Ljósvakinn - 01.11.1926, Page 23

Ljósvakinn - 01.11.1926, Page 23
LJÓSVAKINN 67 landið í grend. Auðæfin voru svo mikil, að þau virtust eins og bjóða byrginn allri græðgi mannanna. Jafnskjótt sem einn ránsherinn var þaðan farinn með fullar hendur, þá kom annar til að ræna þvi, sem hinn hafði tekið og ræna landið að nýju. — Xerxes og her hans rændu ógrynni fjár, fádæmum öllum af gulli auk annars her- fangs. Og þó var mikið eftir. Þegar Alex- ander hinn mikli kom austur þangað, þá komst hann yfir svo mikil auðæfi í Babý- lon, að hann gat gefið hverjum hermanna sinna í sinum fjölmenna her, stórgjafir og átti þó stórkostleg auðæfi eftir handa sjálf- um sér. Tvö hundruð árum síðar herjuðu Partar landið og tóku ógrynni fjár úr rúst- unum. Síðast komu Rómverjar um langan veg til að ræna landið. — Gibbon, sagnaritari mikill og vantrúar- maður, skýrir þennan spádóm ef til vill betur en nokkur annar, af því að hann gerir það óafvitandi. Hann telur upp marg- ar herferðir, á mörgum hundruðum ára, sem farnar hafi verið til að ræna rústir Babýlonar og annara borga þar í grend- inni. Hann segir því, að herstjórarnar hafi eggjað menn sina til atgöngu með því að heita hverjum hermanni hundrað silfur- stykkjum, af því er fyndist. Hann segir, að »herfangið hafi verið eins og vænta mætti eftir öll þau auðæfi og munað, sem þá var á herstöðvum Austur- landa »feikna mikið af gulli og silfri, á- gæt vopn og skrautleg reiðtygi, rúm og borð úr skíra silfri inst sem yzt«. Hann Meðalhóf: Farðu aldrei út í öfgar, og láttu ekki framkomu annara hafa áhrif á pig meira en vert er. Hreinleikur: Láttu pað ekki viðgangast, að nein óhreinindi séu á líkama pinum eða klæðum fram yfir pað, sem ekki verður komid hjá; sýndu einnig hreinleika í öllum venjum pínum og tali. Jafnaðargeð: Láttu ekki smámuni koma pér í uppnám. segir, að þegar Rómverjar komu til Kaldeu síðar undir forustu Heraklesar, að þá »hafi þegar mikið af auðæfum verið horfið«, og hafi fengur þeirra af því, sem eftir var orðið langt fram yfir allar vonir og enda getað satt græðgi þeirra. Gibbon hefir líka lýst gleðinni, sem fylti hjörtu annara víkinga árið 636 e. Kr., er þeir sáu, að þeir voru á svipstundu orðnir vellríkir. »Allslausir, klæðlausir ræningjar utan úr eyðimörkinni urðu í einni svipan auðugir langt fram yfir vonir, vissu ekki aura sinna tal. þeir fundu nýjan fjársjóð i hverju herbergi, annaðhvort vandlega falinn eða látinn standa fyrir allra sjón- um. Fatnaður og húsgögn báru langt af öllu, sem þeim gat í hug komiða. Og ein- hver annar sagnfræðingur áætlar, að auð- urinn hafi verið 3 miljónir gullstykkja alls! Og þó var þetta eftir rán og rupl herstjóra og hersveita í þúsund ár! Og hið sama er, að á vorum dögum finnast enn miklir fjár- sjóðir. En á engum stað öðrum á jörðu hér hafa víkingar farið herskildi öldum saman og komið aftur hlaðnir fádæma auðæfum, þrátt fyrir alt rán og rupl fyrirrennara þeirra. Spámaðurinn segir það fyrir langt aftur í öldum, sem rætst hefir löngu, löngu síðar og sagnaritarinn Gibbon, telur það sannsögulega viðburði, þótt ekki tryði hann spádómunum. Hver getur nú gert sér grein fyrir öllu þessu og þó neitað því samtimis, að Bibli- an sé orð Guðs? tl«;imilÍHb1n.diö á bágt meö aö láta Aðvcnlista i i'riöi. Nú siðast er fregn um það, aö þeir munu liaía prentað ó- sköpin öll af ritum til að scnda Hússum. Satt er það, að við liöfum mikið starf i Hússlandi, en það cr lika satt, að ráð- sljórnin þar hefir gefið okkur scr.stakt leyíi til að reka þar lijúkrunarstarf og trúboð, meðal annars meö því að láta okk- ar bafa liina geysistóiu St. Michadskirkju i Leningrað til afnota. Velvild ráðsstjórnarinnar rússnesku i okkar garð staf- ar ftá þeim tima, er hungursneyðin gerði mestan uslaíland- inu og við sendum trúsystkinum okkar matvæli, svo fá af þclm lé'.u lifið; á móti þessum bróðurliug hrfir ráðsstjórnin ekki sýnt neina óvild.

x

Ljósvakinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.