Verði ljós - 01.04.1903, Qupperneq 3
VEBÐI LJÓS!
51
alvörnatundiraar ganga yfir hann. Þú minnist þess, hversu Júdas sveik
haun. Heldur þú eigi að sársauki hafi verið þeim vinslitum samfara?
Gat nokkuð sárara komið fyrir Jesúm, en að vera framseldur og svikinn
af síuum eigin lærisveini? Heldur þú eigi að liann hafi reynt að forða
glötunarinnar syni frá glötun ? Og ef þú hefir nokkurn tíma reynt að
frelsa mann, sem á einhvern hátt var að glatast — ef þú hefir roynt
það í kærleika og trausti til manneðlisins, en allar tilrauuir þínar orðið
árangurslausar, þá hefir þú fengið ofurlítinu forsmekk af því, hve sár
og djúp hrygð Jesú var — hrygð hans yfir glötunarinnar syni, er hann
sjálfur liafði gert að lærisveini sínum og útvalið til þess að boða guðs-
ríki meðal mannanna. Jesú voru vinslitin sár. En mun Júdas þá
eigi líka hafa fundið til? „Illa gerði eg, er eg sveik saklaust hlóð“ —
fiust þér ekki sársauki felast bak við þessi orð hins örvæutingarfulla
manns? Og mun ekki hræðileg kvöl fylla sálu hvers þess manns, er
sjálfur ræður sér bana? Jú, vinslitin komu og hryllilega sárt við Jú-
das.
Og eftir svilc Júdasar kemur afneitun Péturs.
Er ekki mikill sársauki þessu viusliti samfara — afneitun Péturs,
hans sem vera átti bjargið, sem kirkja Krists átti að byggjast á, liaus
sem fyrstur hafði fram borið hina miklu játningu: Þú ert Kristur, son-
ur hins lifanda guðs! — hans sem fyrir skemstu hafði sagt fullur hug-
dirfðar og sjálfsrrausts: „Þótt eg ætti að láta líf mitt með þér, skyldi
eg þó aldrei afneita þér?“ Þessi afneitun Péturs hlýtur að hafa verið
ein hin sárasta kvöl fyrir lausnaranu, eins fyrir það, þótt hann af vís-
dómi sínum og djúpu mannþekking segði vinslitin fyrir, og þau því ekki
kæmu honum á óvart. Elest í lífi sínu veit hann fyrir áður, eða renn-
ir grun í, livernig fara muni; en eins fyrir því er sárt að lifa kvala-
stundiruar. Um Pétur segja guðspjöllin oss, að hann hafi þegar eftir
afneitunina gengið út og grátið .beisklega. Svo það er engiun efi á því,
að það kom sárt við liauu að vera valdur að vinslitunum. Og sjálfsagt
hefir hjarta haus ekki fundið fullan frið fyr en vináttubandið, or hann
sleit sundur þetta kalda kvöld við kolaeldinn, var aftur hnýtt saman af
þeim, er það gat gert — hinum upprisna meistara sjálfum, honum sem
fyrir vinslitunum varð saklaus, en sjálfur aldrei brást og aldrei bregzt.
Þá fyrst, er hiun breyski og brotlegi lærisvoinn fékk færi á þvi að játa
það þrívegis með eigin munni, að hann elskaði þann, er hann þessa
köldu nótt afueitaði þrisvar, og meistarinn mildi og blíði, er með einu
augnaráði hafði fengið hann til að ranka við sér við kolaeldinn, hafði
aftur sýnt honum fult traust með því að segja við hann: „Gæt þú
lamba minna“ — þá fyrst fékk hjarta hans aftur fullau frið; þvl að nú
Var trygðrofið fyrirgefið og vináttau euduruýjuð. Og nú var bót feng-
in við hiuu sárasta meini: Nú hafði hauu fengið sönnun fyrir því, að
eiun var til, sem aldrei brást; eiuu svo tryggur viuur fundiuu, að jafu-