Verði ljós - 01.04.1903, Blaðsíða 9
VEIWI LJOS!
57
Og því verður heldur ekki neitað, að stundun hafa einhliða og þröng-
sýnir menn viljað láta kristindóminn bera slíkan ægishjálm yfir öllum
öðrum lífshræringum þjóðlífsins, að það hefir hamlað hollum og góðum
hreyfingum, er miðuðu til þoss að hefja, bæta og fræða maunkynið.
Alt slíkt er misbrúkun á kristindóminum. Kristur sagðist ekki vera
kominn til þess að drotna yfir mönnunum, heldur til þess að þjóna
þeim og gefa lif sitt út fyrir þá. Þegar kristindóminum er svo beitt,
þá getur það komið fyrir, að geislar hans brenni, en vermi eigh En
þá er hann heldur ekki látinu vera það, sem hann á að vera: hjart-
að, semundirslær. Þeir meun, sem af drotnunargirnd sjálfra sín
vilja setja hann í hásætið, gæta þess eigi, hve veglegt það er að fá
að vera hjartað. Ofsi og öfgar geta komið fram í trúarbrögðuuum eins
og öðru, og geta verið skaðlegar þar eins og annarstaðar. En lítil
þörf er að vara við ofhita trúarinnar hór á landi; vór íslendingar
höfum ekki haft mikið af honum að segja. Hitt hefir verið tíðara hjá
þjóð vorri: kuldinn og áhugaleysið í trúarefnunum. Við næðing og
nepju úr þeirri átt hefir eiukum orðið vart á siðari tímum. Og margir
kenna því um, að vantrúaralda hafi gengið yfir þjóðlíf vort síðustu ár
liðinnar aldar. En það er ekki neitt sérstaklegt fyrir þjóðlíf vort;
það hefir hún líka gjört hjá frændþjóðum vorum og er þó trúarlifið þar
engu minna nú en áður. Eg vona að vantrúaraldan hafi að eins verið
kuldi í útlimunum. En ekki verður því neitað, að ýms merki bera
vott um audlegan kulda nú hjá þjóð vorri. Kærleiksleysi og flokka-
dráttur er meiri eu áður, ákugaleysið og afskiftaleysið í trúarlegu tilliti
alveg ótrúlega mikið viða; miklu minna hugsað nú um það víða á
keimilunum eu áður, að ala börnin upp í sönnum guðsótta. Húsbænd-
urnir bera alment eigi jafnmikla umhyggju fyrir hjúum sínum og áður
var venja á kristnu keimilunuiu, og hjúin liugsa nú eigi jafnríkt um
það, að reynast dygg og húsbóndaholl eins og víða gjörðist áður.
Þetta er bein afleiðing af því, að kuldinn hefir læst sig meir inn að
hjarta þjóðlífsins en áður; enda hefir guðrækninni stórhrakað víða á
heimilunum. Húslestrar og guðræknisiðkanir eru víða með öllu lagðar
niður, og mörg heimili meðal vor bera þess engan vott, að vér sóum
kristin þjóð — engir kristnir siðir þar um hönd kafðir. En er þá
nokkur furða, þótt kuldi taki að gera vart við sig í lífi þjóðarinnar.
Kristnu vinir! Það er sorglegt að sjá einn lærisvein afneita
meistara sínum; en hitt er þó enn sárara, að sjá þjóð, sem eitt sinn
hofir verið kristiu, hafna Kristi, — sjá heila þjóð afneita honum. Slíkt
hefir komið fyrir og slíkt getur euu komið fyrir, ef kuldinn verður
ofan á í þjóðlífiuu. í kulda og frosti deyr allur gróður — einnig
gróður þjóðlífsins. Vér skulum biðja og voua, að slik stund komi
aldrei yfir þjóð vora. En þá ríður lílva lífið á, að vér liver og einn
gerum vort til þess að kristna þjóðlíf vort. Fyrst og fremst ber oss að