Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.01.1993, Blaðsíða 3

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.01.1993, Blaðsíða 3
Alþýðublað Hafnarfjarðar 3 HÆSTA VIWMINGSHLUTFALLIÐ 0 G MESTU VINNINGSLÍKURNAR ANNAR HVER M I Ð I GETUR UNNIÐ! Aflakóngur tvö ár í röð Rætt við Pál Eyjólfsson skipstjóra á Haraldi Kristjánssyni hef alltaf sagt að heppni spili líka mikið inn í, en síðast en ekki síst góð áhöfn. Ég hef verið með nánast sömu áhöfnina frá upp- hafi og margir komu með af Karlsefninu, með sumum hef ég Á síðasta degi nýliðins árs var lýst kjöri á Iþróttamanni FH fyrir árið 1992. FH-ingar hafa skapað skemmtilega hefð með kjöri þessu og var mikíð fjöl- menni samankomið í Kapla- krika á gamlársdag. Mátti þar sjá garnlar kempur sem og yngri íþróttamenn félagsins. Eftirtaldir íþróttamenn hlutu tilnefningu: Andri Marteins- son knattspyrnumaður, Berg- sveinn Bergsveinsson og Kristján Arason handknatt- leiksmenn, Magnús Bess lyft- inga- og vaxtarræktarmaður og frjálsíþróttafólkið Súsanna Helgadóttir, Einar Kristjáns- son og Guðmundur Karlsson. Kjörnefnd sem skipuð er full- trúum frá öllum deildum inn- an félagsins komst svo að þeirri niðurstöðu að útnefn- inguna skyldi hljóta Kristján Arason handknattleikskappi. Kristján lék stórt hlutverk með FH-liðinu á síðasta leik- tímabili. Auk þess sem hann var þjálfari liðsins stjórnaði hann leik þess í vörn og sókn. Kristján á að baki langan feril í atvinnumennsku og hefur verið burðarás íslenska landsliðsins í mörg ár. Hann er eini íslenski í- þróttamaðurinn sem orðið hefur Evrópumeistari í hópí- þrótt. Alþýðublaðið náði tali af Krist- jáni og spurði hann hvernig til- finning það væri að hljóta þessa viðurkenningu? „Ég lít á þetta sem mikinn heið- ur fyrir mig sem íþróttamann og FH-liðið í heild. Því að baki svona árangri standa góðir leik- menn, styrk stjórn og fjölmargir aðstandendur. Ég er alinn upp hjá félaginu og hef leikið með því í 20 ár svo að svona útnefn- ing nær svo sannarlega til manns". En hvaða hugmyndir hefur Kristján um útnefningar sem þessa innan íþróttafélaganna? „Ég lít á þetta sem hvatningu fyrir alla íþróttamenn innan raða FH. Það myndast ákveðin stemmning í kringum þetta og er virkilega jákvætt. Einnig er þetta gott tækifæri til að verð- launa þá íþróttamenn sem lengi hafa gefið af sér til félagsins". I gegnum tíðina hafa Hafnfirðing- ar átt miklar aflaklær og góða skipstjórnarmenn. Nú hefur bæst í safnið ný stjarna á himni aflamanna og fer þar Páll Eyjólfsson skipstjóri á Haraldi Kristjánssyni, skipi Sjólastöðvar- janúar 1989 verð ég skipstjóri og hef verið það síðan.“ „Nú hefur þú verið aflakórtgur landsins tvö ár í röð, Iwað veld- ur?“ „Hvað veldur, auðvitað kemur reynslan að góðu gagni, en ég Páll Eyjólfsson á leið um borð innar. Páll varð nú annað árið í röð aflahæsti skipstjóri landsins og nú með rúmlega 6000 tonn. Haraldur Kristjánsson var inni um jól og áramót, en hélt síðan á veiðar 2. janúar. Páll tók sér frí þann túr, enda stendur hann í stórræðum þar sem þau hjónin eru að byggja sér hús að Háa- bergi 43 hér í bæ. Við hittum Pál þar sem hann var önnum kafinn við vinnu í nýja húsinu, en hann gaf sér tíma í smá spjall. Fyrst spyrjum við um ætt og upp- runa „Ég er innfæddur Gaflari, en for- eldrar mínir voru þau Guð- munda Loftsdóttir og Eyjólfur Kristjánsson vörubílstjóri, við erum 6 systkinin. Ég átti lengst- um heima á Holtinu og gekk hér í barnaskóla og Flensborg en þaðan útskrifaðist ég 1970.