Fríkirkjan - 01.05.1899, Síða 11

Fríkirkjan - 01.05.1899, Síða 11
74 um alls engan óvildarhug til „Y. lj.“ eða útgefanda þess, hvorki eins né annars af þeim. Vér álítum það alveg ósærn- andi fyrir mentaða menn, hvað þá fyrir kristna menn að sýna hvor öðrum óvild fyrir ólíkar skoðanir, hvort sem er í kirkju- logum efnum eða öðrum. Já, af öllu hatri hötum vér mest þá tegund þess, sem kallað hefir verið „odium theologicum “ (guðfræðinga hatur). Vér viljum því eitt sinn fyrir öll biðja þess bæði dócent Jón Ilelgason og hina aðra útgefendur „V. lj.“ að taka það ekki sem óvildarmerki, þó vér kunnum að brúka orð í harðara lagi. En þó vér látum í Ijósi að það sé undarlegt að nokkur kristinn maður skuli finna sig knúðan til að tala og rita „eindregið á móti fríkirkjunni", þá stöndum vér eigi einir uppi með þá skoðun. Vér munum ekki betui' enn að ritstjóri „Samein.“ kæmist svipað að orði einmitt út af hinni sömu framkomu dócents Jóns Helgasonar á synódus 1897. Um orðin „ríkiskirkja“ og „þjóðkirkja" mun varla vera ástæða til að deila; þýðing þeirra er vist nokkuð svipuð, og þeir menn, sem um mál þessi rita, virðast brúka þau jöfnum höndum. í þessu 1. tölublaði „Fríkirkjunnar“ höfum vérlang- < optast haft einmitt orðið „þjóðkirkja", tvisvar sinnum orðin „þjóðkirkja eða ríkiskirkja", en aldrei orðið „rikiskirkja“ eitt sér; það kemur að eins fyrir einu sinni í samsetningunni: „ríkiskirkjublað". Og þó segir V. Lj.: „sem hann sífellt nefn- ir ríkiskirkju, þótt hann vel viti, að kirkja íslands er þjóð- kirkja, en ekki ríkiskirkja“. En svo er í sama tölublaðinu í V. Lj. minnst mjög lof- lega á grein í “Þjóðviljanum unga“ eptii’ prestinn séra Sigurð Stefánsson í Vigui-; en í þeirri grein er alstaðar haft orðið „rikiskirja". Og það, sem er einna skoplegast, þar brúkar dócentinn sjálfur orðið „ríkiskirkja". fá segir dócentinn, að „Fiíkirkjan" komi ekki fram sem málgagn hinnar evangelisk-lútersku kirkju, heldur sé hún „adventista-málgagn í dularbúningi". Hvaða rétt hefur dócent- inn til að bera slíkt fram? Hvaða kristins manns rétt hefur ■* hann til að fullyrða það, sem hann veit ekkert um? Hvaða heiðvirðs manns rétt hefur hann til að brúka „hiklaust" orð eins og „falskt flagg,“ sem hann telur bæði orðin „frjálslynd- j

x

Fríkirkjan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.