Ljósvakinn - 01.07.1923, Qupperneq 3

Ljósvakinn - 01.07.1923, Qupperneq 3
LJÓSVAKINN 75 in og föðursins dýrð og í fylgd tneð honuni hinir heilögu englar. Pegar allur heimurinn er umkryngdur myrkri, mun vera Ijós í búslöðum hinna heilögu. I'eir munu sjá hina fyrstu geisla af endurkomu hans. Ljós dýrðar hans mun hruna fram, án þess að nokkuð skyggi á það, og allir sem hafa verið hans trú- fastir þjónar munu undrast hann. Þeg- ar hinir óguðlegu flýja, munu fylgjendur hans gleðjast í nærveru hans. Þá skulu allir þeir, sem leystir eru út úr hóp mannanna, eignasl hina fyrir- heitnu arfleifð. Þannig mun Guð ná til- gangi sínum með ísrael sinn. Því sem Guð hefir ákveðið að framkvæma, getur enginn maður aftrað. Jafnvel þar, sem hið illa hefir haft yfirráð, hefir þáð sýnt sig, að fyrirætlunum hans hefir miðað áfram til hinnar síðustu fullkomnunar. Þannig var það með æltkvísl ísraels, •neðan ríkið var skift, og þannig er það með hinn andlega Israel enn i dag. E. G. W.' Kristilegt líf. Kristilegt líf er það líf, sein lifað er i Kristi. »Sjálfur lifi égekki framar, held- ur lifir Kristur í mér«. (Gal. 2, 20.) Vér erum útvaldir í honum frá grund- völlun heimsins, til þess að vér værum heilagir og lýtalausir fyrir honum i kærleika. Alt megnum vér fyrir hjálp hans, sem oss slyrka gerir. Kristilegt líf er líf í Heilögum anda; Kristur innsiglar það og viðl^ldur því, °g er sjálfur uppspretta þess, vér lifum eItir leiðsögu andans og göngum eftir fyrirskipunum hans. Allir vorir eigin- legleikar eru ávexlir andans. Vér erum upplislir af Guðs anda, hann slyrkir oss og fullkomnar, og vér erum aðvar- aðir um að hryggja ekki eða slökkva andann. Kristilegt líf, er líf í aðskilnaði frá synd og heiminum; það hefir krossfesl holdið með þess fýsnum og tilhneiging- um. Það getur sagl: »Heimurinn er mér krossfestur og ég heiminum,« það leitar hinna himnesku hluta, en deyðir hina jarðnesku limi; það afklæðist hinum gamla manni með tilhneigingum hans, því þess borgarréttur er á himnum. Kristilegt líf er barátta — barátta gegn holdinu sem stríðir i móti andanunt, barátta við skoðanir og völd — barátta móti höfðingja þessa heims — barálla móti illutn öndum. Og því nær sem vér komumst takmarki sigursins, þess að- sæknari verður óvinaherinn, þess erfið- ari verða reynslurnar. En heitýgi vor eru öflug og sigurinn er vís. Kristilegt líf er líf i heilagleika, líf í starfsemi og mótlæti, bíðandi með þrá endurkomu Jesú Krists og upprisu rélt- látra í dýrð og vegsemd, væntandi hinn- ar dýrðlegu vonar og hins mikla Guðs og frelsara vors Jesú Krists dýrðlegu openberunar. Líf er gleymir því setn að baki er, en seilist eftir þvi sem fyrir framan er, keppandi þannig að markinu til verðlaunanna, sem himinköllun Guðs fyrir Krist Jesúm Býður. G. P. Ef eftirbreytendur Krists skildu til fulls skyldu sina, pá mundu par vera púsundir, er nú er einn, að boða fagnaðarcrindið i heiðnunt löndum.

x

Ljósvakinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.