Verði ljós - 01.12.1899, Blaðsíða 2

Verði ljós - 01.12.1899, Blaðsíða 2
178. Minn bozti Josú, bústað þór og boð þú tak í lijarta mér, i brjósti mínu, guðs son, gist og geymda hjá þér bú mér vist. Ef, herra, þig mitt lijartað á, af lijartans rót ég fagna þá, og læt min veiku liljóma liljóð sem himinbarnsins vögguljóð. Nú — lof sé guði! — lifs er von, guð lét á jörð sinn fæðast son; uú onglasöngur hljómar hár og heimi boðar liknarár. Holgi Hálfdánarson. Jöijrð sé guði í upphœðum! ®tJÍ'versu höfum vér oigi ástæðu til að taka oss í munn þessi lof- gjörðarorð englasveitanua frá Betlehem! Þegar vér með opnum audans augum virðum fyrir oss sólina og tunglið og stjörnuruar, jörðina í allri sinni íegurð, liafið í öllum sinum mikilfengleik og minnumst þess, að alt þetta er verk hans, sem „talaði og það varð, sem bauð og svo stóð það þar“ — hvað er eðlilegra en að vér þá lítum upp á við og segjuni: „Dýrð sé guði í upphæðum!1* Eða þegar vér virðum fyrir oss sögu mannkynsius, lýsingu hennar á rás viðburðanna, lýsingu hennar á lífi þjóðanna og einstaklinganna niður í gegu um aldir, og hugleiðum dásamlega speki guðs, eins og hún birtist í allri stjórn hans á heiminum og högum mannanna, í órekjanleg- um vegum hans og óskiljánlegum dónnun haus, sem alt og allir verða að lúta, — hversu oftlega hljómar þá í sálu vorri með ómótstæðilegu afli: „Dýrð sé guði í uppliæðum!11 Og þegar vór rennum augunum yfir vora eigin lífsbók, hversu mikla ástæðu höfum vér þá ekki, þrát.t fyrir allar rúnirnar óráðnu og rauna- spurningarnar ósvöruðu, sem mæta oss þar, til þess að segja af hrærðu hjarta: „Dýrð sé guði í upphæðum!11 — Því sem kristnir menn vitum vér, að þótt vér oftlega hljótum með audvörpum að spyrja: Drottinn, liví gerðirðu þetta svo? — þá er oss gefin dýrðleg von um, að sú stund renni upp um síðir, „blessuð stund, þá sérhver rún er ráðin og raunaspurning, sem oss duldist hér“, er vér klæddir livítum skykkjum komum fram fyrir hásætið og getuin af hjarta tekið undir lofsönginn ineð guðs lieilögu og útvöldu segjandi: „Lof og dýrð, vizka og þakkargjörð, heiður og vald og kraftur sé guði vorum um aldir alda“. En aldrei meðan vór dveljum hér í heimi er fyllri ástæða og dýrð- legra tilefni tilaðmæla fagnandi rómi: „Dýrð sé guði í upphæðum!" en þá er vér á jóluuum söfuumst í anda utan um jötu barnsins Jesú, og

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.