Verði ljós - 01.12.1899, Page 16

Verði ljós - 01.12.1899, Page 16
192 £>á snart eittlivað andlit hennar; hún hélt, að eitthvert af blómuuum i glugganum hefði snortið kinn hennar með hlöðum síuum. En svo var' ekki, heldur var það eDgillinn, er hjá henui stóð, er hafði tekið tár eitt, er titraði á augnahvarmi hennar. „Þessu tári hefir móðir grátið yfir glötuðmn syni sínum“, mælti engillinn, „það er hreint og ósvikið, það skal hljóta samastað áhimnum". Og engillinn bar tárið fram fyrir drottin, glaður og brosandi eius og sá, er eftir langa mæðu hefir náð takmarki sínu. En drottinn hristi liöfuðið. „Ekki er þetta tár heldur hið rótta“, jnælti hann. „Eg gæti að sönnu myndað af því gimstein, er entist að eilífu; en litarlaus og án geislaröðuls yrði liann, og mundi draga dimmu á kórónu lífsins. Sæktu mór tár, sem ég geti myndað af gimstein með himneskum geislaljóma11. Og engillinn leit til Elínar með harmþrungnu augnaráði, því haun gat nú alls ekki ráðið fram úr því að finna tár það, er drottinn óskaði. En einhverju sinni, Jjað var langt liðið á nótt, láElfn f silkisæng sinni, í dýrindis linklæðum og bjó sig til að deyja. Nú var hún orðin öldruð og fyrirgengileg, og nú var hún hætt að gráta, því táralind hennar var sem uppþornuð. Og engillinn stóð beygður af sorg við dánarbeð henuar, til þess að flytja burtu sálu hennar, er húu hefði augum lokað í hiusta sinni. Þá var hurðinni lokið upp hægt og varlega, og hanu, sem liún hafði grátið yfir árin mörgu, hann, sem hún liafði hugsað um og beðið fyrir alt til þessarar stundar, einkasonurinn hennar kom inn í herbergið. Hann kom nú aftur heim þreyttur og saddur á liégómaprjáli heimsius. Og Elíu reis upp í rúmi síuu, vafði handleggjuuum um hálsinn á honuin, kysti hann og hallaði höfði sínu að herðum haus. Og svo var hún glöð, að húu naumast gat komið upp einu orði; en hún hvíslaði veikum rómi: „Ó, guði sé lof!“ Tár eitt glitraði á kinn heuuar; engillinn tók það og sveif með það til hæða. Og drottiun í ríki himnanua mælti: „Þar er rétta tárið fuudið; dropi frá djúpi hjartans, óglatsamlegt gleðitár með himneskum ljóma“. Slðau breytti drottinn gleðitári liinnar deyjandi móður 1 gimstein, skínandi og fagran, og festi hanu á lcórónu lffsins. Og Elín sá það sjálf, þvf engillinn flutti haua heim frá jarðarinuar dimma dal. Og drottinn festi sjálfur sigursveiginn á höfuð henni. Og augu Elfnar ljómuðu eins og sólir í guðs ríki. (Þýtt úr dönsku). Útgefondur: Jón Helgason, Sigurður P. Slyertsen, Haraldur Níelssou. Ileykjavik. — Félagsprentsmifijan.

x

Verði ljós

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.