Framtíðin - 01.10.1908, Síða 4

Framtíðin - 01.10.1908, Síða 4
116 F R A M T í Ð 1 N. eins verkamannsins. Slitnaöi' þá hinn sterki þráöur í tvent og alt virtist ónýtt orðið. Andstæöingar Fields réöu sér ekki af fögnuði og „fíflska Fields“ varð að orö- taki íneðal þjóöanna. Samt lét hann ekki hugfalíast. önnur tilraun hans hepnaöist og árið 1858 var hið fyrsta símskeyti sent yfir hafiö. Fað hljóðaði svo: „Norður- álfa og Vesturhcimur eru samtengd með .sæsima. Dýrð sé guði í upphæðum, frið- ur á jörðu og velþóknun yfir mönnunum." Skeyti þessu var tekið með fögnuði mikl- um beggja megin hafsins, dagblöðin töl- uðu ekki um annað en furðuverk þetta og í heilan mánuð flugu árnaðaróskir heimsálfanna milli eftir sæsímanum. En alt í einu hætta skeytin að berast og ó- mögulcgt er að koma þeim áfram iþó reynt sé frá báðum endastöðum. ■ F.kki lætur Cyrus Field að heldur hug- fallast, nótt nú dynji yfir hann aðfinslur og rllyrði úr öllum áttum. Á ný safnar hann stórri upphæð peninga, kaupir eim- skipið „Austra rnikla" og tekur til starfa á ný. í þetta sinn var sírninn lagður tólf hundruö mílur. Þá slitnar hann enn og sekkur til botns, og virtist þá öll von úti. Heilsa Fields var biluð og fé hans Iþrotið, því nær því allar eigur sínar hafði hann lagt í fyrirtækið. Samt lét hann ekki hug- fallast eitt augnablik. t fjórða sinn heldur hann út á hafið frá Englandi á „Austra mikla“. í hálfan mánuð stóð hann sjálfur viö vinduna, sem rakti þráðinn út í sjóinn, og hann tók naumast náðir á sig drykklanga stund. Margt hafði hann lært af undanförnum ó- förum sínum og viðhafði nú alla varúð. 29. Júlí 1866, átta árum eftir að síminn haföi verið lagður i fyrsta sinn, tengdi svo málþráðurinn England og Ameríku aftur saman og fólk beggja landanna hélt á ný fagnaðarhátíð út af jþeim viöburði. Þrátt fyrir alt hið mikla stríð, sem Field varð að heyja og þrátt fyrir háð og ill- mæli, sem hann varð að þola, raskaðist aldrei hin mikla rósemi huga hans né trú- artraust hans. Ummæli þau, er hann hafði, þegar hann síðast og fullkomlega hafði lokið hinu mikla ætlunarverki sínu, eiga skilið að teljast með vitnisburðum Iþeirra manna, sem best liafa lýst ágæti trúarinnar. Hann ritar svo:. „Hörð og löng hefur baráttan verið. Nærri í þrettán ár hef jeg unnið áhyggjufullur án afláts. —---------- Samt hefur vonin vísað mér leið, og jcg hef beðið guð þess, að jeg ekki þyrfti að smakka dauðann fyr en verkinu væri lok- ið. Sú bæn hefur heyrð verið, og nú yfir- gnæfir alt annað þakklæti mitt til guðs almáttugs." Þýtt hefur B. B. J. úr Home Herald. Fétæka ekkjan og kirkjuklukkan. Einhverju sínni var ekkja ein fátæk; hún átti fimm b'örn, og hafði hún ofan af fyrir 'þeim með vinnu sinni, og veitti henni það næsta örðugt. Hún átti jarðar- blett einn, og þótt afrakstur hans væri lít- ill, gat hún þó bjargast meöan hann brást ekki. En eitt árið brást henni afrakstur- inn af blettinum, og auk þess misti hún einu kúna, sem hún átti. Nú hafði hún ekkert sér og börnum sínum til viðurværis. Hún mælti þá í bugarvíli sínu við sjálfa sig: ,,Að lifa á bónbjörgum get eg ekki fengið af mér; iðni og starfsemi kemur mér að engu haldi framar; það væri betur, að jeg væri dauð.“ í sömu andránni heyrði hún klukknahljóð í næsta þorpi; það lét svo undarlega í eyrum hennar, rétt eins og hringt væri yfir greftrun hennar. Aö vörmu spori kom dóttir hennar, ung að aldri, inn í stofuna, og mælti: „Það er samhringt móðir mín; ætlar |þú ekki að fara í kirkju? Jeg skal gæta hússins." Stúlkan mælti þessum orðum sökum þess, að móðir liennar var vön að fara í kirkju livern sunnudag, og kom ávalt hress í huga heim aftur. „Hví skyldi jeg eigi fara og í kirkju í dag,“ hugsaði konan með sér, „þótt jeg eigi bágt: jeg hef þó alla-jafna farið í kirkju, Iþegar vel hefur látið“; og síðan gekk hún til kirkju, þótt henni væri þungt um hjartarætur; en hún skammaðist sín yfir hugarvíli sínu og settist á bak við stoð í kirkjunni; sungið gat hún ekki fyr- ir gráti og ekka, en sérhvert orð af vörum prestsins um gæsku guðs og elsku hug- hresti hana. Eftir messu hélt hún heirn aftur, og var þá miklu hressari í huga og vonbetri.

x

Framtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framtíðin
https://timarit.is/publication/460

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.