Tákn tímanna - 01.11.1919, Síða 8

Tákn tímanna - 01.11.1919, Síða 8
16 tAkn tímanna liefir lýst fyrir oss framtíðinni, er mun vera þannig, að menn elska myrkrið meira en Ijósið, myrkur villunnar mun geysa um heiminn með hraða. »Eg em heimsins Ijós, hver sem fylg- ir mér mun ekki ganga í myrkri, held- ur hafa lífsins ljós«. Jóh. 8, 12. Þessi orð vill Jesús tileinka oss. (), að vér göngum i þessu Ijósi meðan enn heitir í dag. í dag ef þér heyrið hans raust þá forherðið ekki hjörtu yðar. Hebr. 3, 7. gefum guði dýrðina, og leyf- um hinum góða hirðir að íinna oss rneðal þeirra, sem innan skainms mun kalla með eftirvæntingu og gleði. »Hér kemur vor Guð, vér vonuðum á hann, og hann frelsaði oss; þessi er Drottinn, sem vér vonum á. Látum oss fagna og gleðjast af lians hjálpræði!« Es. 25, 9. Kæri vinur og lesari! óskar þú af hjarta að vera með, þegar þessir sam- fundir eiga sér stað? »Andinn og brúð- urin segja: kom þú. Sá, sem þetta heyrir hann segi : kom þú. Sá, sem þyrstur er, hann komi; hver sem vill, hann laki gefins lífsins vatn«. Opinb. 22, 17. G. Pálsson. Kosningarnar. (Leitið fyrst Guðs ríkis og hans réttlætis). Kosningarhríðin er nú að mestu yfir- staðin. Frétlir komnar frá fleslum sýsl- um. Með geðshræringu hafa menn tekið upp dagblöðin síðustu dagana lil að fá fréttir. Aldrei hef eg séð eins mikla bar- áttu og eins mikið kapp í stjórnmálum siðan eg kom hingað til lands. Bílarnir vorn sífelt á ferð til að flytja kjósendur sem bágt áttu með að ganga, á kjör- staðinn og heim aftur. Stuðningsmenn hinna ýmsu frambjóðenda voru alstað- ar á ferli, og lætin í þjóðinni voru mikil. Manni gat kotnið til hugar kosninga- dagurinn í Bandaríkjunum með öllum sínum hávaða, þegar maður virli fyrir sér lætin. Til hvers var unnið ? Til hvers var fé notað svo skifti þúsundum króna ? Jú, til að ná sæti meðal alþingismanna og vera með til að ráðgera um vellíðan Jijóðarinnar í framtíðinni. Fallegt tak- mark, ef baráttan væri einungis hafin þess vegna ; og þó svo væri, gat eg ekki óskað annars en að sjá þjóðina eins starfsama í því að koma öðram upp í stjórnarsætið, öðrum, sem mundi ætíð stjórna með réttvísi, öllum til geðs og öllum í vil; þá mundi dýrtíð og undir- okun hverfa og jafnaðarmenskan ráða, ekki nútímans afbakaða jafnaðarmenska heldur sú, sem finnur það sælla að gefa heldur en þiggja. Eg á hér við stjórn yíirkonungs allra þjóðhöfðingja. Að vísu er Jtað rétt og líka sjcylda að taka þátt í því að styðja það, sem get- ur verið þjóðinni til gagns, en hætt er við, að menn í baráttunni glej'mi því boði frelsarans, sem segir; »Leitið fyrst Guðs ríkis og hans réltlætis«. Sá, sem það gerir, er án efa hæfari en hinn, sem lætur það ógert, að minsta kosti ekki eins sérplæginn, þegar sú hugsun er hjartans alvara hjá honum. Ef Jressa boðorðs væri gætt mundi maður heyra færri deilumál, færri skammir, og helm- ingi meira slarf mundi framkvæmast Jrjóðfélaginu til blessunar og gagns og um leið mundi vera unnið að því að undirbúa þjóðina undir veruna annars- staðar en í þessum sorgardal. En það fæst ekki með því að leggja alt inn á að hugsa um þetta jarðneska, því þá nær maður aldrei lengra. »Leitið fyrst Guðs ríkis og hans rétt- lætis«. 0. l’rentsmiðjan Gutenberg.

x

Tákn tímanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tákn tímanna
https://timarit.is/publication/498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.