Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.04.1929, Blaðsíða 10

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.04.1929, Blaðsíða 10
8 MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M. sínu með brosið skínandi út úr sínum bláu, sorgblíðu augum. Þessi heimsókn var mjer til mikillar skemmtunar; hún skildi eptir eitthvað iík- ast geisla í minni mjer og hj arta. Mjer þótti líka vænt um að sjá, þegar þeir fóru af stað. að þeir höfðu Nelli litla milli sín, þessir stóru, stæltu drengir og báru hann á „gull- stól“ heim til hans, og komu honum til að hlæja, svo að jeg hef aldrei sjeð hann hlæja eins hjartanlega áður. Þegar jeg kom aptur inn í borðstofuna, tók jeg þá fyrst eptir því, að málverkið af Rigoletto ki*oppinbak var horfið. Faðir minn hafði tekið það burtu, til þess að Nelli skyldi ekki sjá það. Jarðarför Viktors Emanuels. þriðjud. 17. 1 dag kl. 2, undireins og vjer vorum komn- ir inn í skólastofuna, kallaði kennarinn á Derossí. Hann stóð upp og gekk að litla borð- inu og sneri sjer að oss öllum, og byrjaði að lesa upp, fyrst ofur lítið skjálfraddaður, en smátt og smátt hækkandi hljómskæru rödd- ina sína, og varð kafrjóður í framan: „Fyrir fjórum árum síðan, á þessum degi, og á þessari klukkustund, nam staðar fyrir framan Panþeón í Róm, líkvagninn, sem bar líkama Viktors Emanuels, fyrsta konungs allrar ftalíu, dáinn eptir 29 ára ríkisstjórn. Á þeim tíma hafði hið mikla ítalska föður- land, sem áður var niðurbútað í 7 ríki, und- irokað af útlendingum og harðstjórum, verið endurreist og endurlífguð og gjörð að einu ríki, frjálsu og óháðu. Þessu var lokið eptir 29 ára ríkisstjórn, sem hann hafði gjört nafnfræga og farsæla með karlmensku og löghlýðni, með áræði í hættum, með vísdómi í sigurvinningum, með staðfestu í þrenging- um. Líkvagninn kom umvafinn blómsveig- um; honum hafði verið ekið eptir götum Rómaborgar í sífeldu blómregni, meðal ó- tölulegs mannfjölda, er var hljóður af harmi, mannfjölda, er saman var kominn hvaðanæfa úr allri Ítalíu. Á undan vagninum gekk heil fylking af hershöfðingjum og stórum skara af ráðherrum og konungbornum mönnum; á eptir vagninum gekk iheiðursfylking upp- gjafa hermanna, er særzt höfðu í stríðum konungs; þar var sem skóg sæi af fánum; þar gengu sendisveitir frá S00 borgum; þar var allt samankomið, sem sýna má vald og tign heillar þjóðar. Líkbörurnar námu stað ar fyrir framan hið hátignarfulla musteri, þar sem gröfin beið þeirra. Á þessu augnabliki hófu 12 brynjuklæddn riddarar kistuna af vagninum. Á því augna- bliki færði Italía sína hinztu kveðju sínum dána konungi, sínum gamla þjóðhöfðingja, sem hún hafði elskað svo heitt; færði sína hinztu kveðju frelsishetju sinni, og föðui sínum; hún kvaddi þar 29 ár, hin hamingju- sælustu og blessunarríkustu, í sögu sinni. Það var stórt augnablik og hátíðlegt. Það titruðu tár í augum, og með titrandi hjarta horfðu menn á kistuna og hina svartblæj- uðu fána 80 herdeilda, sem 80 liðsforingjar hjeldu á, þar sem þeir stóðu í tveim röðum, báðu megin þar sem kistan var borin, þvi Italía var þar viðstödd í þessum 80 teiknum, sem minntu á þúsundir fallinna manna, á blóðstrauma, á dýrkeyþta sigra, heilagar fórnir og hjartasorgir. ----o—— Kjörorð. Kjörorð Y.-D. er: „Hreinn og saklaus“. — Kjörorð U.-D.: „Áfram, hærra!“ — Kjörorð Alþjóðasambands Kristilegra fje- laga ungra manna: Ut omnes unum sint (að allir sjeu eitt). ■--^-0—— ' y.‘ . Mánaðarblað K. F. U. M. kemur út einu sinni í mánuði. Kostar kr. 2,50 árg. Afgr.stofa i húsi K. F. U. M., Amtmannsatíg, opin virka daga kl. 5—7. Simi 437. Pósth. 366. Útgefandi: K. F. U. M. — Prentsm. Acta.

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.