guðdómlega sáðkorn að kemast ofan í jarðveg efnisins, og þess vegna íklæðist andinn efnis- gervunum, hverju á eftir öðru.

x

Frón

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frón
https://timarit.is/publication/451

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.