Ljósvakinn - 01.11.1926, Blaðsíða 17

Ljósvakinn - 01.11.1926, Blaðsíða 17
LJÓSVAKINN 61 hefir aldrei tekist að gefa nokkurri sorg- umþjakaðri, deyjandi sál sannan frið. Það er einungis hinn einfaldi, barnslegi boð- skapur um hinn krossfesta, sem megnar nokkuð slíkt. Pessi sami boðskapur talar svo hugljúft og laðandi um hið yndislega heimkynni í hinum komandi, nýja heimi, sem er undirbúið öllum, sem vilja ganga þá einu braut, er liggur þangað heim. Inn til þessarar gleði eru allir boðnir. Öll Guðs börn hafa horft i anda fram til þessarar stundar með löngun og þrá, og staðið föst fyrir í stormi syndarinnar, í voninni um annað betra innan skamms. Droltinn mun leiða oss burt frá þessum syndumsmitaða heimi til hins eilífa, syndlausa heims, sem er fyrirbúinn öllum, er elska Guð. Abraham »vænti borgar á traustum grundvelli, þeirrar sem Guð er smiður að og byggingarmeist- ari«. (Hebr. 11, 10). Engillinn sýndi spá- manninum Jóhannesi þessa borg, og er hann hafði séð hana, þá segir hann: »Kom þú, Drottinn Jesú«. Kostum kapps um að búa oss undir borgariéttinn þar uppi, og reynum af fremsta megni að fá aðra til að gera hið sama. Meðulin, sem vor himn- eski læknir setur í hin hræðilegu sár vor, valda oft miklum sviða, en hanu sér ætíð svo um að þrautirnar verði ekki meiri en það þrek, sem hann gefur oss til að bera þær. »Álítið það, bræður mínir, eintómt gleðiefni, er þér ratið í ýmisskonar raunir, með því að þér vitið að reynsla trúar yðar verkar þolgæði, en þolgæðið á að birtast í fullkomnu verki, til þess að þér séuð full- komnir og algerðir, og yður sé í engu á- bótavant...........Sæll er sá maður, sem stenst freisting, því að þegar búið er að reyna hann, þá mun hann öðlast kórónu lífsins, sem hann hefir heitið þeim er elska hann«. Jak. 1, 2.-4. 12. »Vér væntum«, skrifar postulinn Pétur, »eftir fyrirheiti hans nýs himins og nýrrar jarðar, þar sem réltlætið býr«. Hvílík sæla að njóta gleðinnar þar heima, þar, sem syndin aldrei veldur aðskilnaði milli vor og vors kæra frelsara. Þar fáum vér með hinum heilögu englum að syngja fyrir framan hið mikla, hvíta hásæti, þar sem Jesús situr við föðursins hægri hönd. Þá uppfyllist til fulls boðskapur englanna: »Dýrð sé Guði í upphæðum, friður á jörðu og velþóknan yfir mönnunum«. ekki »útvatna« hann svo að hann við pað missi kraftinn. Veitið honum viðtöku í hinum uppliaf- lega einfaldleika og lifið svo samkvæmt honum að hann verði partur af yður sjálfum«. — Ef kristnin i heild sinni fylgdi pessu góða ráði, myndi heimurinn bráölega líta alt öðruvísi út en liann gerir nú. Pað myndi verða til pess að menn hyrfu aftur að hinum hreinu, einföldu og göfugu grundvallarreglum biblíukristindómsins — snéru sér að hinum guðdómlegu kenningum llitningarinnar. Pað myndi verða til pess, að menn vísuðu ákveðið frá sér öllu hinu óskilda og kyn- lega, sem kristindómurinn um margar aldir hefir verið blandaður með. Pað myndi hafa pað i för með sér að inn í kristindóminn kæmi algerlega nýr andi og par af leiðandi einnig smám saman inn í líferni og breytni alls mannkynsins. Pað myndi liafa í för með sér pá byltingu á öllum sviðum að slík hefir enn ekki komið yfir heiminn. Heilræði Franklins. Pögn: Scgðu ekkert annað en pað, sem getur verið til gagns fyrir sjálfan pig eða aðra; forðastu öll léttúðug gamanyrði. Reglusemi: Hafðu ákveðinn stað fyrir alla hluti, og gerðu störf pín á ákveðnum tíma. Ákvörðun: Ákveð að gera pað, sem pér ber að gera; og framkvæm pað, sem pú hefir ákveðið. Sparsemi: Gefðu aldrei annað en pað, sem er til góðs fyrir aðra eða sjálfan pig. Láttu ekkert fara til ónýtis. Iðjusemi: Eyddu engum tíma til ónýtis; liafðu ætíö eitthvað nytsamt fyrir stafni; forð- astu alt ónauðsýnlegt starf. Heiðarleiki: Sýndu aldrei undirferli eða sviksamlega framkomu. Láttu hugsanir pínar vera saklausar og hreinar, og pegar pú talar, pá tala samkvæmt peim. Réttlæti: Gerðu aldrei neinum órétt eða pað, sem getur orðið lionum að meini; van- ræktu heldur ekki að gera pað, sem er skylda pín gagnvart öðrum! Framhakl á blaösiðu 07.

x

Ljósvakinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.