Tákn tímanna - 01.10.1919, Blaðsíða 2

Tákn tímanna - 01.10.1919, Blaðsíða 2
2 TÁKN TÍMANNA hinn útlendi að vera veikominn meðal þeirra. Einnig áttu þeir, á kornskurðar- tímanum að skilja korn eftir á ökrun- um handa útlendingum og hinum fá- tæka. Hinn útlendi átti því einnig að verða hluthafi í náðargjöfum og bless- unum Droltins. Droltinn, Guð ísraels, bauð að þeir skyldu verða taldir sem sitt fólk, er gengu í félag með þeim, sem þektu og játuðu hann sinn Drottin og herra. Þannig áttu þeir að komast til þekkingar á lögum Jehova og veg- sama hann með hlýðni sinni. Það er og enn þann dag í dag Guðs góði vilji, að börn hans miðli öðrum af þeim gæðum, sem hann hefir veilt þeim, í andlegum og líkamlegum efnum. ÖII- um Krists lærisveinum hafa á öllum tímum verið gerð kunn þessi orð frels- arans: Úr kviði hans munu fljóta straumar lifandi vatns. Margur æskumaðurinn, einstök heim- ili og trúræknis-stofnanir hafa, sem kunnugt er, vikið út á braut glötunar- innar. Með ýmsri óhófsemi æskunnar er oft lagður grundvöllur æfilangrar van- heilsu, og taumlaus peningaelska, sam- fara margskonar syndsamlegu eftirlæti, verður mörgum hrösunarhella. Heilsa og fagurt mannorð er að vettugi virt. Oft kemur til þeirra kasta, að efnilegur æskumaður í sínu villu- og ráðleysis- ástandi er rekinn úr borgaralegu félagi og fer þá einatt svo, að hinum fallna manni finst, sem hann sé án huggunar og vonar, bæði þessa heims og annars. Foreldrar horfa oft grátþrungnum aug- um á eftir börnum sínum, þegar þau hrífast út í hringiðu spillingar og glöt- unar. Vor himneski faðir þekkir öll þau atvik, sam valda því, að maðurinn verð- ur herfang freistinganna, það særir hans viðkvæma föðurhjarta. Hér er sannarlega verk til að vinna. Það er ekki einungis æskulýðurinn, heldur menn á öllum aldri fátækir og nauðlíðandi, hlaðnir synd og sekt, sem sannarlega þarf að leiðbeina og áminna. Það er því ætlunarverk Guðs verka- manna að leita að slíkum villuráfend- um og leiða þá að fótum frelsarans. í höfuðstöðum hinna svo kölluðu kristnu landa er eymdin og ógæfan og alskonar níðingsháttur oft í sinni hræði- leguslu mynd. í þessum borgum er fjöldi manna, sem er sýnd miklu minni hlut- tekning og meðlíðun en hinum skyn- lausu skepnum. Börn þessara manna ráfa fram og aftur um strætin hungruð og klæðlítil með rúnir spillingar og sið- leysis á andlitum sínum. Vanalega eru bústaðir þessara aumingja rakafullir, þröngir og dimmir kjallarar. I þessum vesælu klefum fæðast börn þeirra og alast upp án þess að sjá neitt aðlað- andi eða fegurð náttúrunnar, sem Guð þó hefir ætlað mönnum til gleði og un- aðar, en í þess stað sjá þau ekki annað en volæði og Guðleysi. Guðs nafn heyra þau að eins með alskonar vanhelgum og saurugum orðum. í híbýlum þessum er loflið þrungið af tóbaksreyk og áfengisilm. Þar mætir ekki annað aug- anu, í fáum orðum sagt, en siðferðisleg spilling í alskonar myndum, sem leiðir afvega hugsunarhátt unglingsins. Þótt þessir áminstu aumingjar þurfi mikillar hjálpar í mörgum greinum, ber einnig að gefa gaum hinum ríku, sem á sinn hátt eru einnig bágstaddir. Sálir allra manna, rikra og fátækra, eru jafn dýrmætar í Guðs augum. Það er sorg- legt, en satt, að auðmanninum hættir mjög við að skoða auðinn, sem Drott-

x

Tákn tímanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tákn tímanna
https://timarit.is/publication/498

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.