“ „Hvenær hefst svo sjómennsk- an?“ „Ég fór fyrst á sjó 15 ára gamall, sumarið milli þriðja og fjórða bekkjar í Flensborg og þá á síðu- togarann Jón Þorláksson. Síðan má segja að ég hafi verið á sjó. Ég fer í Stýrimannaskólann og út- skrifast þaðan 1980 og fer þá á Karlsefnið og er orðinn stýri- maður þar um haustið. Árið 1987 kaupir Sjólastöðin Karlsefn- ið og áhöfnin fylgdi með. Karls- efnið var svo selt til Chile, en 1988 í mars kemur Haraldur Kristjánsson nýr til landsins og þá verð ég þar stýrimaður en 25. Spilar þá ekki í besta fiappdrœttinu? HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til virmings EINFALDUR 4 vinn. á kr. 5.000.000,- 24 vinn. á kr. 2.000.000,- 68 vinn.á kr. 1.000.000,- 208 vinn. á kr. 250.000,- 900 vinn.á kr. 75.000,- 7444 vinn. á kr. 25.000,- 42240 vinn. á kr. 14.000,- 69600 vinn. á kr. 2.400,- 192 aukavinn. á kr. 50.000,- Samtals 120680 vinn. á kr. 1.209.600.000,- TROMP 1 vinn. á kr. 25.000.000,- 6 vinn. á kr. 10.000.000,- 17 vinn. á kr. 5.000.000,- 52 vinn. á kr. 1.250.000,- 225 vinn. á kr. 375.000,- 1861 vinn. á kr. 125.000,- 10560 vinn. á kr. 70.000,- 17400 vinn. á kr. 12.000,- 48 aukavinn. á kr. 250.000,- Samtals 30170 vinn. á kr. 1.512.000.000,- NÍA 1 vinn. á kr.45.000.000,- 6 vinn. á kr.18.000.000,- 17 vinn. á kr. 9.000.000,- 52 vinn. á kr. 2.250.000,- 225 vinn. á kr. 675.000,- 1861 vinn. á kr. 225.000,- 10560 vinn. á kr. 126.000,- 17400 vinn. á kr.21.600,- 48 aukavinn. á kr. 450.000,- Samtals 30170 vinn. á kr, 2.721.600.000,- Kristján Arason íþróttamaður FH 1992 verið í 12 - 13 ár, byrjaði sem há- seti með þeim. En til að fiska vel verður þetta allt að falla saman og svo verður maður að þekkja skipið sitt og veiðarfærin og Har- aldur Kristjánsson er mjög gott skip og vel útbúið.“ „Hvað hafið þið verið að veiða og hvar?" „Það er að langmestu leyti karfi og það úthafskarfi. Við vorum á sl. ári 5 mánuði fyrir utan 200 mílurnar og þannig fengum við 3200 tonn en um 2000 tonn af karfa á heimaslóð. Hitt var þorskur, ufsi og ýsa. Við erum 400 mílur suðvestur af íslandi á úthafskarfanum og erum þá suð- ur af Hvarfi.“ „Hefur þú aldrei orðið fyrir áföll- um á sjó?“ „Nei, ég hef verið alveg einstak- lega heppinn til sjós og sloppið við allan sjóskaða. Auðvitað höf- um við fengið á okkur brot og þess háttar en það hefur ekki verið neitt til að gera veður út af og reyndar bara hlutur sem þú kemst ekki hjá ef þú ert að þvæl- ast til sjós.“ „En nú vendum við okkar kvæði í kross og lítum í kringum okkur að Háabergi 43 þar sem Páll og kona hans Svava H. Svavarsdótt- ir eru önnum kafinn við að byggja sér glæsilegt hús með geysilega fallegu útsýni yfir Hafn- arfjörð. Páll segist lítið hafa tek- ið sér frí frá sjónum var t.d. 308 daga á sjó sl. ár, en nú kalla verkefnin í byggingunni og að- spurð segir Svava að líf sjó- mannskonunnar sé að sjálfsögðu stundum einmana og geti verið erfitt en hins vegar sé Páll í fríi þegar hann er í landi og þá heimavið, sem sé kannski meira en hægt er að segja um margan landkrabbann. Yngsta barnið Páll Fannar er þarna líka að hjálpa til, en tvö hin eldri þau Guðrún og Eyjólfur eru í skólan- um. Við kveðjum |iau á tröppunum á nýja húsinu og óskum Páli þess að hann megi halda áfram að draga björg í bú hér eftir sem hingað til. Við Hafnfirðingar erum stoltir af honum og skips- höfn hans og óskum þeim öllum til hamingju með árangurinn. FIMLEIKAFÉLAG HAFNARFJARÐAR ARGUS/SÍA

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.