Ljósvakinn - 01.07.1923, Side 2

Ljósvakinn - 01.07.1923, Side 2
74 LJÓSVAKINN hann: »Andi Droltins er yfir mér, af því hann hefir smurt mig til að flylja fátækum gleðilegan boðskap; hann hefir sent mig til að boða bandingjum lausn og blindum að þeir skuli aftur fá sýn, til að lál þjáða lausa, til að kunngjöra hið þóknanlega ár Drottins. »Lúk. 4, 18. 19. þetta var líka það verk, sem hann gaf lærisveinum sínum vald til að fram- kvæma. »þér eruð Ijós heimsinsw, sagði hann. «þannig lýsi Ijós yðar mönnum, til þess að þeir sjái góðverk yðar, og vegsami föður yðar, sem er í himnun- um«. Matt. 5. 14. 16. Þetta er það verk, sem spámaðurinn Jesaja talar um, þar sem hann lýsir í hverju hin sanna guðsdýrkun sé fólgin, þ. e. í því »að þú miðlir hinum hungr- uðu af brauði þínu, hýsir bágstadda, hælislausa menn, — ef þú sér klæðlaus- an mann, að þú þá klæðir hann og íirr- ist eigi þann, sem er liold þitt og blóð«, þegar þú gerir þetta, »þá skal ljós þitt bruna fram sem morgunroði og sár þitt gróa bráðlega; þá mun réttlæli þitt fara fyrir þér, dýrð Droltins fylgja á eftir þér«. Es. 58, 7. 8. þannig mun dýrð Droltins i hinu andlega náttmyrkri bruna fram á þann hátt, að söfnuður hans kappkostar að hjálpa hinum bág- stöddu og hugga hina sorgmæddu. Alstaðar í kringum oss heyrum vér angislaróp heimsins. Það er eymd og þjáning hvert sem lilið er. Það ætti því að vera vort verkefni að bæta úr þraut- um og bágindum. Instu þrá sálarinnar verður einungis svalað með hinum lækn- andi krafti Krists kærleika. Þegar Krist- ur býr í hjarta voru, munum vér sýna hluttekningarsemi og meðhygð með þeim, sem líða. Kærleikur Krists í oss mun verða eins og lind sem streymir til end- urnæringar og huggunar hinum þjáðu. Margir hafa mist alla von sína. Sendu þeim nokkra ljósgeisla til hughreysting- ar. Margir liafa tapað kjarkinum. Tal- aðu orðum huggunar og uppörfunar til þeirra. Það eru þeir, sem þarfnast brauð lífsins. Lestu fyrir þá í Guðs orði. Marg- ir líða af sálarkvöl, sem engin jarðnesk smyrsl geta linað, enginn læknir læknað. Bið þú fyrir slíkum manneskjum. Leiddu þær til Jesú. Segðu þeim að það sé von um þær, til sé læknir, sem geti hjálpað þeim. Sólarljósið er blessun fyrir alla, þess vermandi geislar upplýsa þann beim, sem í gáleysi og spillingu gengur móti eyðileggingunni. Þannig er það einnig með sólu réttlætisins. Öll þessi jörð, sem synd, sorg og þjáning hefir kastað skugg- um sínum á, mun verða upplýst af þekkingunni á kærleika Guðs. Enginn er útilokaður frá því ljósi, setn skín út frá hástóli guðdómsins. Boðskapur náðarinnar og sannleikans mun verða kunngjörður til ystu endi- marka jarðarinnar. Hver sem vill getur komið og orðið hluttakandi í krafti Guðs og fengið sált við hann. Þjóðirnar skulu ekki lengur sita innilokaðar í skuggum miðnæturinnar. Myrkrið verður að vikja' fyrir geislum frá sólu réttlætisins. Kristur hefir undirbúið alt þannig, að söfnuður hans getur orðið ummyndað- ur, upplýstur af hinu sanna ljósi, er endurspegli dýrð Imtnanúels. Það er vilji hans að hver einasti krislinn mað- ur, skuli vera umkringdur af hinu and- lega andrúmslofti ljóssins og friðarins. Hann vill að vér skulum vera fyllir gleði hans. »Statt upp, skín þú, því að Ijós þitt kemur og dýrð Drotlins rennur upp yfir þér«. Kristur kemur aftur í mætti og mikilli dýrð. Hann kemur í sinni eig-

x

Ljósvakinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.