Framtíðin - 01.10.1908, Page 2

Framtíðin - 01.10.1908, Page 2
114 F R A M T 1 Ð I N. gleymum sjálfum okkur, byrðunum okkar og lúanum. Að vera með að hjálpa öðrum — að bera byrðar þeirra með þeim — það gerir byrðar sjálfra okkar léttari. Þetta virðist nú vera mót- sögn. En lögmáli Hfsins er nú þanng varið samt. Sá er þreyttastur, sem mest hugsar um sjálfan sig, en minst um það að bera byrðar með öðrum. líann finnur mest til þreytu lífsins og þunga byrðanna, sem honum finst að liann verði að bera. Það er maðurinn, sem finst að hann hafi nóg með sjálfan sig. En það kemur til af því, að hann vill ekki lifa samkvæmt lögmáli lífsins. Unglingar! lærið að skilja að kærleiks-þjónusta er lögmál lífsins. Hugsið ekki mest um ykkur sjálf. Látið ekki markmið ykkar vera það, að komast sem best áfram sjálf, án nokkurs tillits til Iþess,, hvernig samferða-fólki ykkar líð- ur, eða hvernig því gengur. Lærið, á meðan þið eruð ung, að taka eftir ]iví, livernig stendiar á fyrir þeim, sem eru með ykkur og hvort þeir ekki þurfa þess, að þið hjálpið þeim og léttið undir byrðar með þeim — beí'ið nokkra af böglunum þeirra, svo nð þeir komist betur lieim. Ef þið gerið ]>etta, þá verðið þið frjálslegri. Þið brosið kannske. En |)ettii er satt. Þið lítið betur út. Þið hressist. Þið verðið glað-iri og áníegðari. Ykkur þykir vænna um lífið, vegna ]>ess að það verður ykkur meira virði. Hitt, að hugsa mest eða eingöngu um sjálfan sig, gerir manninn ófrjálslegan. Svipurinn hans verð- úr ljótari og leiðinlegri. Hann verður óánægðari. Og lionum þyk- ir ekki eins vænt um lífið, af því það verður honum svo lítils virði. Temjið ykkur kærleiks-þjónustu. Þið græðið á því. Aðrir græða líka. Kærleiks-þjónusta er lögmál lífs- ins. -----o----- Heldurðu það? „Heldurðu ?“• — sagði Nonni við litlu frænku sína, þegar hún tók frá besta og fallegasta eplið sitt handa veikri stvilku—, „heldurðu að guð taki nokkuð eftir öðru eins og þessu? Er það ekki of smátt fyrir hann? Hann hefur 'of mikið að gern með að hugsa um stóra fólkið. Hann hefur ekki tíma til þess að hugsa um okkur krakkana eða um ]>að, sem við gerum.“ Litla frænka hans hristi höfuðið og benti á mömmu sína, sem var að taka ungabarnið upp úr vögg- unni. „Heldurðuf'—sagði hún, — „að mnmma hafi svo mikið að gera fyrir stóra fólkið, að hún hafi ekki neinn tíma til þess að sinna smáa fólkinu sínu? Hún hugsar fyrst og fremst um litla barnið, af því það er svo lítið. Jeg held að guð geri það líka. Hann kann að elska eins og hún mamma. Manstu ekki eftir Jesú, þegar hann blessaði börnin? Og ])ú hefur séð myndirnar af lion- um þar sem hann tekur á móti börnunum. Hann hafði tíma til ]>ess. Manstu ekki eftir lærisvein- unumf Þeir héldu að hann hefði engan tíma til þess, að hugsá um smáa fólkið, heldur bara um stóra fólkið. En Jesú féll það illa. Hann

x

Framtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Framtíðin
https://timarit.is/publication/460

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.