Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 22.12.1949, Blaðsíða 1

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 22.12.1949, Blaðsíða 1
Kosningaskrifstofa fl 1 Kt'tAu V\1 r\ A Alþýðuflokksins Xi 1D v Q11JQ1Q,Q í Hafnarfirði er í Alþýðuhúsinu, á sama stað og áður Sími 9799 Hafnarfjarðar Skrifstofan er opin fyrst um sinn frá kl. 5—7 s. d. WUI. árg. Hmfnarfirði 22. des. 1949 9. tölublað Jólahugleiðing eftii séra Garðar Þorsteinsson Senn rennur upp hin bjarta friðarhátíð, sem á sér enga líka. Friðarhöfðingi var eitt af heitum hans, sem þesý hátíð er lielguð, og enginn annar hefir verðskuldað það heiti eins og hann. Líf hans var hið ytra stöð- ug barátta við hin illu og spilltu öfl heimsins, en í hjarta átti hann þann innri frið, sem ekkert gat raskað. Og slíkan frið vildi hann gefa hverjum þeim, sem leitaði hjálpræðis hjá honum. Og heimurinn stóð undr- andi frammi fyrir þeirri stað- reynd, að sá sem hafði hlotið þann frið í lijarta, liafði öðl- ast styrk til þess að þola hvert mótlæti lífsins, svo að jafn- vel hinar grimmilegustu of- sóknir fengu ekki raskað sál- arró þeirra. Friðargjöf Krists var þeim meiri öllu mótlæti. Hvað gat gefið slíkan frið? Það var boðskapur jóla- barnsins um gæzkuríkan Guð, sem vakir yfir barni sínu hvert Nú byrja blessuð jólin með bjarta Ijósa fjöld og heilög sólna sólin nú signir allt í kvöld. Þú hátíð hátíðanna, sem heimí boðar frið, svo augu aumra manna sjá opin himins hlið. Ég kem í kirkju þína, þú kóngur dýrðar hár, þér gjöf að gefa mína, af gleði runnin tár. Ó! ég, hinn smáði smái, á smátt að færa þér, en þú, hinn helgi, hái, gafst hinmaríki mér. Ég baðast birtu þinni, þú bjarta himinrós, sem Ieiðst, svo loks ég finni mitt líf við dauðans ós. Þá lýsir ljósum geima og lífgar sérhvert strá; þú einn átt alla heima og allra sálna þrá. Ólína Andrésdóttir fótmál lífsins, og umvefur það kærleika sínum. Það var reynzlan, sem þeir ldutu fyrir samfélag við jóla- barnið, — reynslan um það, að sá sem helgar líf sitt Guði og leitar hans í baráttu lífs- ins, öðlast meiri styrk en nokk- ur skilur, sem ekki reynir. Það er trú jólabarnsins á eiUfðina á bak við árin. Jólahátíðin minnir á þessa friðargjöf, og hennar er þörf á hverri tíð. Enn er þessi heimur fidlur úlfúðar, fullur mannúðarleys- is og margskonar þrenginga. En á þessum viðsjálu tím- um hefir það komið í Ijós, ekki síður nú en áður var, hve friðargjöf Krists hefir reynzt blessunarrík náðargjöf, gefið þeim stip-k til að þola þrengmgar í baráttunni fiyrir því, sem þeim er helgast. Friðargjöf Krists er öllum gefin. Hún er jólagjöf Betle- hemsbarnsins til vor. Þyggjum þá gjöf með þakklátu hjarta. Þái verður friðarhátíðin oss öllum GLEÐILEG JÓL

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.