Tákn tímanna - 01.11.1919, Síða 3

Tákn tímanna - 01.11.1919, Síða 3
TÁKN TÍMANNA 11 um »mentuðu«, að maðurinn væri 287 ára, annar 217 ára, þriðji 118 ára, en sá fjórði héldi því fram, að hann væri yngri en 749 ára«. Setjum svo, að sá, sem hélt að maðurinn væri 287 ára, segði þér, að hann hefði komist að þeirri niðurstöðu við að veita því eftirtekt, að sjö-tíundu hlutar af hári hans væri orðið hvítt, og að hann ennfremur hefði séð, að það þurfti 41 ár lil þess, að einn tíundi hlutinn yrði hvítur — og þess vegna hlaut mað- urinn að vera 287 ára, því 7 sinnum 41 er 287, þannig komst hann að nið- urstöðunni með reikningslegri nákvæmni. Hugsum oss enn fremur að sá, sem hélt að maðurinn væri 217 ára, segðist vita það af því að telja hrukkurnar á enni hans — en sá þriðji vissi að aldurinn var 118 ár, því hann hefði talið tennur mannsins. Mundi þér nú ekki hnykkja lítið eitt við og þú undrast allan þennan »lær- dóm«. Ef til vill mundir þú minna þann fyrsta á, að þótt það taki 41 ár fyrir einn tíunda hlula hársins að grána, þá er ekki þar með sagt, að það tæki 7 sinnum svo Iangan tíma fyrir hina 7 hlutana að grána, að stundum verða menn gráhærðir á einni nóttu, stundum á einu eða tveimur árum, og stundum aldrei. þú mundir gefa þeim, sem taldi hrukkurnar á enni mannsins í skyn, að þér fyndist það fremur liæpið einkenni til að ákveða eftir vissan aldur. Og eitt- hvað þessu líkt mundir þú segja við þann, er taldi tennur mannsins — þú þektir gamalt fólk með góðar tennur — ungt með margar hrukkar. Að maður- inn var yngri en 749 ára, þurftir þú ekki að láta segja þér, þú vildir að eins vita það dálitið nákvæmar. Setjum svo, að einhver aldraður mað- ur reyndur og greindur og alþektur að áreiðanleik segði, að fyrnefndur maður væri réttra 43. ára, hann hefði þekt for- eldra hans, já, hann hefði þekt hann sjálfan frá barnæsku. Mundir þú lítils- virða orð þessa gamla inanns og segja með spekingssvip, að þessi maður væri yngri en 749 ára, mundi ekki hver heil- vita maður kalla þig fífl, og ætli það væri ekki réttmætt? En þessu líkt er farið með þessar á- giskanir um aldur jarðarinnar, þær eru allar gripnar úr lausu lofti. Einn vísindamaðurinn(?) segir, að jörðin sé 1000 miljónir ára, annar, að hún sé 33 miljónir ára (Það er tals- verður munur á þessum tölum!), þriðji 65 miljónir, og sumir að hún sé yngri en 600 miljónir ára. En svo segja enn aðrir, að gera verði ráð fyrir 50 pros. misreikningi! Ætli það sé ekki alveg óhætt að gera ráð fyrir 99°/o misreikningi í ofstopa og á- giskunum? Það er sannarlega undarlegt að nokkur slculi trúa þessum óvísinda- legu staðhæfingum í staðinn fyrir Guðs óbifanlega orð. Það er áreiðanlega rétt, sem sagt er um hina »lærðu«: »Þeir kváðust vera vitrir, en urðu heimskingj- ar«. Róm. 1, 22. Þangað til lærðu menn- irnir verða dálítið belur sammála, verð- um vér« víst að gera oss að góðu, að byggja á hinum gamla vitnisburði: »Á sex dögum gjörði Drottinn himin og jörð, hafið og alt, sem í þeim er«. Hvers vegna vilja menn fara eflir upp- spunnum tölum um aldur jarðarinnar, þegar sannleikann er að flnna í Guðs orði, L. H. C.

x

Tákn tímanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tákn tímanna
https://timarit.is/publication/498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.