Ljósvakinn - 01.11.1926, Síða 25
LJÓSVAKINN
69
andinn ekki ummyndað oss frá dýrð til
dýrðar.
En verði fagnaðarerindið hjúpað skýlu,
»þá er það hjúpað skýlu hjá þeim sem glat-
ast«. Og sannarlega er þeim hætt við glötun,
sem fagnaðarerindið er þannig hulið fyrir.
En Guði sé lof, ef vér treystum lofoiðum
Drottins, þá hefir hann, sem sagði: »Ljós
skal skína fram úr myrkri« látið það skina
í hjörtu vor, til þess að birtu legði af
þekkingu vorri á dýrð Guðs eins og hún
kom i ljós í ásjónu Jesú Krists. En þennan
fjársjóð höfum vér i leiikerum, til þess að
ofurmagn kraftarins sé Guðs, en ekki frá
oss«. 2. Kor. 4, 6. 7. Sannarlega er þelta
ofurmagn kraftarins Guðs kraftur, en það
er fyrir oss, og mun ummynda oss og
gera oss líka honum. Sá kraftur gelur
»Iagt alt undir sig«. Fil. 3, 21.
L. A. K.
Napóleon Bonaparte var sjálfselskan
klædd holdi og blóði. Einasta spurning
hans viðvíkjandi sérhverjum manni var
þessi: »Getur hann verið til nokkurs gagns
fyrir mig?« Og jafnan lagði hann áherslu
á orðið »mig«.
Friðrik mikli sagði, þegar hann talaði
um sjöárastríðið, sem hann bar persónu-
lega ábyrgð á: »Valda og melorðagirni réði
eingöngu, og ég ákvað að hefja strfð«. Hann
dró alla Norðurálfuna inn í blóðugan bar-
daga til þess að víðfrægja sitt eigið nafn.
Einn af mestu auðmönnum nitjándu ald-
arinnar sagði: »Pegar ég er staddur í lýð-
veldi er ég lýðveldissinni; þegar ég er þar
sem þjóðveldi er er ég þjóðveldismaður.
Legar ég er í bannlandi, er ég bannmaður.
En hvar, sem ég er, er ég ætið fyrir sjálfan
mig, fyrst, síðast og æfinlega«. Þessi maður
varð heiminum ekki harmdauði.
Napóleon Bonaparte er ekki sá eini hers-
höfðingi sem hefir einungis hugsað um sjálf-
an sig. Friðrik mikli er ekki sá eini stjórn-
andi, sem hefir byrjað stríð af eigingjörn-
um livötum, og riki maðurinn, sem minst
var á, er ekki sá eini, sem hefir lifað ein-
ungis fyrir sjálfan sig, »fyrst, síðast og æfin-
lega«. Nú á vorum dögum verður ekki erfitt
að finna marga, sem fylgja sömu reglum.
t*að er ekki einungis hershölðingjar, auð-
kýfingar eða sljórnmálamenn, sem eru eigin-
gjarnir og sjálfselskufullir. Ef.til vill þurf-
um vér ekki annað en að líta í vorn eigin
barm til aö finna sjálfselskuna, og vera má
að hún hafi verið þar siðan vér munum fyrst
eftir oss. Hjá sumum af oss hefir hún verið
alin þangað til að hún hefir fylt alt líf vort.
Aðrir hafa reynt að bæla hana niður og út-
rýma henni, og stundum hefir sýnst að þetta
hafi tekist, en oftast hefir sótt í sama horfið
og sjálfselskan hefir gægst fram aftur, því
að það, sem er í voru eigin hjarta, gægist
alt af fram þótt það sé hulið um stundasakir.
Við munum víst allir eftir þvf, hvernig
sjálfselskan kom í ljós hjá oss þegar við
vorum börn. Við munum víst eftir því, að
við reyndum jafnan að ná í bestu eða
stærstu kökuna af diskinum þegar við átt-
um kost á slíku. í’egar við skiftum ein-
hverju milli okkar og bræðra okkar eða