Tákn tímanna - 01.11.1919, Page 2
io
TÁKN TÍMANNÁ
er skírnin eins og alt annað sem Guð
býður oss, sáluhjálparatriði.
Hvernig getur nokkur maður hugsað
að það varði litlu, hvort hann fylgir
reglum þeim, er Guð setur, eða ekki.
Vill nokkur taka þá ábyrgð að sér, sem
þvi fylgir að segja i hjarta sínu við
frelsara sinn: »Eg hef ekki tíma til þess
það er óhentugt fyrir mig«, eða: »það
eru þó margir, sem ekki hafa gjört
þetta eða hitt, og þó vonum vér að
þeir hafi dáið í trúnni«. En Guð segir
þannig um fávizku þeirra: »Að sönnu
hefir Guð séð í gegnum fingur við van-
vizkunnar tíðir, en nú lætur hann öll-
um mönnum alstaðar bjóða að þeir taki
sinnaskifti«. Pg. 17, 30. Guð sér í gegn-
um fingur við veikleika vorn og van-
þekkingu, en vanræksla og kærulaus
breytni »mun sæta mikilli refsingu«.
Lúk. 12, 17.
Skilyrði frá mannsins hálfu til frels-
unar er hlýðni trúarinnar gagnvart öllu
því ljósi, sem Guð sendir. Hann spyr
ekki hvort þú hafir tíma eða hvorl það
sé hentugt fyrir þig, heldur hitt: »Veist
þú vilja minn, og viltu gera liann?«
Fylgir þú honam, er það sáluhjálpar-
vegur fyrir þig, og þú frelsast fyrir Guðs
náð, ef þú hliðrar þér hjá að hlýða,
sýnir þú þrjósku og missir þá hér hina
innilegu sameiningu við Guð og hinum
megin hið eilífa líf, því engan þrjósku-
fullan mun Guð leiða heim til sín.
Aldur jarðarinnar.
í riti nokkru stóð fyrir stuttu mjög
merkileg grein um þetta efni, og úr
henni er tekið það, sem hér fer á eftir.
»Eðlisfræðingarnir reyna að ákveða ald-
ur jarðarinnar af kælingu hennar. Hinn
nafnkendi enski vísindimaður lávarður
Kelvin komst að þeirri niðurstöðu, að
33 —100 miljónir ára séu liðin síðan hin
fasta jarðskorpa myndaðist. Aðrir eðlis-
fræðingar, einkum jarðskjálftafræðingar
notuðu jarðskjálftamælingar og Becker
telur aldurinn 55—65 miljónir ára«.
Hinn sænski jarðfræðingur Nathorst og
sömuleiðis Neumayer hafa með útreikn-
ingi sínum, komast að þeirri niðurstöðu,
að síðan á hinu elzta jarðmyndunar-
tímabili hafi jarðgeislinn ásamt kælingu
jarðarinnar orðíð 5 kílómetrum styttri
og af því hafi hitinn minkað um 30
slig og að 200 miljónir ára séu liðn-
ar. Rudski hefir með álíka aðferðum
komið aldri jarðarinnar upp í 500 mil-
jónir ára.
Hin svo kaliaða radíum-aðferð liefir
mjög mikla þýðingu í þessu efni, því
síðan hefir Englendingurinn Rutherford
fundið upp að nola radíum og hellíum.
Hans aðferð er að ákveða hve mikið
hellíuin sé í málmunum. Menn hafa
samkvæmt þessu ályktað, að síðan hið
elzta jarðmyndunartímabil byrjaði séu
liðin 140 miljónir ára. Strutt hefir not-
að Zirkon-kristalla við rannsóknir sínar.
»Málmar frá fornöldinni sýndu að
aldurinn var um 600 miljónir ára«.
»Soddy kemst upp í 1000 miljónir ára
eða meira«. Königsberger heldur að
gera megi ráð fyrir 50 pros. misreikn-
ingi. Eftir þessum rannsóknum segir sig
nú sjálft, að jörðin er yngri en 600
miljónir ára.
Vér getum ef til vill með litlu dæmi
best sýnt fram á hvað þessi reikningur
um aldur jarðarinnar eiginlega er.
Setjum svo, að þú spurðir nokkra
»vel mentaða menn« um aldur einhvers
tiltekins manns. Nú segði einn af þess-