Verði ljós - 01.04.1903, Blaðsíða 4

Verði ljós - 01.04.1903, Blaðsíða 4
52 VEBÐI LJÓS! vel ekki hin sárustu vinslit megnuðu að raska kærleika hans og viu- áttu, — og það sem meira var, svo öflugur og eilífur vinur, að jafnvel hinir sorglegustu svikráð og vonbrigði urðu verkfæri i hendi hans, svo að alt varð að snúast honum til góðs. En þrátt fyrir þessa miklu gleði, mun Pótri aldrei hafa liðið úr minni þetta kalda kveld þarna við kola- eldinn. Sönn iðrun er ekki skammvinn; þess, sem vér i sannleika iðr- umst, iðrumst vór alt vort lif. Fyrir fyrirgefningu drottins gróa að vísu syndasúr vor, en örin verða eftir, og sviði vill oft fylgja þeim nokkur. Sá sviði og sá sársauki ver oss nýrri hrösun. Ef þú hefir fundið til þess, að vinslit eru sár, og ef þú hefir fund- ið til lirygðar út af því, hve mennirnir eru allir ófullkomnir, jafnvel hinir beztu og göfugustu, láttu það þá hugga þig, að saga mannkyns- ins þekkir eitt nafn, sem er undautekning frá þessari reglu. Einn hefir lifað á þessari jörð, sem verður því dýrðlegri því betur sem vór kynn- umst honum. Einn hefir lifað meðal mannanna, som gat sagt við óviui sína: „Hver af yður getur sannað upp á mig nokkra synd?“ Og þessi eini lifði og dó sem maður — eu er aftur upp risinn og lifir að eilífu; þessi eini hefir látið boða það um heim allan, að hann vilji vera vinur allra manna og allra kynslóða, og enginn er sá til, er af alvöru hjart- ans hefir gerst vinur hans, að hann beri honum það á brýn, að hanu hafi nokkurn tíma brugðist. Hann einn, Jesús Kristur, er sá vinur, er aldrei bregzt; og þó hefir enginn mátt reyna meiri viuslit frá heudi mannanna en hann. Gjör liaun að vini þinum; láttu vináttu hans bæta þór upp öll trygðrof, vinslit og vonbrigði, sem mannlífið 4 svo mikið af. Afneitun Póturs, hins dýrmæta lærisveins, getur mint oss á margt. Meðal annars ætti hún að vera oss viðvörun gegn öllurn vinslitum, al- varleg áminning um það, að bregðast ekki vinum vorum eða mönnuin yfir höfuð. Hið sorglega dæmi þessa lærisveins ætti þó framar öllu að áminna oss um það, að láta ekki meistarann, hans og vorn, verða fyrir vinslitum af vorri hálfu; hinn mikli sársauki þeirra beggja, er því vin- sliti var samfara, ætti jafnan að áminna alla lærisveina frolsarans um það, að afneita honum ekki. En þvi miður, hversu margir verða eigi til þess að afneita honum á öllum öldum? Enginn yðar, lesarar góðir, lætur sér víst til hugar koma að áfell- ast Pétur. Enginn yðar ímyndar sér víst, að hann sé þessutn dýrmæta lærisveiui fremri. Þér minnist þess án efa allir, að það var erfiðara að trúa áður en Jesús reis upp frá dauðum heldur en eftir það. Enginn yðar vill því víst áfellast hinn örgeðja lærisvein, þótt efasemdir og lífshætta yrðu trú hans yfirsterkari í bili. Eu það er lærdómsríkt fyrir oss að thuga, hvað leiddi haun í þessa freisting; hið sama sem kom

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.