Ljósvakinn - 01.11.1926, Page 9

Ljósvakinn - 01.11.1926, Page 9
L J,Ó S V A K I N N 53 þegnar barðir og drepnir, breskar vörur gerðar upplækar og breskar eignir eyði- lagðar. Annað atriði, sem hefir mjög miklaþýð- ingu í hinum núverandi stjórnardeilum Austurlanda, er »Bolshevisminn«. Hann er hin mikla giýla nútimans. Stefna hans er augljós. Forsprakkar hans hafa ekki dreg- ið dulur á fyrirætlanir sínar. Vopnavið- skifti lýðveldissinna og keisarasinna í Austurlöndum, var eilt af því, sem t. d. Lenin hafði augastað á. Sendiherra Rúss- lands í Kína hefir aflur og aftur haít orð á því, að það vofði yfir, að Austur- og Vesturlöndum lenti samau. »Ef vér virð- um fyrir oss ástand heimsins«, segir hann, »þá munum vér gela séð, að í hugum þessara þjóða er rótgróið stríðsefni, sem alþjóðahreyfingin og lífsbaráttan nú snýst um. Það er óvild milli Austur- og Vestur- landa, milli keisarasinna og hinna undir- okuðu«. Ennfremur segir hann: »Með tilliti til ástandsins innbyrðis, þá slendur Kína og Rússland líkt að vígi, í báðum löndunum togast keisaraveldis- og lýðveldishreyfing- in á um þjóðirnar . . . það er þetta, sem sameinar oss, það er pantur vináttu vorr- ar í framtíðinni«. Rússneskir valdamenn í Kína, hafa í raðum sínum lálið sér slík orð um munn fara, að engum getur dulist, að það sem hugurinn stefnir að, er sljórnarbylting í náinni framlíð. Þeir telja það skyldu sina að egna upp hinar óánægðu Asiuþjóðir og gera úr þeim öflugt barefli, reiðubúið til að veita Veslurlandaþjóðunum það högg, sem þær rísa aldrei upp undan. Jarðvegurinn fyrir slíkar tilraunir er mjög góður þar sem áður er fyrir gremja og hatur þeirra, sem um langan aldur hafa verið kúgaöir af útlendu valdi. Margt af því, sem nú skeður í Kína, er ávöxtur af þessum tilraunum. Þótt hér hafi verið vikið að þvi, að »Bolslievisminn« hafi haft mikil áhrif á núverandi ástand landsins, þá er þó alls ekki þar með sagt, að sú stefna verði nokkru sinni ráðandi í Kína, yfirleitt eru Kínverjar ekki fylgjandi henni. En eins og Russland aflar sér vina þar, sem það getur, þannig er það einnig með Kína. Þetta, að það er í ýmsu svo líkl ástalt fyrir þess- um þjóðum og kjör þeirra svo ólík kjörum Vesturlandaþjóðanna, hefir komið þeim til að fallast í faðmlög. Pað var þessi óvild til Vesturlanda, sem gerði Sun Yat Sen að svo miklum vini Rússa. Það var óvildin og gremjan, sem kom honum til að tala önn- ur eins orð og þetla : »Ný heimsstyrjöld er auðsjáanlega óumflýjanleg. Öðrumegin mun- um vér sjá einveldisríkin og þá, sem þau geta fengið til að fylgja sér. Hinumegin munum vér sjá þær þjóðir, sem berjast fyrir frelsinu: Kínverja, Indverja, Rússa, Ljóðverja, írlendinga og Svertingja í Ame- ríku og Filippseyjabúa. Spurningin mikla er, hvoru megin Japanar verða; hvort þeir verða með hinum Asiuþjóðunum í baráltunni fyrir frelsi og réttindum í heim- inum, eða þeir ganga í lið með þeimrikj- um, sem áður hafa hjálpað þeim. En það mun ekki riða á svo mjög miklu hvað Japanar gera, og hvað viðvíkur úrslitun- um, þá mun það alls engin áhrif hafa á þau«. Hér hefir verið reynt að sýna fram á hvað inni fyrir býr þar eystra og mun það verða það, sem mestu ræður í gerð- um þessara þjóða í framlíðinni. Eins og Dr. Sun Yat Sen segir, er af- staða Japana enn óviss, en eftir afstöðu þeirra að dæma í hinum núverandi stjórn- arflækjum Iíina, er hægt að geta sér til, hvað verða muni. Að visu hafa japansk- ir borgarar sætt illri meðferð í Iíína, jarð- eignir þeirra þar bafa verið lagðar í eyði og þeir hafa verið drepnir af Kínverjum. En þrátt fyrir það, eru miklar líkur til að óvild sú og gremja, sem Japanar bera til Breta, veiði þyngri á metunum. fað er nú augljóst, að Japanar reyna af öllum mætti, að koma sér í mjúkinn

x

Ljósvakinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.