Framtíðin - 01.10.1908, Qupperneq 8
120
F RAM T 1 Ð I N.
liluta dagsins reynt a'ÍS fá lánaöa viöbótina
hjá vinum Mr. Rhodes upp á stöðuna nýju,
sem hann taldi sér vísa.
,,h>aS er ekki til neins!“ var hiíS óvænta
svar, sem hann fékk næsta morgun. „Jeg
lagSi spurningu fyrir þig,“ sagöi Mr.
Rhodes, ,,og 6ú gafst mér rangt svar. Jeg
gct ckki notaö þig. Vertu sæll!“
Thc Boys’ World.
Nokkrar játaðar yfirsjónir.
t’a'S er auövelt aö drýgja yfirsjón. Og
ein yfirsjón, eitt glappaskot, hefur steypt
mörgum manni og fariö með lif hans. Bók
ein er til í Crerar bókasafni í Chicago, sem
500 manns hafa skrifað í það, sem þeir á-
litu stærstu glappaskot sín. Hér skal
getið um nokkur þeirra.
„Stærsta glappaskot mitt var það, þeg-
ar jeg leiddist út í að spila um peninga,"—
segir einn.
,.Þegar jeg yfirgaf kirkjuna og hana
mcður mína“—segir annar.
„Þegar jeg tók upp á því, að læra aö
reykja“—segir hinn þriðji.
„Stærsta yfirsjón mín var það, að jeg
cyddi tíma mínum til einskis, þegar jeg
gekk i kóla“—segir einn.
Annar segir: „Þegar jeg hugsaði ekki
um að halda stöðu niinni, en varð skeyt-
ingarlaus með það, sem jeg átti að gera.“
Þá einn: „Þegar jeg taldi mér trú um,
að húsbóndi niinn gæti ekki komist af án
mín.“
,Þegar jcg hafnaði fastri stöðu hjá
góðu verslunarhúsi"—segir einn.
„Þegar jeg vildi ekki taka ráðurn eldra
fó!ks.“
„Hirti ekki um að spara peninga, meðan
jeg var ungur og hafði nóg.“
„Sveik peninga út úr fólki/
„Var ekki stöðugur við neitt.“
„Varð hirðulaus um kristilegar skyldur
mínar.“
„Þegar jeg sóaði peningunt mínum.“
Þýtt.
AUGLÝSING.— Þeir’ sem skulda blað-
inu, eru beðnir aö senda andviröi þess eins
fljótt og jþeir eiga hægt með, til ; hr.
Friðjóns Friðrikssonar, 86 Margaretta St„
Winnipeg, Man.
Hitt og þetta.
Lcckna-trúboðar.—Fjöldi kristinna lækna
gerast trúboðar og.fara út í heiðingjalönd-
in á ári hverju. Sex stærstu trúboðs-félög-
in í Bandaríkjunum hafa í þjónustu sinni
281 læknir; en fimm stærstu félögin bresku
hafa 250. Frá Stórbretalandi öllu eru við
trúl)oðs-starf 278 karl-læknar og 147 kven-
lreknar. En frá Bandaríkjunum og Can-
ada alls 280 og 153. í Kína starfa 300, á
Indlandi 225, en i Afríkti að eins 65. Aðrar
trúboðs-stöðvar heimsins hafa flestar
lækna-trúboða.
Vínbanns-hreyfingin mikla í Bandaríkj-
unum og Canada hefur líka náð til Mexico.
Þar á nú að fara að stemma stigu fyrir á-
fenginu. Það er ánægjulegt að hugsa til
þess, að herinn óðum eykst, sem berst fyrir
útrýming áfengis-bölsins. Og nú er
Bakkus orðinn hræddur um sig. En þá er
tími að reka hann á flótta. Nú er því
tími að vinna. Við bæjar- og sveita-
kosningar í Manitoba í haust gefst tæki-
færi til þess að sýna, hvað maður vill.
Marion Lawrence, sd.skóla-maðurinn
frægi, var fyrir skömntu að gefa drengjum
nokkrum heilræði. Hann sagði meðal ann-
ars: „Munið ávalt að hafa 'þrjá bursta.
Einn tannbursta, til þess að tennurnar
ykkar verði í lagi. Einn hárbursta, til
þess að hárið ykkar sé í lagi. Og einn
fata-bursta, til þess fötin yljkar sé hrein-
leg.“ Lika sagði hann: „Þegar þið leik-
ið ykkur, þá eigið þið að leika ykkur; en
þegar þið vinnið' þá eigið þið aldrei að
leika ykkur.”
ÚTGEFENDUR liLAÐSINS eru HiB ev. ll'lt. kirkju-
félug fsl. í Vesturh. og hin sameinuBu hantiatög.
ÚTGÁFUNEFND: Itr. Jón A. Hlöndtil, forseti. adr.;'
P. O Box 136, Winnipetr, Mnn.; hr. FriÖj.ín Friðriksson,
féhirÖir, adr.: 86 Martfnret Str., Winnipej?, Man.; hr.
Kolbeinn Sæmundsson, skrifari, Winnipejí; hr. Jóhannes
S. Björnsson, umboÖsmaÖur blaÖsins í Bandaríkjunum,
adr.: Mountain, N. D.; hr. Geo. Peterson, Pembina, N.
D.; hr. Chr. Johnson, Bnldur, Man. — BlaðiÖ á að borc-
ast fyrirfram. — Árg. hver er 75 rts.
RITSTJÓRI: Séra N. Steinur. Thorlaksson, Selkirk.
Man., Can.
PRENTSMIÐJA LÖGBERGS
Entered in the Post Office at Winnipeg, Man., as second class matter.