Ljósvakinn - 01.02.1924, Blaðsíða 6

Ljósvakinn - 01.02.1924, Blaðsíða 6
14 LJÓSVAKINN skrökvaði að henni. Aðeins að þú viljir hjálpa mér! Láttu mig ekki hrasa aftur! Og nú, Drottinn, eg varpa til þín öllum minum þörfum. Eg er köld, hungruð bjálparlaus, hefi ekki einn pen- ing fyrir mat eða til að borga leigu eftir herbergið. Eg veiðskulda ekki hjálp þína, en eg þarfnast hennar. Eg hefi snúið frá mínum vonda vegi og nú geng eg eftir loforði þínu. Eg ákalla þig um hjálp í Jesú nafni. Ef mögulegt er, þá sendu mér eitthvað í kvöld!« FuIIa klukkustund úthelti hún svona sorg sinni, játning og bæn um hjálp, krjúpandi við rúmið sitt, en svo kom smám saman undursamlegur friður, kyrð, sem hún hafði aldrei þekt áður, kom yfir sálu hennar. Hún vissi að bænir hennar höfðu verið heyrðar. Hug- rekki sitt og trúnaðartraust fékk hún nú aftur, er hún sannfærðist um að hinn »elskaði hefði veitt henni viðtöku«. Og nú var hún Guðs meginn í allri baráttunni, sem fyrir hendi var. „Nú sé ég það“. »Kvöld eitt, þegar ég var á leiðinni heim til mín«, skrifar prédikari nokkur, »mætti ég gömlum manni, sem með erf- iði staulaðist áfram á hækjum sínum. Þegar hann kom nær, veitti ég eftirtekt í andliti hans stórum, djúpum hrukk- um og svip, sem bar vott uin sorg. Ég ávarpaði hann með nokkrum hluttekn- ingarorðum og snéri strax málinu að andlegu hliðinni og spurði jafnframt hvort hann hefði frið við Guð«. »Ó, herra prestur«, sagði hann sorg- mæddur, »ég hefi nú þegar í þrjú ár beðið Guð einmitl um þetta«. »Og hefir Guð heyrt bæn j'ðar?« »Nei«. »Það slendur ekki í Biblíunni, að vér frelsumst meö þvi einu að vér með löngum bænum biðjum Guð um frelsi, heldur einungis fyr trú. F*ér hafið víst heyrt um Drottinn vorn Jesúm Krist, frelsara vorn?« »Já, það hefi ég«. »Jæja, oghvaðhafiðþérheyrtumhann?« »Að hann dó á krossinum«. »Alveg rélt, en fyrir hvern dó hann?« »Fyrir syndarana« »Já, það er satt; en ég vildi gjarnan fá nákvæmara svar hjá yður; fyrir hvern dó hann?« »Fyrir oss alla«, sagði gamli maður- inn með áherslu«. »Já, það er sannleikur, en samt vildi ég fá ákveðnara svar«. Eftir að hafa hugsað sig um nokkur augnablik sagði hann: »Ég er ekki neitt lærður maður«. »Getur vel verið sall, en hugsið yður dálítið um. Þér segið að hann hafi dáið fyrir syndara, fyrir oss alla; en tilgreinið einu sinni fyrir mig, einhvern einn af þeim syndurum, sem hann dó fyrir«. Hann þagði lengi. Svipurinn á and- liti hans bar volt um þann óróleik, sem hreyfði sér í sálu hans. Alt f einu var sem brugðið væri upp ljósi fyrir hon- um, gleðin skein af augum hans, og hann sagði: »Hann dó fyrir mig«. »Já, svo var það einmitt. Hann dó fyrir þig, og Guð segir i orði sínu: »Trúðu á Drottin Jesúm«. Nokkrum dögum seinna sá ég hann aftur úti í bænum. Ég gekk til hans og sagði.- »Getið þér sagt mér fyrir hvern Kristur dó?« »Já«, sagði hann með gleðibrosi, »hann dó fyrir mig, nú sé ég það«.

x

Ljósvakinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.