Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.06.1991, Side 4

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.06.1991, Side 4
... og kratar fóru til Cuxhaven F ALÞYÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Laugardaginn 25. maí hélt hópur hafnfirskra krata til Cuxhaven í Þýskalandi til þess að heimsækja flokkssystkini sín þar. Upphaf þessarar samskipta var að þegar Hafnarfjörður og Cuxhaven tóku upp vina- bæjarsamskipti fyrir þremur árum þá ræddu þeir Ingvar Viktorsson bæjarfulltrúi og Werner Kretchmann einn af forystumönnum jafnaðar- manna í Cuxhaven þann möguleika að taka upp samskipti milli jafnaðarmanna áþessumstöðum. Ekki varlátið sitja við orðin tóm, því Cuxhavenkratar komu til Hafnarfjarðar vorið 1990 og ferðuðust víða með Hafn- firðingum. Þeir voru yfir sig hrifnir af landi og þjóð enda vel á móti þeim tekið og auk þess lentu þeir hér í hinu besta veðri. En nú var komið að Hafnfirðingunum að endur- gjalda heimsóknina og haldið til vikudvalar í Þýskalandi. Er skemmst frá því að segja að móttökurnar í Þýskalandi voru frábærar. Alla daga var verið að skoða, ferðast og fræðast. Fjölskyldur voru heimsóttar og á þeirra vegum var farið í skoðunarferðir. Hópurinn allur fór í heimsókn til Hannover þar sem borðaður var hádeg- isverður í boði borgarstjórans þar. Farið var í móttöku hjá sjávar- og landbúnaðar- ráðherra Neðra Saxlands og svo mætti lengi halda áfram að telja. Ymsum fannst það toppurinn á ferðinni þegar hópnum var boðið á flokksþing þýskra jafnaðarmanna sem fram fór í Bremen en þar kusu þýskir kratar sér nýjan leiðtoga Björn Engholm, ákaflega virtan og vinsælan stjórnmálamann. Að kvöldi þess dags var Hafnfirðingunum boðið til veislu með þýskum jafn- aðarmönnum en í veislunni voru alls sex þúsund gestir. Síðasta kvöldið héldu síðan Hafnarfjarðarkratarnir íslenska veislu fyrir kollega sína þar sem boðið var upp á harðfisk , sviðasultu, rúgbrauð og brennivín svo eitthvað sé nefnt og líkaði þýskum þetta mjög vel enda kláraðist allt saman og allir skemmtu sér vel. Það var samdóma álit allra sem þátt tóku í ferðinni að hún hefði heppnast í alla staði stórkostlega og félagar okkar í Cuxhaven ættu mikið hrós skilið fyrir móttökurnar og alla skipulagningu og ekki má gleymaþættiþeirraJónu Óskar Guðjónsdóttur og Valgerðar Guðmundsdóttur bæjarfulltrúa en þær önnuðust allan undirbúning ferðarinnar hér heima. Annars segja myndirnar hér á síðunni kannski meira um ferðina en mörg orð. ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN í HAFNARFIRÐI RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: INGVAR VIKTORSSON SÍMAR: 52609 OG 50499 PRENTUN: STEINMARK Þeir voru heiðraðir á Sjómannadaginn. Taldir frá vinstri: Móses Guðmundsson og kona hans Ólafía Guðbjörnsdóttir, Jóhann Sveinsson og kona hans Guðrún Bjamadóttir, ‘Olafur Tryggvason og dóttir hans Jóna Ólafsdóttir og Sigurður Jóhannsson og kona hans Daðey Sveinbjömsdóttir. Alþýðublað Hafnarfjaröar óskar þessum heiöursmönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með verðskuldaða viðurkenningu Sjómannadagurínn Hópurinn samankominn á tröppum þinghússins í Bremen. Fremstur með sigurmerki er Wemer Kretschmann einn af forystumönnum jafnaðarmanna í Cuxhaven. Síðasta kvöidið var haldin íslensk veisfa fyrir þýsku gestgjafana og snæddur fsienskur matur. Á myndinni em framámenn í Cuxhaven með hafnfirsku bæjarfulftrúunum. Sjómannadagurinn var hátíðlegur haldinn í einstöku blíðviðri enda dreif að mikinn mannfjölda til að fylgjast með hátíðahöldunum. Dagskráin var hefðbundin, en ræðumenn dagsins voru Helgi Einarsson fyrir hönd útvegsmanna, Jón Kr. Gunn- arsson fyrir höncl sjómanna og María Gylfadóttir fyrir hönd Slysavarnardeildarinnar Hraunprýði. Þá voru heiðraðir fjórir öðlingar fyrir störf þeirra á sjónum þeir Jóhann Sveinsson, Móses Guðmunds- son, Olafur Tryggvason og Sigurður Jóhannsson. Þá var í fyrsta skipti veittur afreks- bikar Sjómannadagsins sem Fjörukráin gaf. Bikarinn hlaut ungur piltur Finnbogi Ólafsson en hann bjargaði skipsfélaga sínum sem fallið hafði útbyrðis. Sýndi Finnbogi mikið harðfylgi og verðskuldaði svo sannarlega viðurkenninguna. Þyrla Landhelgisgæslunnar sýndi björgunaræfingar í höfninni og Björn Thoroddsen flugmaður sýndi listflug. Þá var keppt í kappróðri og sigruðu sjómenn af Venusi en Eyjapeyjar sigruðu í keppni landkrabba. í stakkasundi sigraði Þórður Lárusson skipverji á Ymi. Aðstandendur Sjómanna- dagsins vilja koma á framfæri þakklætitilallraþeirrasem lögðu fram vinnu í tilefni dagsins og bæjarbúum öllum fyrir þátttökuna. Skrífstofa Alþýóuflokksins í Alþýöuhúsinu viö Strandgötu mun nú í sumar veröa opin tvo eftirmiödaga í viku. Þriöjudaga og föstudaga frá kl. 13.30 - 17.00. Á skrifstofunni veröur Ingvar Viktorsson, bæjarfulltrúi til skrafs og ráöageröa viö gesti og gangandi. Alltaf verður heitt kaffi á könnunni og eru bæjarbúar hvattir til aö líta viö og ræöa málin

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.