Ljósvakinn - 01.11.1926, Síða 19

Ljósvakinn - 01.11.1926, Síða 19
LJÓSVAKINN 63 í Bibliunni ósamkvæmni, þó ekki sé hún nándar nærri eins römm og þella, þá hrópar hann hált um það, hve Biblían sé óáreiðanleg, full af missögnum og mót- sögnum o. s. frv. Ef svo þeir, sem trúa Biblíunni, leggja fram staðreyndir, sem sanna að í raun réttri sé ekki um neina mótsögn að ræða, heldur séu missagnirnar svonefndu ekki til annars en að sýna því fleiri hliðar á sama atburði, þá rísa efasemdamennirnir upp öndverðir, og saka þá um, að þeir séu hræsnarar, sem »ljúgi vísvitandi til að bjarga orðum Ritningarinnar. Ef framanskráðar missagnir heíðu staðið í krossfeslingarsögu Krists í guðspjöllunum, trúir þá nokkur því, að Thomas Paine, Robert Iugersoll eða aðrir slíkir vantrúar- garpar mundu hafa látið sér líka jafn- einfaldlega úrlausn og vér höfum geflð hér að framan? Nei, öll innbyrðis ósamkvæmni er að dómi efasemdamanna sjálfsagðar mótsagnir; að eins ein af fleiri samhliða sögnum getur verið rétt að þeirra dómi, hinar allar rangar. En þessi rökfærsla stríðir á móti heilbrigðri skynsemi. Hiö ólíkleg'a varö aö raun- veruleika. »Snúum nú aftur að mótsögnunnm« í spádómunum um Babýlon. I þeim felast merkilegar staðreyndir. Ef einhver vantrúa spekingur hefði gengið um rústir Babýlonar um 1000 árum e. Kr,, eins og Volney gerði hér um bil 700 árum siðar, þá mundi hann ekki hafa fundið dropa vatns — ekkert nema þur, rykug eyðimörk lá þá yflr rústum hinnar ríki- látustu borgar. Sá efasemdamaður mundi hafa hæðst að óuppfyltum spádómum krist- inna manna, enda virðist hann þá hafa rétt til að benda á, hve langt það sé frá marki, að vatnstjarnir mundu nokkurn- tíma liggja yfir rústum Babýlonar, Síðan eru margar aldir liönar og spáin ekki rætst enn og hví skyldi hún fremur rætast hér eftir? En þad varð! Af einhverjum ástæðum, einhverri tálmun, flæddi Efrat-fljótið yflr bakka sína og nú á síðustu öldum hafa »valnstjarnir« staðið yflr helmingi af rúst- um Babýlonar, alveg eins og spámaðurinn hafði sagt fyrir, en helmingurinn er eyði- mörk, þurt land, heiði. í þessu eru engar mótsagnir. Pessar tvær ólíku staðreyndir verða að einni víðtækari staðreynd. Jesajas segir enn fremur: »Engir hjaið- menn skulu bæla þar fénað sinn« (13, 20). Það mælti nú, ef til vill segja að hægðarleikur hafi verið að segja það, að engan myndi fýsa, að reka hjarðfé til beitar á rústir borgar, svo ömurlegt, sem þar var um að litast. Eu þó er ekki alveg víst, að það gæti ekki ált sér stað. Jesaja spámaður segir að »borgir Aróer skulu verða yfir- gefnar, hjörðum skulu þær verða til beitar; þar skulu þær liggja og enginn styggja þær« (17, 2). Og Zefania spámaður segir, að Guð muni wleggja Níníve í eyði og gera hana þurra sem eyðimörk« (2, 13). Pess- um spádómi svipar mjög til spádómsins um Babýlon. En í stað þess að segja, að bjarðmenn muni ekki bæla niður hjarðir sínar þar, þá segir í næsta versi: »mitt í henni skulu hjaiðir liggja«. í Níníve skulu því hjarðir bæla sig, en þar á móti ekki í Babýlon. En hvers vegna halda hjarðir sig fremur að Níníve en Babýlon? Hvað sem svo til þess kemur, þá er það satt, að spámaðurinn sér yflr meira en þúsund ár. Hann lýsir ástandi þessara borga svo langt fram, að þúsundum ára skiftir, lýsir þvf, sem er að gerast þann dag í dag, en átti sér ekki stað fyr en þús- und árum eftir dauða hans. Pelta er stað- reynd og á sama stendur, hvernig menn vilja skýra hana. Ekki er hægt, að hafa það að mótbáru, að engar hjarðir séu til í grend við rústir Babýlonar. því aö Beduínar beita hjörðum

x

Ljósvakinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.