Tákn tímanna - 01.12.1919, Page 7
TÁKN TÍMANNÁ
23
hann »brennihöggvarann«, og gerðu gys
að því, að hann hefði höggvið slaurana.
En seinna báru menn fánann á iveim-
ur af staurum þessum til að sýna, að
þeir virtu mikils atorku og starfsemi,
og að það væri engum til vansæmdar
að stunda heiðarlega vinnu.
Árið 1846 var hann kosinn til þings-
ins í Washington og ávann sér hvar-
vetna traust og álit góðra manna. For-
seti bandaríkjanna varð liann árið 1860.
í þeirri stöðu hefir hann staðið eins
og enginn annar forseli. Ástæðan til
þessa mætti ef til vill flnna í eftirfar-
andi frásögu:
»Ég gisti 3 vikur í hvíta húsinu, bú-
slað forsetans, í Washington«, skrifar
rithöfundur nokkur. »Nótt eina var ég
órólegur og gat ekki sofnað. Klukk-
an var um þrjú um morguninn, þeg-
ar ég heyrði hljóð frá því herbergi,
sem forsetinn svaf í. Hurðin stóð í hálfa
gátt og ég leit inn; þar lá forsetinn á
knjánum biðjandi og biblían lá opin á
stólnum hjá honum. Hann snéri bakinu
að mér og vissi þess vegna ekki af mér;
ég gat því virt hann fyrir mér í næði.
Alt í einu heyrði ég liann biðja: »E*ú
Guð, sem bænheyrðir Salómon, þegar
hann um nóttina bað þig um vísdóm;
bænlieyr einnig mig. Ég get ekki stjórn-
að þessu fólki, ég get ekki leitt þessa
þjóð áfram til gæfu nema þú hjálpir
mér. Ég er fátækur, aumur og syndug-
ur. Æ, Guð, þú, sem bænlieyrðir Saló-
mon þegar liann bað um vizku; bæn-
heyr einnig mig og frelsaðu þessa
þjóð«.« Meðan hann var forseti byrj-
aði þrælastríðið, og bar Lilncoln gæfu
til þess að afnema að fullu þræla-
hald í Bandaríkjunum. Hann var virtur
og elskaður af sverlingjum og öllum,
sem kunnu að meta slarf hans, en
þrælaeigendur hötuðu hann. 14. apríl
1865 var hann myrtur i leikhúsi í
Washington; hann var skotinn í hnakk-
ann. Morðinginn hét Booth og var
leikari.
Það er sögn manna, að varla liafi
nokkur maður, sem hafði jafn mikil
völd og Lincoln hafði í ófriðnum, farið
betur með vald sitt. G. S. þ.
Hann fékk lækningu á letinni.
»Pað fer að verða skemtilegt heimili
hjá okkur«, segir frú Brown einusiuni.
Haraldur er sá eini af börnunum, sem
altaf liefur á móti því, sem hann er
beðinn að gera. í dag afsagði hann al-
veg að fara til Thorsens og sækja rjóma-
flösku. Hann er blátt áfram latur«.
»Hann minnir mig á Lárus, þegar
hann kom fyrst til okkar«, svaraði ég.
»Hann var óspektarangi sem engu nenti«.
Einu sinni lásum við í húslestrinum,
að sá, sem ekki vildi vinna, ætti heldur
ekki að fá mat. Lárus var ekki smeyk-
ur að tala um þetta. Eftir morgunverð-
inn bað ég hann að fara til afa síns og
sækja einn líter af mjölk. Hann kom
með ótal mótbárur — það var syo heitt,
hann þurfti annað að gera, það var
ekki nauðsynlegt að fara, því satt að
segja var hann nú ekki svo sterkur- að
hann gæti borið heilan líter af mjólk í
einu; gat ekki Páll farið o. s. frv.
Eg sagði honum að Páll væri búinn
að gera svo mikið og það væri ekki
rétt að senda hann. »En það gerir ekk-
ert til«, sagði ég, »því ég get farið seinna
sjálf, en ég ætlaði að hafa eggjaköku til
miðdegisverðar í dag«.
»Ó, mamma«, ságði Lárus. »Ef þú vilt