Verði ljós - 01.04.1903, Síða 6

Verði ljós - 01.04.1903, Síða 6
54 VERÐI LJÓS! Þér eruð allir aldir upp i kristnu landi. Þegar þór voruð ábernsku skeiði var meira kapp lagt á það en nokkuð annað að kenna yður lcrist- indóminn og koma inn hjá yður kristilegri lifsskoðun og trú á Jesúm Krist. Eigi að eins foreldrar yðar, holdur og borgfélagið, sem vér lif- um í, mat þetta mest af öllu, að gjöra yður að lærisveinum Jesú. Með öðrum orðum: svo hefir verið til ætlast, að kristindómurinn væri hjarta lífs yðar. Kristna trúin er ávalt miðdepill lífsins hjá öllum lærisveinum Jesú á hvaða öld sem þeir lifa; frá þeim miðdepli kvíslast blessunar-lindirnar í lífi hvers einasta lærisveins. Og öllu lífi mannsins er hætta búin, þegar kuldinn tekur að læsa sig inn að þessu lijarta. Kristindómurinn er hjarta lífs þíns — hjartað í lífi ykkar allra, sem í honum eruð upp alin; eu hjartað í kristindóminum er Kristur sjálfur. Nái kuldinn að læsa sig inn að þessu hjarta, þá er andlegu lifi þínu hætta búin, því að allur kuldi er hættulegur; hann er óvinur lífsins. Oss er það eðlilegt, að vilja forðast liinn ytri kulda, og allir reyna af fremsta megni að kcmast hjá honum. En hversu afarliirðulausir eru margir um hinn innri kulda. Á því skeiði æíi vorrar, þegar hjarta vort var allra-viðkvæmast og gljúpast, vorum vór sórstaklega undir það búnir að verða Jesú læri- sveinar alt vort líf. Þá var lif hins blíða lausnara leitt fram fyrir sál- araugu vor og hann málaður fyrir augum vorum í allri dýrð sinni og heilagleika. 011 minnumst vór feriningaraldursins moð viðkvæmri lund, því að þá var Jesús vinur vor allra; ekkert af oss efaðist þá um, að hann væri fegurri, göfugri, heilagri, guðdómlegri en allir aðrir. Með helgri trú barnshjartans festum vér þá ást við hann. Mun ekki mörgum af oss hafaverið hlýtt innanbrjósts fermingardaginn? Mun okkimargur með tárvot augun hafa hugsað þá líkt og Pótur forðum: „Þótt allir hneykslist á þór, skal eg samt aldrei hneykslast á þór“ og „þótt eg ætti að láta líf mitt með þér,skyldi eg þó aldrei afneita þér“. En hversu mörgum af oss hefir ekki farið eins og Pótri? Eftir skamma stund var allur hiti trúarinnar horfinn, ekkert orðið úr liinni dýrmætu játning — alt orðið kalt, svo að jafnvel eigi var uut að sjá á neiuu í lífi voru, að vér værum lærisveinar Jesú. Margur hættir þegar eftir fermingardaginn að viðhalda þekking sinni á Jesú eða efla hana; nýja testamentið er til á ílestum eða öllum heimil- um á landi voru, þessi eina bók, sem segir oss alla lífssögu Jesú, en liversu fáir lesa það. Altof, altof margir vanrækja að verma sig við orð Jesú, alt of margir vanrækja að sækja hita og hlýju inn í líf sitt úr frásögu lærisveinanna um sjálfan meistarann, altof, altof margir hirða ekkert um að bera sól og sumar inn í líf sitt, sól og sumar fyrir anda sinn; en hvergi fiunur sála vor, köld og veðurbarin, eins verm- andi sólargeisla og 1 orðum Josú. Menn setjast hópum samau utan um kolaeld heimsins barna og verrna sig þar; þar situr margur meðal óvina Jesú og vermir sig, unz hanu að lokum afneitar meistaranum.

x

Verði ljós

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.