Ljósvakinn - 01.11.1926, Side 3

Ljósvakinn - 01.11.1926, Side 3
******************************************* * * ^tjaxna kan§* 0 * * * ******************************************** Það er ekki mikið, sem Ritningin segir um »vitringana frá Austurlöndum«, sem komu til Betlehem þegar frelsarinn fædd- ist, en þó er ekki hægt annað en veita þeirri frásögn sérstaka eftirtekl. Pessi at- riði viðvíkjandi vitringunum viljum vér taka til athugunar: 1) Reir sáu teikn á himninum, sem fullvissaði þá um að frels- ari heimsins kæmi brátt. 2) Peir gáfu gaum þeim boöskap, þeim áhrifum, sem þeir fengu og lögðu af stað til að finna frelsarann. 3) Iíoma stjörnunnar gladdi þá, eins og þeir hefðu lengi vænst hennar. 4) Þeiin skjátlaðist ekki í útreikningi sínum, og ekki vanræktu þeir heldur að hlýða röddu samvisku sinnar tafarlaust. Kunnugir hin- um fornu ritum og án efa víðlesnir í spá- dómunum, vissu þeir að koma Messíasar var nálæg. Tíminn var kominn, teiknið hafði verið gefið og í öruggri trú fóru þeir af stað og lundu frelsarann fæddan, lagð- an í jötu í Betlehem. Þeir töldu víst að Gyðingunum væri ekki ókunnugt um slík- an stórviðburð sem komu Messíasar. Mikil varð líka undrun þeirra, þegar þeir höfðu komist að raun um að hinir andlegu leið- togar Gyðinga gátu ekki neinar upplýs- ingar gefið um viðburðinn, og sýndu ekki heldur neinn áhuga fyrir honum. En vitr- ingarnir glöddust yfir því að ferð þeirra hafði samt hepnast. Alt þetta er skeð fyrir mörgum, mörg- um öldum, og síðan hefir verið mikið um það rætt og ritað. En þetta hefir alveg sér- staka þýðingu fyrir vora tíma. Aftur er koma Jesú fyrir dyrum. Fyrir burtför sína lofaði hann að hann skyldi koma aftur: »Hjarta yðar skelfist ekki; trúið á Guð og trúið á mig. í húsi föður rníns eru mörg hi- býli; væri ekki svo, mundi ég þá hafa sagt yður að ég færi burt að búa yður stað? Og þegar ég er farinn burt og hefi búið yður stað, kem ég aftur og mun taka yður til mín, til þess að þér séuð og þar sem ég er«. (Jóh. 14, 1,—3.). Þetta fyrirheit var endurtekið af eDglun- um þegar hann slé til himins, þeir sögðu: »Galíleumenn, hví standið þér og horíið til himins? Pessi Jesús, sem var upp numinn frá yður til himins, mun koma á sama hátt.og þér sáuð hann fara til himins«. (Post. 1, 11.) Munu þessi orð, eins og öll önnur fyrir- heiti Guðs, ekki reynast óbrigðul! Hér ætti ekki neinn efi að geta komist að, eða er unt að misskilja svona skýr og greinileg orð? Jesús mun koma persónulega og sýni- lega til þessa heims. Mjög víða í Ritningunni getum vér lesið um endurkomu hans. Að hafna endur- komuboðskapnum væri sama og að íyrir- líta meirihluta Biblíunnar. Svo mikið er það sem stendur eða fellur með þessum dýrðlega viðburði. Allar hinar löngu og

x

Ljósvakinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.