Tákn tímanna - 01.11.1919, Qupperneq 4

Tákn tímanna - 01.11.1919, Qupperneq 4
12 TÁKN TÍMANNA „Dáinn og grafinn með Kristi“, Á fjórðu öld, þegar kristindómurinn var prédikaður með miklum krafti á Egyptalandi, kom ungur kristinn mað- ur og hitti hinn mikla kenniföður Ma- caríus. »Faðir«, sagði hann, »hvað þýð- ir það að vera grafinn með Kristi?« »Sonur minn«, svaraði Macaríus, »þú manst okkar kæra bróður, sem dó og var grafinn nýlega? Farðu nú til grafar hans og segðu honum alt hið illa, sem þú hefir heyrt um hann, og að vér séum glaðir yfir því, að hann sé dáinn, að vér þökkum Guði, að vér séum lausir við hann, því hann hafi verið oss til mik- illar skapraunar, og komið miklu illu til leiðar í kirkjunni. Farðu sonur minn, og segðu honum þetta, og heyrðu, hvað hann muni segja«. Unga manninn furðaði á þessu og var í efa um, hvort hann hefði skilið Macaríus rétt. En Macaríus sagði að eins: »Gerðu eins og eg segi þér sonur minn, og komdu svo aftur og segðu mér frá því, hverju hann svarar«. Ungi maðurinn gerði sem fyrir hann var lagt og kom aftur. »Hvað sagði svo bróðir okkar?« spurði Macaríus. »Hvað hann sagði ?« tók ungi mað- urinn upp. »Hvernig gat hann sagl nokkuð? Hann er dauður«. »Farðu aftur, sonur minn, og endur- tak þú öll þau góðu orð og alt það skjall, sem þú hefir nokkurn tíma heyrt um hann. Segðu honum, hve mjög vér söknum hans; hve göfugt lífsverk hann afrekaði; hvernig allur söfnuðurinn reiddi sig á hann ; komdu svo aftur og segðu mér, hverju hann svarar«. Ungi maðurinn fór að læra lexíuna, sem Macaríus vildi kenna honum. — Hann fór aftur til grafarinnar og sagði öll góð orð og alt skjall, sem hann hafði heyrt um hinn dauða mann; og að því búnu sneri hann aftur til Ma- caríus. »Hann svarar engu, faðir; hann er dáinn og grafinn«. »Nú veiztu sonur minn«, sagði hinn gamli faðir, »hvað það er að vera graf- inn með Kristi. Lof og last hefir jafn- lítið að segja fyrir þann, sem er dáinn og grafinn með Kristi«. Bak við þokuna, Fað var úti á reginhafinu. Þokan var svo þétt og dimm að ekki var hægt að sjá skipslengd frá sér. Þá skeði það að tvö gufuskip rákust á, »Republic«, sem kom frá Ameríku og »Florida«, sem kom frá Evrópu. Öll von sýndist úli. Bæði skipin voru komin að því að sökkva; en annað þeirra gat sent þráð- Iaus hraðskeyti. í skyndi er sent skeyti út í þokuna: »Tvö skip í sjávarháska; kom og bjarga oss«. Klukkustund eftir klukkustund sat símritarinn uppi í hinu hálfbrolna siglutré og gaf sama merkið meðan skipið sökk smámsaman dýpra og dýpra. í fjórtán stundir hélt hann áfram án þess það virtist ætla að hafa nokkurn árangur. Ástandið var algert vonleysi. Engin hjálp. En — eftir fjór- tán stundir bírtir skyndilega þokuna, og hvað sést þá? Hér um bil hálfur tugur skipa er hringinn í kringum óhappa- staðinn reiðubúinn til hjálpar. Fólkið hafði farið að örvænta; það hafði hugs- að sem svo: Ó! það þýðir ekkert að

x

Tákn tímanna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tákn tímanna
https://timarit.is/publication/498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.