Verði ljós - 01.04.1901, Side 8
56
heitir á heiðiugja, og biður Filistea og Egypta að bera vitni guðs
breytni við ísrael. Sjállir þessir heiðingjar, sem ekki þekkja Guð né
lians boðorð hljóta að sjá, að þeir hlutir fara fram í Samaríu, sem
hrópa í himininn, og að Israel er rótt kjörinn til dauða. Fyrir þá sök
hlýtur Guð sjálfur að krefjast bótanna fyrir lians forsmáða heilagleik
og réttvísi og afmá sína þjóð. Hann segir:
„Endir míns fólks ísraels er fyrir höndum, ég fæ eigi lengur
fyrirgefið.11
Blómin á vöngum jungfrúarinnar ísrael er í augum spámannsins
ekkert heilsumerki, heldur visnunarroði hins sjúka og feiga. Gegnum
allan glauminn og ys og þys fagnaðarlátanna heyrir hann dauðahryglu
þjóðarinnar, og hann hefir upp hennar erfi-óð. Sagan hefir réttlætt
hann. Ejörutíu árum síðar var Israelsríki burtu sópað og lýður þess
hneptur í útlenda áþján.
En nú kunnið þór að spyrja: er nokkuð nndravert í öllu þessu.
Er þetta annað en algeng sannindi, sem liér er fram sett? Að ímynda
sér það væri háslcalega rangt. Það er staðreynd, að sú framför,' sem
trúarbrögð ísraelsmanna unuu fyrir framkomu Amosar, verður varla of
hátt metin. Með Amos brýtur guðstrúin i fyrsta sinn af sór band þjóðernis-
ins og verður allsherjar trú i staðinn fyrir trúarbrögð einnar þjóðar. Með
því að rekja og rannsaka samband Guðs og ísraels og lýsa því rétt,
eða að minsta kosti viðurkenna það sem siðgæðislega rökbundið, þann-
ig að hver önnur þjóð sem vildi, gæti neytt sömu gæða, eí hún upp-
fylti siðgæðisskilyrðin, með því gaf hann trúarbrögðunum röklegan
grundvöll, sem síðar varnaði þvi að hvorki trú ísraels nó heldur Guð
ísraels gat með réttu bendlast við fall ísraels, heldur gat hvort um sig
þróast og náð meiri og rneiri mikilleik og sannleik. Fall Israels var
Guðs sigur, sigurhrós réttvísi og sannleiks yíir synd og villudómi. JÞað
sem hefði riðið hverjum. öðrum átrúnaði að fullu, gat eftir þetta ein-
göngu eflt og staðfest trúarbrögð ísraelsmanna.
Framförin birtir sig bezt í huginyndiuni um guðdóminn. Hinn
forni ísrael þekti enga eingyðistrú strangvísindalega skoðað og' skilið.
Guðii' heiðinna þjóða voru skoðaðir sem iiíandi verur, sannarlegir guðir,
er væru nð sínu leyti jafn voldugir og guð ísraelsinanna á hans stjórn-
arsviði. Þetta hlaut nú að skoðast öðruvísi. Eéttlætið er viðar til en
innau landamæra ísraels, það nær lengra eii vald Assýriumanna. Rótt
er rétt hvervetna sem farið er; slíkt hið sama er rangt alstaðar rangt.
Ef nú ísraels Guð er réttlætisins guð, þá nær lika ríki hans jafnlangt
eins og róttlæti hans, — þá e(r hann Guð veraldarinnar, eins og Amos
táknar hann með nafninu Zebaoth þ. e. Guð herskaranna, Guð 'alls mátt-
ar og dýrðar á himni og jörðu.
Þjóðernistakmörkiu urðu að lúta fyrir allskerjarvaldi réttlætisins.
Þegar Móabitarnir brendu steinlím úr beinmn Edomíta kouungsins, leiddu