Haukur - 10.02.1934, Page 3

Haukur - 10.02.1934, Page 3
3 HAUKUR til að gegna þeim störfum, sem bíða hennar í framtíðinni. þetta verður að breytast, al- menningi verður að skiljast hvetsu þýðingarmikið atriði í uppeldismálum íþróttirnar eru. Nú á dögum, er það nauðsyn- legt að unglingar venji sig á í- þróttaiðkanir, ekki einungis vegna þess, að sá. sem iðkar í- þróttir, verður venjulega hraust- ari, afkastameiri og reglusamari I heldur en hinn, sem nennir því aldrei, heldur og einnig vegna þess, að iþróttaiðkanir hafa frels- | að margan unglinginn frá því, að eyða tómstundum sínum á bilijardstofum og kaffihúsum, eða gera það sem verst er af þessu. drekka vín. Foreldrar! viljið þið ekki held- ur vita af börnum ykkar, iðk- andi hollar íþróttir, sjálfum sjer og öðrum til ánægju, en að þau sitji á kaffihúsum og biliardstof- um fram á miðja nótt. Ef svo er þá komið börnum ykkar í skilning um netsemi og gagni íþróttanna- Ungir menn og konur, sem ekki hafið iðkað íþróttir til þessa, gangið í eitthvert iþróttafjelagið hjer og æfið íþróttir; ef þið gjör- ið það munið þið komast að raun um, hversu hollar og skemtilegar íþróttirnar eru, og stælist og verið hæfari til að vinna þá vinnu, sem þið eigið inna af hendi. H. G.. Halló Hafntirðingar munið að hjá mér fáið þið ódýr- astar og bestar allar nauðsinja- v ö rur Guðmundur AVagnússon Kirkjuveg 14. Sími 9091. Auglýsið í H a u k. Veiiið Victoríubaunirnar og görnlu hýðis baunirnar ódýrastar í bænum Á- valt byrgir af ísl. smjöri og nýjum eggjum. Hafnarfjörður er nú orðinn svo stór bær og fjölmennur, að tími er kominn til þess að skipu- leggja þar íþróttamálin. Æsku- lýðurinn þarfnast þess, og frarn- tíðin. Eftir þvl sem bærinn vex og stækkar verður það erfiðara, að fá heppilegan stað fyrir t. d. leikvöll, sundlaug og barnaleik- velli. Þarf því að hugsa fyrir því í tfma. Æskul>rðurinn heimtar útivist og íþróttaiðkanir, og að ætla sér að sporna .á móti því er mjög varhugavert; enda ekki hægt til lengdar. Það má að vísu tefja þessi menningarmál, urn nokkur ár, en að hindra að þau komist í framkvæmd, er ekki hægt. — í hverjum bæ þarf að vera góður og vistlegur leikvöllur, helst grasi gróinn; fimleikahús, glímuskáli og sundlaug; einnig sjerstakimleikvellir fyrir börn og unglinga, þar sem þau geta óá- reitt verið við alla úti-leiki t. d. knattleika og ýmsa aðra útileiki á sumrurn, en sleða-, skauta- og skíðaferðir á vetrurn. Ef hugsað er um að skipu- | leggja slíka leikvelli í tæk tíð, verður kostnaðurinn aldrei mjög tilfinnanlegur. En ef alt er látið reka á reiðann, með framkvæmd- ir slíkra menningarmála, þá get- ur kostnaðurinn orðið mjög til- finnanlegur fyrir bæjarfjelagið. Nú þykir það sjálfsagt í öllum menningarlöndum, að byggja vistlega leikvelli, íþróttahállir, sundhaílir, skautaskála og fl. Á bolludag allar tegundír af bollum, frá Alþýðubrauðgerð Hafnarfjarðar opnað kl. 7 f. h. fyrir æskulýðinn. Og svo mun og verða hér, þegar oss vex fiskur um hrygg. En best er að hugsa fyrir þessum menningar- málum í tæka tíð, það verður heppilegast og kostnaðarminnst. Nú er vaknaður mikill áhugi fyrir líkamsiþróttum í Hafnarfirði, þó aðstaðan fyrir iþróltamennina sé þar að mörgu leyti eríið, Að- al-leikvöllur þeirra —- knatt- spyrnuvöllurinn — er lítill og ó- sléttur, og á óheppilegum stað, (m. a. vegna þess hve þar er á- veðra), þótt útsýni þaðan yfir Hafnarfjörð og nágrenni sé á- gætt. Þá er t. d. altof mikil mold í vellinum, og er mjög erfitt að keppa í hnattspyrnu.þegar blautt I er. Ekkert skjdi er þar heldur fyrir íþróttamennina. Framtíðar- staður fyrir leikvang Hafnfirð- inga er í Víðigerði (Víðistaðir).Þar er nóg Íandrými og skjólgoif, og stutt fyrir bæjarbúa að ganga til leikja. Þá er .sundskálinn lítill og ó- vistlegur. Sundvíkin grýtt og engin er þar sundbryggja. Verð- ur því sundkenslan erfiðari en | hún þyrfti að vera, ef aðbútiaður væri góður- Er furða hvað sund- kennaranum hefir orðið ágengt með kensluna; það sást best á síðasta sundmóti. Það virðist fyllilega orðið tímabært að góð upphituð sundlaug væri byggð í kaupstaðnum, og hjtuð upp með kolum, eins og Bolvfkíngar gera. Sfðar þegar Sogsvirkjunin ér komin í framkv'ærnd má hita Hinrik Auðunson. Sími 9125. Iþröttamál hafnfirðinga.

x

Haukur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Haukur
https://timarit.is/publication/477

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.