Ljósvakinn - 01.11.1926, Page 14

Ljósvakinn - 01.11.1926, Page 14
58 LJÓSVAKINN samt hrópar hann á dauðaslundinni: »Faöir fyrirgef þeim, því að þeir vita ekki, hvað þeir gera«. Guð gat ekki gefið oss neina sterkari sönnun fyrir kærleika sinum lil vor. En þessi sami Jesús — máttugur, hreinn og ástríkur — er bróöir vor. Hann er á- valt hinn sami, hvað sem allri tísku líður. Hann heyrir til öllum þjóðum og öllum aldursskeiðum. Hann er opinberuð fyrir- mynd allra manna. Hann leiddi i 1 jós, að hver maður hefir ómetanlegl gildi, þeir eru synir Guðs og dætur, þeir eru bræður og systur, allir jafnir fyrir Guði, konungar jafnt sem þrælar. Áður en Jesús kom, var manngildið ógn lítils metið; herkonungar hjuggu andstæð- ingana niður sem trjáviði, eða þeir voru lagðir á ölturu sem fórn; til að seðja græðgi manna og skemtanafýsn eða lil að svala grimd þeirra. Konan var áður lítið meira metin en hvert annað leikfang, en Kristur hóf hana til jafnræðis við manninn. Bersyndugar konur urðu ekki einu sinni nokkurntíma fyrir óvingjarnlegri meðferð hjá honum. Hann talaði svo skýrt sem auðið var, að einn mælikvarði gilti fyrir alla. »Sá af yður, sem er syndlaus, kasti fyrslur á hana steininum«, sagði hann til að sýna ákærendum hennar, að allir slæðu þeir i sömu sporunum og hún. Hann taldi hana ekki sýkna af synd sinni, heldur gerði hann það, sem var betra, hann livatli hana til að Iifa belra, hreinna lífi: »Far burt, og syndga þú ekki framar«. Piató var spakur maður aö viti, þó hélt hann fram fjölkvæni, hinni mestu van- blessun með heiðnum þjóðum. Spekingur- inn Aristóteles, taldi konuna standa mitt á milli frjálsra manna og þræla. Konfúsíus sá, að konan var spillingunni háð og hann lét hana sitja kyrra í því ástandi. Búddha var þakklátur fyrir það, að hann væri ekki fæddur í víti, eins og illdýri eða eins og konan. Múhamedingar hafa konur í litlum metum með öllu sínu fjölkvæni, ánauð kvenna og óskírlífi bæði hér og annars lieims. Hvergi stendur konan jafnt að vígi og maðurinn, nema í þeim lönd- um, þar sem menn þekkja Biblíuna bezt og hafa veitt kristinni trú viðtöku. — Par sem meginhugsjónir Krists hafa rutt sér til rúms í hjörtum manna, er þræla- haldið fyrst lemprað og síðan úr lögum nuinið og hvergi nema þar. Þegar Kristur fæddist var þrælabald lög- mætt um heim allan. En Kristur vakti hjá mannkyninu nýjar hugmyndir, kendi að Guð væri faðir og að allir menn væru bræður, og að lífinu ælli að lifa í frelsi fagnaðarboðskaparins. Pegar ein öld var liðin frá dauða Krists, þá voru bælt kjör þrælasléltarinnar í rómverska iikinu og afleiöingin af boðun fagnaðarerindisins varð sú, að öllum þrælum var síðar gefin lausn. Jesús gekk aldrei á skóla og var meðal fáfróðra Gyðinga. Samt tekst honum að koma á nýjum siðfeiðireglum, sem ná lil alls þess, sem mætast er í sögu mann- kynsins á fyrri öldum. Og við siðalærdóm hans hefir þjóðmenning nitján alda ekki getað bætt einni einustu hugsun. Pelta er ekki hægt að drepa niður með háði einu eða þögninni einni né með því að segja: »Petta er ekkert annað en tilviljun ein«. Kristur lifði lífi sínu meðal þeirra manna, sem þröngsýnastir voru og drambsamastir allra manna, hann dó í blóma aldurs sins. Og þó að hann gengi aldrei á skóla, eða væri í samfélagi við lærða menn, þá álli hann það hugarfar, þann anda, þá með- aumkvun og þá kenningu að flytja, sem var jafnvíðtæk og djúp eins og öll mann- leg þörf. Hann »þekti hverja þrá og þörf vors hjarta« og gat fullnægt þeim öllum. Pó að þýðarar og afritarar hafi aflagað margt af hugsunum Krists, þá eru þær samt svo dýrðlegar, að áhrif Krists á lög- gjöf, bókmentir og líferni manna ber að ytri mynd og efni hina fegustu ávöxtu, sem heimsbókmentirnar hafa nokkurn tíma getað fram leitt.

x

Ljósvakinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.