Framtíðin - 01.10.1908, Qupperneq 7

Framtíðin - 01.10.1908, Qupperneq 7
F RAM TIÐIN. 119 a'ö lesa þessa kveöju. Fullorönir líka. — Aftan viö söguna er stutt hugvekja falleg út af myrkrinu eftir kandídat S. Á. Gísla- son. Hrósaðu barninu. Margoft kostar þaö talsveröa baráttu, aö gera skyldu sína. Og þegar einhver gerir hana, þrátt fyrir freisting til hins gagnsstæöa, þá á hann lieiöur skilið fyrir. Enginn þarf aö veröa gamall, til Iþess að komast að raim um þetta. Greindur drenghnokki, tveggja og hálfs árs að aldri, sýndi fyrir skömnni, aö hann fann til þess arna. Ilann ætlaði aö gera hlut, sem hann mát-ti ekki gera, en langaöi þó til ,þess. Faöir hans tók eftir honum og sagði við hann: „Nei, sonitr minn! þetta máttu ekki gera.“ Drengur lítur upp á fööur sinn. Auð- sé'ö er, aö hann langar til þess að gera það,- Iþrátt fyrir hann föðursins. En hann sigraöi löngun sína og sagöi: ,,Jæja, .pahbi minn! jeg skal þá ekki gera það.“ Faöir hans sagöi ekki neitt, heldur hélt áfram verki sínu. Drengurinn beiö stund- arkorn. Há sagði hann í rómi, sem lýsti því, aö hann furðaði sig á þögn fööur síns: „Þabbi! því segirðu ekki viö rríig: ‘Nú ertu góöur dretigur' ?“ Faöir Hans tók bendingunni, og lýsti 'á- nægju sinni yfir því, aö hann heföi veriö lilýöinn drengur. T>aö er skylda foreldra, aö kannast við þaö, Iþegar börn þeirra eru góö, og láta þau fá aö vita það, enda þótt góð hegðun barns eigi ekki aö vera komin undir iþví. Fullorðið fólk er líkt smáa fólkinu að þessn leyti. Hrefilega mikið hrós er því gagnlcgt. Erída eiga allir skiliö aö fá hæfilega viöurkenning fyrir þaö, sem iþeir gera vel. Jesús hefur sjálfur licitiö því, að ’segja viö hvern trúan þjón sinn: „Gott, þú góöi og trúi þjónn !“ Úr Sunday School Titncs. Vertu ætíð viðbúinn. Til er saga um ungan mann, sem átti lán sitt að þakka iþví, aö hann var óöar við- búinn, er kallað var á hann aö fara ferð, sem bráðan bar aö méö. Um nokkurn tíma hafði hann átt von á, aö stæöi til aö fara þessa ferö, og bjó sig undir. Hann !ét ofan í tösku sína alt þaö, sem hann á- leit hann myndi þurfa að hafa með sér. I>ess vegna tók það hann að eins fáeinar mínútur aö búa sig á stað, þegar aö því kom' áÖ hann þrufti að fara. I>etta er ekki eins dæmi. Sá sem ávalt er viöbúinn kemst áfram. En iþeim gefst aldrei trekifæri til neins, sém aldrei er viö- búinn. I rauninni cr um ekkert trekifæri fyrir þá aö ræöa. Hæfileikar miklir geta falist með mann- inurn. En á sama stendur. Þeir notast ekki. Pund, sem geyntd eru í sveitadúki og fá ekki aö ávaxtast, veröa ávalt hverj- um manni gagnslaus. Hver maöur þarf aö vera undir þaö búinn, þegar tækifærið býöst honum, ella getur hann ekki fært sér iþað í nyt, og það fer fram hjá eins og járnbrautarlest, sem maður var of seinn til aö ná í. Ef maður er undirbúinn og því viðbúinn að nota tækifæriö, þegar þaö gefst, þá hrindir það rnanni áfram að takmarki því, sent sá hinn sanii hefur sett sér. Úr Young Peoples’ ÍVeekly. Hann gat ekki notað hann. Ungur maöur haföi lent í skuld og fór til Mr. Cecil Rhodes, auömannsins mikla í Suður-Afríku, sem dó fyrir nokkrum ár- um, og baö hann aö hjálpa sér. „Hvaö skuldarðu mikiö?" spuröi Mr. Rhodes hann. — Ungi maöurinn nefndi upphæö. „Er þaö öll skuldin ?“ spuröi Mr. Rhod- es. Já, iþað var öll skuldin. Og svo fékk hann honum ávísun fyrir upphæöinni. „Komdu svo til mín á morgún aftur viö- víkjandi stööunni, sem við töluðum um, og vertu tilbúinn aö fara noröur“, sagöi svo Mr. Rhodes við hann aö skilnaði. Hinn ungi maöur kvaddi og var hinn kátasti. En nresta morgun var þetta orö- ið á annan veg. Hann hafði ekrki sagt rétt frá upphæö skuldarinnar af ótta fyrir, að l>ví cr honum fanst, að upphæðin myndi þykja of stór. Og svo hafði hann seinni

x

Framtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framtíðin
https://timarit.is/publication/460

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.