Verði ljós - 01.04.1903, Side 13

Verði ljós - 01.04.1903, Side 13
YERÐI LJÓS! 61 krist.indómsstefnu, en seinna orðið fyrir sterkum áhrifum frá Danmörku í grundtvígska átt og við það fengið gleggri skilning á rétti hins mann- lega og hlessun menuingarinnar yfir höfuð, en menn áttu að venjast meðal norskra kirkjumanna. En við það hafði hann jafuframt öðlast skilning á þvi, að hin drotnandi kristindómsskoðun fullnægði ekki þörfum tímans, sérstaklega vegna þeirrar óbeitar á siðmenningunni og starfinu i hennar þarfir, sem einkendi hana. Svo mikið fanst honum um þrengslin i norsku rikiskirkjunni, að hann, sem var kandídat í guð- fræði, afréð með sjálfum sór að verða ekki prestur, já beiulínis lýsti hátíðlega yfir þvi, „að aldrei yrði hanu prestur í norsku ríkiskirkj- unni“. Hann tók því að gefa sig við lýðkáskólastarfi og stofnaði lý'ð- háskóla í Gausdal í Guðbrandsdölum. En ár frá ári óx óbeit hans á kristiudómsstefnu Gísla Johnson’s, og sárnaði lionum það æ meir og meir, að kristindóinurinn, sem hann elskaði og áleit heimsins mesta menningarafl, skyldi ekki getað uotið síu vegna þeirra umbúða, sem orþódoxa heittrúarstefnan hafði fært hann i. Loks kom þar, að liaun gat ekki lengur þagað. Árið 1884 tekur hann að gefa út hálfsmánað- arrit, sem hann kallar „Eyrir frjálslyndan kristindóm" („For frisindet Elristendom11), og var það beinlínis stýlað gegn hinni gömlu kristiudómstefnu. Svo feiknar ólikir sem þeir voru Bruuu og Fredrik Petersen, vildu þeir þó í aðalatriðunum eitt og hið sama. Báðir halda því fram með krafti, að kristindómurinn só líf, en ekki hugsunarfræði- lega samanneglt lærdómskerfi. Kirkjan má ekki fjandskapast gegn siðmenningunni, heldur á hún að styrkja hana, taka tillit til hennar, því að þá aðeins er kirkjan í fullu samræmi við höfuud siun og herra, að húu, eins og hann, láti ekkert mannlegt vera sér óviðkomandi. Sem geta má nærri geðjaðist mönnum gömlu stefuuunar ekki að jafu frjálslyndum kristiudómi og þeim, sem hér var barist fyrir. í höf- uðmálgagni hennar, sem þá var „Luthersk Ugeskrift“ var tekið að rita móti Bruun og viðkvæðið var þetta: „Hinn frjálslyndi kristin- dómur Bruuns er hættulegur og getur aldrei anuað en skaðað kirkjuna, Kirkjan getur aldrei tekið tillit til siðmenuingarinnar, heldur er það siðmenningin, sem á að lúta kirkjunni og taka í öllu tilliti til hennar.“ Sá sem hólt þar á pennanum, var höfuðprestur Kristjaníu um þær mund- ir, J. C. Heucli, annar útgefandi vikublaðsins*, stórgáfaður mað- ur og bardagamaður mesti, eu íhaldsemin holdiklædd í öllum greinum. Og gamla stefnan virtist verða ofan á. Tímarit Bruuns hætti að koma út; jarðvegurinn var enn eklci móttækilegur fyrir frjálslyndan lmstindóm. *) Hinn útgefandinn var þá M. J. F æ r d o n, nú prófastur i Hönefoss á Þolamörk. Er það oftirtektavert, að Færden or nú framarlega i lióp hinna frjálslyndustu guðfræðinga Norðmanua, fylgir t. a. m. fastloga fram liinni nýju biblíufræði og hefir ritað margt um það mál.

x

Verði ljós

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.