Ljósvakinn - 01.11.1926, Page 6
50
LJÓSVAIÍINN
fregn, sem tekin er upp úr einu af dag-
blöðum höfuðborgar vorrar:
»í frönskum blööum var frá pví sagt í fyrra-
dag, aö sendiherra Kínverja í Moskva sé þessa
daga í heimsókn í Angora. Erindi hans sé að
koma vináttusamningum á milli Tyrkja og Kín-
verja. En fregnir frá Tyrklandi herma, að samn-
ingar þessir séu einn þáttur í upprennandi
bandalagi Austurlandaþjóða. I bandalagi þessu
eigi þeir að vera: Kínverjar, Afghanistar, Persar,
Tyrkir og Rússar«. (Morgunblaðið 31. okt. 1926),
Hefir ekki Tyrkjaveldi ávalt verið þrætu-
epli þjóðanna? Hefir ekki nú á seinni ár-
um verið yfirvofandi hætta af uppgangi
Austurlandaþjóðanna? Hafa ekki spádóm-
arnir fyrir löngu sagt þetta fyrir. Lesari.
sér þú þessa hluti? Skilur þú þá? t*eir eru
okkar »sljarna i austri«.
Auk Jesú eigin spádóma, lýsa einnig
aðrir höfundar Biblíunnar ástandinu. Post-
ulinn Páll hefir skrifað að hinir síðustu
tímar muni verða sérstaklega örðugir:
»En vita skaltu þetta, að á hinum síðustu
dögum munu koma örðugar tíðir, því að menn-
irnir munu verða sérgóðir, fégjarnir, raupsamir>
hrokafullir, lastmælendur, foreldrum óhlýðnir’
vanþakklátir, vanheilagir, kærleikslausir, ó^
haldinorðir, róberandi, bindindislausir, griminir
ekki elskandi það sem gott er, sviksamir, fram-
hleypnir, ofmetnaðarfullir, elskandi munaðar-
lífið meira en Guð, og hafa á sér yfirskin guð"
hræðslunnar en afneita krafti hennar«. 2. Tím.
3, 1-5.
Þessa lýsingu mætti vel nota sem nokk-
urs konar ljósmynd af yfirstandandi tima.
Náttúruöflin að verki.
Satl er það að sllkar syndir hafa átt sér stað
á öllum tímum, en aldrei hafa þær verið
eins augljósar og almennar sem nú, en
orðin sem fyrir fram voru sögð, uppfyllast
nákvæmlega. í dagblöðunum fáum vér
greinilegar lýsingar á ástandi heimsins, og
gefa þau oss sannanir fyrir því að fjöldinn
»elskar munaðarlífið meira en Guð«.
Á trúarbragðasviðinu er ástandið ekki
betra. Poslulinn Pétur sagði:
»Og þetta skuluð þér þá fyrst vita, að á liin-
um síðustu dögum munu koma spotlarar með
spotti, er framganga eflir eigin girndum og segja:
Hvað verður úr fyrirheitinu um komu hans?
Pví frá því feðurnir sofnuðu stendur alt við
sama eins og frá upphafi veraldar. Pví að vilj-
andi gleyma þeir þvi, að himnar voru til forð-
um og jörð til orðin af vatni og upp úr vatni
fyrir orð Guðs og fyrir það gekk vatnsflóðið
yfir þann heim, sem þá var, svo að hann fórsl«.
2. Pét 3, 3.-6.
Er hægt að gefa réttari
lýsingu á áslandinu á trú-
arbragðasviði vorra tíma
en einmitt þessa?
Margar trúarbragðakenn-
ingar eru fram komnar
innan kristindóinsins, sem
opinberlega hafa að háði
fyrirheiti Guðs og hugsun-
ina um endurkomu Krists.
Viljandi er tilheyrendum
þeirra ókunnugt um að
Járnbrautarshjs.