Ljósvakinn - 01.07.1923, Qupperneq 7

Ljósvakinn - 01.07.1923, Qupperneq 7
LJÓSVAKINN 79 mál lifsifls, iðjuleysi er dauði. »En op- inberun andans er gefin sérhverjnm til þess, sem gagnlegt er». (1. Kor. 12, 7.) Þegar andlegar gáfur eru notaðar öðrum til blessunar, munu þæraukasl; byrgjum vér þær inni i sjálfum oss, í eigingjörn- um tilgangi, munu þær smáhverfa, og loks missum vér þær alveg. Sá, sem ekki vill miðla öðrum af þvi, sem hann hefir fengið, mun að lokum komast að raun um, að hann á ekkert til að gefa. Hann hefir valið sér það hlutskiftið, sem skemmir og loks eyðileggur sálar- gáfurnar. Það skyldi enginn ímynda sér, að hann geti lifað eigingjörnu lífi, þjónað eigin hagsmunum alla æfi, og svo gengið inn í fögnuð herra síns. Hann gæti ekki tekið þátt i þeirri gleði, sem ósérplæinn kærleikur hefir í för ineð sér; hann mundi ekki kunna við sig á himnum. Hann kynni ekki að meta þann hreina kærleika.sem þar ríkir. Söngur englanna og hörpuhljómurinn yrði honum ekki til yndis; þekking og visdómur himins- ins yrði honum ráðgáta ein. Á hinum mikla degi mun þeim, sem ekki hafa unnið fyíir Krist, þeim, sem hafa sóað tímanum án þess að bera nokkra ábyrgð og, sem einungis hafa hugsað um að geðjast sjálfum sér, verða skipað á bekk með þeim, sem ilt hafa aðhafst. Þeir munu fá sama dóm. Margir, sem eru ófúsir á kristilega starfsemi, bera það fyrir sig að þeir séu ekki nógu duglegir til þess að starfa. En hefir Guð gert þá svo dugnaðarlausa? Nei, þeir hafa orðið duglausir af því, að þeir hafa ekkert aðhafst. Á hinum andlegu gáfum, hinum andlegu kröftum, finna þeir að þessi dómur er genginn yfir þá: »Takið af honum lalentuna«, Slöðug misbrúkun lalentanna rekur Heilagan anda að lokum burt og þá er Ijósið slokknað, þá mun þetta heyrast: »Kastið hinum ónýta þjóni úl í myrkrið fyrir utan«. Látum oss í tíma velja hið góða hlutskiftið, látum oss ávaxta það sem Guð hefir fengið oss i hendur hvorl sem það er mikið eða litið. Zí. G. W. Eflirmæli eftir Kirík Sigurðsson frá Syðri-Brú Dáinn 9. des. 1922 Pú ert farinn oss frá, pin er bleik orðin brá,— nú er blundurinn sætur, og hvildin pérhæg. Pegar stríðið er háð, pá er höfninni náð, — ljómar hetjan oss öllum í minningu fræg. Þú varst hetja í raun og pín himnesku Iaun verða hrósinu stærri, sem vér getum fært, en vér kveðjum pig klökk, gerum Guði svo pökk fyrir göfugan bróður, er hvílist nú vært. Pú varst hljóður og rór, en í hugsunum stór, pvi að hjartað pitt prúða var guðelsku fylt. Pú varst ávait svo hýr og pín orð voru skýr, og pá eitthvað í framkomu pinni svo milt. Það cr dularfult mál, pegar dygðarík sál er af dauðanum kölluð, er fegurst hún grær, já, svo frískleg og fróm cins og blikandi blóm, en — pá blikna, er lífsproskinn hámarki nær. En vcr skiljum pað vel, pó að skarð geri hcl og pig skilji frá vinum um hádegismund, að pað líður svo fljótt, — pegar liðin er nótt, ljómar sólfögur eilifðar vormorgunstund.

x

Ljósvakinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.