Ljósvakinn - 01.11.1926, Blaðsíða 24

Ljósvakinn - 01.11.1926, Blaðsíða 24
(58 LJÓSVAKINN i Ummyndaðir við að sjá hans dýrð. »En allir vér, sem með óbjúpuðu andliti sjáum endurskinið af dýrð Drottins, um- myndumst til hinnar sömu myndar, frá dýrð til dýrðar«. 2. Kor. 3, 18. í*essi orð fela í sér dásamlegan sannleika. 1 þessum synduga heimi, getum vér séð dýrð Drott- ins, Sá sem heyrir Kristi til, sér fyrir trúna þessa dýrð. Hér stendur, að vér sjáum þessa dýrð eins og í skuggsjá — eða end- urskinið af henni. Dýrð Drottins kastar geislum sínum á hið »óhjúpaða andlit vort«. Með hverju er það, að Drottinn varpar geislnm dýrðar sinDar á börn sín? Vér vitum, að líf Kiists opinberaði dýrð föðursins. Heilagur andi tekur af því, sem Krists er og kunngerir oss það. Jóh. 16, 14. Út frá sérhverjum stað í Heilagri ritningu skín dýrð Drottins. Náttúran er einnig eins og stór skugg- sjá sem dýrð guðseðlisins sést í. »Því að hið ósýnilega eðli hans, bæði hans eilífi kraftur og guðdómleiki, er sýnilegt frá sköpun heimsins, með því að það verður skilið af verkunum. Mennirnir eru því án afsökunar«. Róm. 1, 20. Það eru ekki margir, sem rannsaka náttúruna eða leggja stund á vísindin í þessum tilgangi að sjá endurskinið af dýrð Drottins þar í gegnum. í hinu óviðjafnanlega riki náttúrunnar sjáum vér marga undraverða hluti, sem kunngera oss visdóm Guðs, gæsku hans, kærleika, umhj’ggju og forsjón. Eins og Kristur sýnir fram á i dæmisögunni, veitir Guð oss svo margt fagurt og unaðslegt í náttúrunni til þess að sýna oss, hversu miklu meiri fegurð og gæði hann er fús til að veita sálum vorum. »Fyrst Guð nú skrýðir sem gras vallarins, sem í dag stendur, en á morgun verður í ofn kastað, skyldi hann þá ekki miklu fremur klæða yður, þér lítiltrúaðir?« Matt. 6, 30. Kristur er að benda oss á, að blóm vall- arins eins og ásaki oss segjandi: »Þú lítil- trúaöi!« Fuglarnir minna oss á það, að jafnvel öll vor höfuðhár eru talin. Drottinn lætur sina sól renna upp yfir vonda og góða, rigna yfir réttláta og raDgláta. Þannig sjáum vér, að af lifi Krists, af orðum Heilagrar ritningar og frá ríki nátt- úrunnar leggur birtu guðlegrar dýrðar. »Boðskapur þeirra fer um alla jörðina og orð þeirra til endimarka heims«. En það er ekki nóg að vér getum séð dýrð Guðs, takmarki voru er þar með ekki náð, vér þurfum og vér getum, með því að virða fyrir oss dýrð Drottins ummyndast frá sömu dýrð til dýrðar — ummyndast frá dýrð Drottins í náttúrunni, til dýrðar Drott- ins í sjálfum oss — frá því sem vér vor- í gær, og lil þess sem vér erum í dag og þannig getum vér tekið framförum dag frá degi þar til vér líkjumst honum alger- lega og sjáum hann eins og hann er. Ættum vér ekki með óhjúpuðu andliti að sjá þessa dýrð, virða hana fyrir oss, forðast alt, sem dregur hulu yfir hana og stendur i vegi fyrir þvi, að þessi undra- verða breyting geti átt sér stað hjá oss? Því að »Guð þessarar aldar hefir blindað hugsanir hinna vantrúuðu, til þess að ekki skuli skína birta af fagnaðarerindinu um dýrð Krists, hans sem er imynd Guðs«. 2. Kor. 4, 4. Nú eins og á dögum Móse, leitast van- trúin við að hjúpa skýlu andlit vor og fela fyrir oss dýrð Drottins, og takist það, getnr

x

Ljósvakinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.